Um galskap og skynsemi Árni Páll Árnason skrifar 16. janúar 2008 00:01 Í Silfri Egils á sunnudag lét ég þau orð falla að það væri hreinn galskapur að lækka nú tekjuskatt með almennri 2% skattalækkun, eins og leiðarahöfundur Viðskiptablaðsins hefur t.d. kallað eftir. En hvers vegna? Við höfum á undanförnum árum búið við allt of mikla verðbólgu sem má fyrst og fremst rekja til gríðarlegrar einkaneyslu. Sú staðreynd – og áhrif erlendra spákaupmanna – hafa þrýst gengi krónunnar í hæstu hæðir, skaðað samkeppnisgreinar, lagt í rúst sjávarútveg vítt og breitt um landið og aukið á ærinn vanda í atvinnumálum. Verðbólgan hefur rýrt kaupmátt allra þeirra hópa sem búa við taxtalaun og ekki hafa notið launaskriðs og þá sérstaklega þeirra sem starfa í skólakerfi og heilbrigðisþjónustu. Misráðnar og illa tímasettar stjórnvaldsákvarðanir og skattalækkanir á undanförnum árum hafa aukið á þennan vanda. Nú er komið að tímamótum. Aðgengi að lánsfé hefur dregist saman. Stýrivaxtahækkanir eru loksins farnar að hafa áhrif á markaðsvexti. Almenn skattalækkun á þessum tímapunkti yrði einungis til að kynda á ný undir þenslu í samfélaginu og draga úr virkni þeirrar aðlögunar hagkerfisins sem átt hefur sér stað á síðustu mánuðum. Við þurfum að skapa aðstæður fyrir stöðugra efnahagsumhverfi, þar sem Seðlabankanum gefst kostur á að lækka stýrivexti í hröðum og öruggum skrefum. Þar eru hóflegar launahækkanir í almennum kjarasamningum lykilatriði. Jafnframt á að beita skattkerfisbreytingum til að vernda og bæta kaupmátt þeirra sem minnst hafa milli handanna og þeirra stétta sem ekki hafa notið launaskriðs á undanförnum árum. Við búum við veikt umhverfi peningamála og óskilvirka stýrivaxtastefnu. Þess vegna hafa stýrivextir verið allt of háir allt of lengi. Eftir miklar fórnir vegna þessarar vaxtastefnu eygjum við nú möguleika á að endurheimta stöðugleikann. Það er óðs manns æði að setja þann árangur í hættu með flatri skattalækkun sem brennur á verðbólgubáli áður en við er litið. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun Virkjum tækifærin sem nýsköpun færir heilbrigðismálum Freyr Hólm Ketilsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í Silfri Egils á sunnudag lét ég þau orð falla að það væri hreinn galskapur að lækka nú tekjuskatt með almennri 2% skattalækkun, eins og leiðarahöfundur Viðskiptablaðsins hefur t.d. kallað eftir. En hvers vegna? Við höfum á undanförnum árum búið við allt of mikla verðbólgu sem má fyrst og fremst rekja til gríðarlegrar einkaneyslu. Sú staðreynd – og áhrif erlendra spákaupmanna – hafa þrýst gengi krónunnar í hæstu hæðir, skaðað samkeppnisgreinar, lagt í rúst sjávarútveg vítt og breitt um landið og aukið á ærinn vanda í atvinnumálum. Verðbólgan hefur rýrt kaupmátt allra þeirra hópa sem búa við taxtalaun og ekki hafa notið launaskriðs og þá sérstaklega þeirra sem starfa í skólakerfi og heilbrigðisþjónustu. Misráðnar og illa tímasettar stjórnvaldsákvarðanir og skattalækkanir á undanförnum árum hafa aukið á þennan vanda. Nú er komið að tímamótum. Aðgengi að lánsfé hefur dregist saman. Stýrivaxtahækkanir eru loksins farnar að hafa áhrif á markaðsvexti. Almenn skattalækkun á þessum tímapunkti yrði einungis til að kynda á ný undir þenslu í samfélaginu og draga úr virkni þeirrar aðlögunar hagkerfisins sem átt hefur sér stað á síðustu mánuðum. Við þurfum að skapa aðstæður fyrir stöðugra efnahagsumhverfi, þar sem Seðlabankanum gefst kostur á að lækka stýrivexti í hröðum og öruggum skrefum. Þar eru hóflegar launahækkanir í almennum kjarasamningum lykilatriði. Jafnframt á að beita skattkerfisbreytingum til að vernda og bæta kaupmátt þeirra sem minnst hafa milli handanna og þeirra stétta sem ekki hafa notið launaskriðs á undanförnum árum. Við búum við veikt umhverfi peningamála og óskilvirka stýrivaxtastefnu. Þess vegna hafa stýrivextir verið allt of háir allt of lengi. Eftir miklar fórnir vegna þessarar vaxtastefnu eygjum við nú möguleika á að endurheimta stöðugleikann. Það er óðs manns æði að setja þann árangur í hættu með flatri skattalækkun sem brennur á verðbólgubáli áður en við er litið. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun