Viðskipti erlent

Snéri aftur úr vopnuðu bankaráni til að borga yfirdrátt sinn

Bankaræningi vopnaður haglabyssu og með lambúshettu til að hylja andlit sitt rændi nær 6 milljónum króna úr banka í Serbíu. Hann kom svo aftur í bankann nokkrum mínútum síðar, án byssunnar og hettunnar, og vildi gera upp yfirdrátt sinn í bankanum.

Greint er frá málinu á ananova.com. Bankaránið átti sér stað í skíðabænum Nova Varos í Serbíu. Ræninginn Grlic að nafni kom inn í bankann, ógnaði starfsfólki og krafðist þess að fá alla peningana sem til voru í bankanum.

Starfsfólkið var enn í áfalli þegar Grlic kom aftur í bankann með fullar hendur fjár og vildi fá að greiða upp yfirdrátt sinn í bankanum.

Einn athugull starfsmaður tók hinsvegar eftir eldrauðum íþróttaskóm sem Grilic var í en starfsmaðurinn hafi tekið eftir þeim á hinum hettuklædda ræningja. Hann trúði varla eigin augum en hringdi samt á lögregluna og hélt Grlic í bankanum með dægurtali þar til lögreglan kom og handtók Grlic.

Og nú þarf Grlic að bíða með að borga yfirdrátt sinn í nokkur ár, eða þar til hans losnar úr fangelsi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×