Alþjóðlegt orðspor og ímynd 28. desember 2006 06:45 Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands Halla Tómasdóttir, sem tók við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs í upphafi árs, segir að veikleikar þess að sinna ekki nægilega almannatengslum og öflugu upplýsingaflæði hafi komið glögglega í ljós á árinu. Segja má að árið 2006 hafi verið eitt það stormasamasta sem íslenskt viðskiptalíf hefur upplifað fyrr og síðar. Eftir sterkan meðbyr í byrjun árs þar sem hlutabréfavísitölur uxu með áður óþekktum hraða snerust vindar á móti seglum undir lok febrúarmánaðar með aðfinnslum erlendra greiningaraðila á efnahags- og fjármálakerfi landsins. Helstu fjölmiðlar heimsins fylgdu í kjölfarið. Eitthvað af þeirri gagnrýni sem upp kom í umræddum skýrslum og blaðagreinum átti rétt á sér enda efnahagsaðstæður landsins að ýmsu leyti hinar undarlegustu. Ákveðnir þættir gagnrýninnar voru þó frekar byggðir á vanþekkingu á íslenskum aðstæðum og innviðum íslenskra fjármálafyrirtækja. Litlu mátti muna að illa færi en segja má að umræðan hafi tekið stakkaskiptum til hins betra í kjölfar útgáfu skýrslu Viðskiptaráðs um fjármálastöðugleika á Íslandi. Þar fjölluðu Tryggvi Þór Herbertsson og Frederic Mishkin um líkindi þess að fjármálakreppa ætti sér stað á Íslandi. Skýrslan var vel kynnt bæði innanlands og utan og í kjölfarið komst nokkurt jafnvægi á alþjóðlega umfjöllun. Ljóst er að ímynd landsins varð fyrir enn frekari skakkaföllum með illa undirbúinni endurskoðun á fyrirkomulagi hvalveiða. Þar sem hvorki var lagður tími né vinna í að kynna afstöðu og ástæður veiðanna má telja víst að ásýnd landsins hafi beðið hnekki hjá hópi útlendinga. Hversu alvarlegt og afdrifaríkt það reynist er erfitt að meta. Í því umróti sem átt hefur sér stað hafa komið glögglega í ljós veikleikar þess að sinna ekki nægilega almannatengslum og öflugu upplýsingaflæði. Með vaxandi sýnileika á erlendum viðskiptamörkuðum getur reynst ómetanlegur styrkur fyrir ímynd og áreiðanleika fyrirtækja og þjóða að halda úti virku flæði upplýsinga. Viðskiptaráð Íslands hefur látið ímynd íslensks viðskiptalífs sig varða og hefur staðið fyrir mikilli vinnu í tengslum við þau mál. Viðskiptaþing 2007 verður helgað alþjóðlegu orðspori og ímynd Íslands. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá getum við verið virkilega stolt af þeim brjálaða árangri sem við höfum náð og ef við leggjumst saman á árar þá getum við verið þekkt fyrir miklu áhugaverðari og skemmtilegri hluti en þá sem ratað hafa á síður alþjóðlegra fjölmiðla þetta árið. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Segja má að árið 2006 hafi verið eitt það stormasamasta sem íslenskt viðskiptalíf hefur upplifað fyrr og síðar. Eftir sterkan meðbyr í byrjun árs þar sem hlutabréfavísitölur uxu með áður óþekktum hraða snerust vindar á móti seglum undir lok febrúarmánaðar með aðfinnslum erlendra greiningaraðila á efnahags- og fjármálakerfi landsins. Helstu fjölmiðlar heimsins fylgdu í kjölfarið. Eitthvað af þeirri gagnrýni sem upp kom í umræddum skýrslum og blaðagreinum átti rétt á sér enda efnahagsaðstæður landsins að ýmsu leyti hinar undarlegustu. Ákveðnir þættir gagnrýninnar voru þó frekar byggðir á vanþekkingu á íslenskum aðstæðum og innviðum íslenskra fjármálafyrirtækja. Litlu mátti muna að illa færi en segja má að umræðan hafi tekið stakkaskiptum til hins betra í kjölfar útgáfu skýrslu Viðskiptaráðs um fjármálastöðugleika á Íslandi. Þar fjölluðu Tryggvi Þór Herbertsson og Frederic Mishkin um líkindi þess að fjármálakreppa ætti sér stað á Íslandi. Skýrslan var vel kynnt bæði innanlands og utan og í kjölfarið komst nokkurt jafnvægi á alþjóðlega umfjöllun. Ljóst er að ímynd landsins varð fyrir enn frekari skakkaföllum með illa undirbúinni endurskoðun á fyrirkomulagi hvalveiða. Þar sem hvorki var lagður tími né vinna í að kynna afstöðu og ástæður veiðanna má telja víst að ásýnd landsins hafi beðið hnekki hjá hópi útlendinga. Hversu alvarlegt og afdrifaríkt það reynist er erfitt að meta. Í því umróti sem átt hefur sér stað hafa komið glögglega í ljós veikleikar þess að sinna ekki nægilega almannatengslum og öflugu upplýsingaflæði. Með vaxandi sýnileika á erlendum viðskiptamörkuðum getur reynst ómetanlegur styrkur fyrir ímynd og áreiðanleika fyrirtækja og þjóða að halda úti virku flæði upplýsinga. Viðskiptaráð Íslands hefur látið ímynd íslensks viðskiptalífs sig varða og hefur staðið fyrir mikilli vinnu í tengslum við þau mál. Viðskiptaþing 2007 verður helgað alþjóðlegu orðspori og ímynd Íslands. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá getum við verið virkilega stolt af þeim brjálaða árangri sem við höfum náð og ef við leggjumst saman á árar þá getum við verið þekkt fyrir miklu áhugaverðari og skemmtilegri hluti en þá sem ratað hafa á síður alþjóðlegra fjölmiðla þetta árið.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira