Í þágu unga fólksins og byggðanna Einar K. Guðfinnsson skrifar 18. september 2007 00:01 Það er rangt sem stundum er reynt að halda fram að sjávarútvegur og landbúnaður séu fyrst og fremst höfuðatvinnugreinar fortíðarinnar. Þessar atvinnugreinar verða um ókomin ár burðarásar í íslensku atvinnulífi, ekki síst á landsbyggðinni. Sannarlega eru margs konar breytingar að eiga sér stað í efnahagsumhverfi okkar. Við þekkjum ævintýralegan vöxt nýrra atvinnugreina sem hafa ekki síst sótt tekjur sínar og styrk til erlendrar starfsemi sem hefur flutt hingað mikinn auð og efnahagsleg áhrif. Það breytir því þó ekki að enn sem fyrr verður hlutur sjávarútvegs og landbúnaðar afgerandi í þjóðarbúinu í heild og á landsbyggðinni alveg sérstaklega. Á hinn bóginn er alveg ljóst mál að þessar atvinnugreinar standa núna frammi fyrir mjög miklum breytingum. Einkanlega vegna þess að sú þróun sem hefur orðið í okkar efnahagslega umhverfi kallar á þessar breytingar. Sjávarútvegur jafnt og landbúnaður þurfa á öllu sínu að halda til að standast samkeppni við aðrar atvinnugreinar í landinu. Jafnframt verða þessar atvinnugreinar lykilþáttur í byggðaþróuninni af þeirri einföldu ástæðu að sú starfsemi sem þar fer fram, er að langmestu leyti á landsbyggðinni. Stærðarhagkvæmnin í þessum greinum er mikil. Við sjáum þróun í landbúnaði sem markast af þessu. Það tekur til nánast allra búgreinanna. Ekki bara mjólkur- og sauðfjárframleiðslu þar sem þetta eru alþekktar staðreyndir. Heldur einnig í öðrum búgreinum, hvort sem við tölum um garðyrkjubúskap eða loðdýr, svo dæmi séu tekin. Tæknin og afkastaaukningin leiðir þetta af sér og er drifið áfram af hagræðingarkröfu og eðlilegri sókn í bætt lífskjör. Sama á við í sjávarútvegi. Þar er framleiðniaukningin mikil og fer vaxandi. Við getum ekki slegið af í þeim efnum. Þessi þróun lýtur lögmálum hagræðingar og kröfunnar sem uppi er í þjóðfélaginu um stöðugt meiri verðmætasköpun og lægri tilkostnað til að standa undir bættum lífskjörum sem almenningur gerir réttmæta kröfu til. Og ef við ætlum að eiga möguleika til þess að takast á við samkeppnina í okkar þjóðfélagi þá verða sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn að geta lagt af mörkum sambærileg lífskjör. Ella flýr fólkið þessar atvinnugreinar, unga fólkið hefur ekki áhuga á að hasla sér þar völl og við verðum einfaldlega undir.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Það er rangt sem stundum er reynt að halda fram að sjávarútvegur og landbúnaður séu fyrst og fremst höfuðatvinnugreinar fortíðarinnar. Þessar atvinnugreinar verða um ókomin ár burðarásar í íslensku atvinnulífi, ekki síst á landsbyggðinni. Sannarlega eru margs konar breytingar að eiga sér stað í efnahagsumhverfi okkar. Við þekkjum ævintýralegan vöxt nýrra atvinnugreina sem hafa ekki síst sótt tekjur sínar og styrk til erlendrar starfsemi sem hefur flutt hingað mikinn auð og efnahagsleg áhrif. Það breytir því þó ekki að enn sem fyrr verður hlutur sjávarútvegs og landbúnaðar afgerandi í þjóðarbúinu í heild og á landsbyggðinni alveg sérstaklega. Á hinn bóginn er alveg ljóst mál að þessar atvinnugreinar standa núna frammi fyrir mjög miklum breytingum. Einkanlega vegna þess að sú þróun sem hefur orðið í okkar efnahagslega umhverfi kallar á þessar breytingar. Sjávarútvegur jafnt og landbúnaður þurfa á öllu sínu að halda til að standast samkeppni við aðrar atvinnugreinar í landinu. Jafnframt verða þessar atvinnugreinar lykilþáttur í byggðaþróuninni af þeirri einföldu ástæðu að sú starfsemi sem þar fer fram, er að langmestu leyti á landsbyggðinni. Stærðarhagkvæmnin í þessum greinum er mikil. Við sjáum þróun í landbúnaði sem markast af þessu. Það tekur til nánast allra búgreinanna. Ekki bara mjólkur- og sauðfjárframleiðslu þar sem þetta eru alþekktar staðreyndir. Heldur einnig í öðrum búgreinum, hvort sem við tölum um garðyrkjubúskap eða loðdýr, svo dæmi séu tekin. Tæknin og afkastaaukningin leiðir þetta af sér og er drifið áfram af hagræðingarkröfu og eðlilegri sókn í bætt lífskjör. Sama á við í sjávarútvegi. Þar er framleiðniaukningin mikil og fer vaxandi. Við getum ekki slegið af í þeim efnum. Þessi þróun lýtur lögmálum hagræðingar og kröfunnar sem uppi er í þjóðfélaginu um stöðugt meiri verðmætasköpun og lægri tilkostnað til að standa undir bættum lífskjörum sem almenningur gerir réttmæta kröfu til. Og ef við ætlum að eiga möguleika til þess að takast á við samkeppnina í okkar þjóðfélagi þá verða sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn að geta lagt af mörkum sambærileg lífskjör. Ella flýr fólkið þessar atvinnugreinar, unga fólkið hefur ekki áhuga á að hasla sér þar völl og við verðum einfaldlega undir.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarherra.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun