713 milljarðar gufað upp frá áramótum 26. mars 2008 00:01 Bakkabræður berjast Verðmæti hluta bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona í Exista hafði rýrnað um fimmtíu milljarða frá áramótum. Pappírspeningarnir hafa fuðrað upp í Kauphöll Íslands frá áramótum. Markaðurinn/Villi Verðmæti sautján íslenskra fyrirtækja í Kauphöllinni hefur rýrnað um 712,7 milljarða frá áramótum. Mest hefur virði Kaupþings minnkað eða um 148 milljarða. Tvö önnur fyrirtæki, Exista og FL Group, hafa þurft að horfa upp á meira en hundrað milljarða gufa upp frá áramótum. Þetta kemur fram í samantekt sem Vísir.is hefur birt á viðskiptavef sínum. Þar segir að til að bæta gráu ofan á svart fyrir Exista og FL Group þá hafa kjölfestueignir þeirra í íslenskum félögum einnig hrapað. Þannig hefur rúmlega 23 prósenta hlutur félagsins í Kaupþing rýrnað um 34,1 milljarð og 39 prósenta hlutur þess í Bakkavör um 16,6 milljarða. Rúmlega 30 prósenta hlutur FL Group í Glitni hefur rýrnað um 26,8 milljarða. Eins og gefur að skilja hafa stærstu hluthafar fyrirtækjanna einnig þurft að horfa upp á eignir sínar rýrna mikið. Þannig hefur 45,21 prósents hlutur bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssonar í Exista rýrnað um 50,1 milljarð frá áramótum. Fjárfestingarfélagið Kista, sem er í eigu SPRON og nokkurra annarra sparisjóða, hefur þurft að horfa upp á 8,94 prósenta hlut sinn í Exista minnka að verðmæti úr 20,1 milljarði í 10,2 milljarða eða um 9,9 milljarða. Björgólfsfeðgar hafa einnig fundið fyrir erfiðum tímum í Kauphöllinni. Alls hafa þrír lykilhlutir þeirra í Landsbankanum, Straumi-Burðarási og Eimskipi rýrnað um 56,3 milljarða. Þar munar mest um rétt rúmlega 40 prósenta hlut þeirra í Landsbankanum sem hefur rýrnað um 35,9 milljarða og 32,89 prósenta hlut þeirra í Straumi sem hefur rýrnað um 14,8 milljarða. Hluthafar FL Group hafa einnig fengið þungt högg. Gengi bréfa í félaginu hefur fallið um 55,5 prósent frá áramótum og það hefur komið við stærstu hluthafa félagsins. Baugur Group, sem á 36,47 prósenta hlut í FL Group í gegnum BG Capital og Baug Group, hefur þurft að horfa upp á eign sína í félaginu rýrna um 39,8 milljarða frá áramótum. Hlutur Fons, félags Pálma Haraldssonar, varaformanns stjórnar FL Group, upp á 12,21 prósent hefur rýrnað um 13,3 milljarða og hlutur Hannesar Smárasonar hefur rýrnað um 10,8 milljarða. Héðan og þaðan Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Sjá meira
Verðmæti sautján íslenskra fyrirtækja í Kauphöllinni hefur rýrnað um 712,7 milljarða frá áramótum. Mest hefur virði Kaupþings minnkað eða um 148 milljarða. Tvö önnur fyrirtæki, Exista og FL Group, hafa þurft að horfa upp á meira en hundrað milljarða gufa upp frá áramótum. Þetta kemur fram í samantekt sem Vísir.is hefur birt á viðskiptavef sínum. Þar segir að til að bæta gráu ofan á svart fyrir Exista og FL Group þá hafa kjölfestueignir þeirra í íslenskum félögum einnig hrapað. Þannig hefur rúmlega 23 prósenta hlutur félagsins í Kaupþing rýrnað um 34,1 milljarð og 39 prósenta hlutur þess í Bakkavör um 16,6 milljarða. Rúmlega 30 prósenta hlutur FL Group í Glitni hefur rýrnað um 26,8 milljarða. Eins og gefur að skilja hafa stærstu hluthafar fyrirtækjanna einnig þurft að horfa upp á eignir sínar rýrna mikið. Þannig hefur 45,21 prósents hlutur bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssonar í Exista rýrnað um 50,1 milljarð frá áramótum. Fjárfestingarfélagið Kista, sem er í eigu SPRON og nokkurra annarra sparisjóða, hefur þurft að horfa upp á 8,94 prósenta hlut sinn í Exista minnka að verðmæti úr 20,1 milljarði í 10,2 milljarða eða um 9,9 milljarða. Björgólfsfeðgar hafa einnig fundið fyrir erfiðum tímum í Kauphöllinni. Alls hafa þrír lykilhlutir þeirra í Landsbankanum, Straumi-Burðarási og Eimskipi rýrnað um 56,3 milljarða. Þar munar mest um rétt rúmlega 40 prósenta hlut þeirra í Landsbankanum sem hefur rýrnað um 35,9 milljarða og 32,89 prósenta hlut þeirra í Straumi sem hefur rýrnað um 14,8 milljarða. Hluthafar FL Group hafa einnig fengið þungt högg. Gengi bréfa í félaginu hefur fallið um 55,5 prósent frá áramótum og það hefur komið við stærstu hluthafa félagsins. Baugur Group, sem á 36,47 prósenta hlut í FL Group í gegnum BG Capital og Baug Group, hefur þurft að horfa upp á eign sína í félaginu rýrna um 39,8 milljarða frá áramótum. Hlutur Fons, félags Pálma Haraldssonar, varaformanns stjórnar FL Group, upp á 12,21 prósent hefur rýrnað um 13,3 milljarða og hlutur Hannesar Smárasonar hefur rýrnað um 10,8 milljarða.
Héðan og þaðan Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Sjá meira