Viðskipti erlent

Ætla að skapa 2500 ný störf

Stjórnendur Iceland verslunarkeðjunnar, sem er að stærstum hluta í eigu Baugs, búast við því að geta skapað 2500 ný störf með því að kaupa 51 verslun sem áður var í eigu Woolworths keðjunnar. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, greindi frá því í samtali við fréttastofu í gær að Iceland hefði keypt verslanirnar fyrir áramót. Einungis fáeinir dagar eru síðan að Woolworths verslununum var lokað. Þrjár af hverjum fjórum verslunum sem keyptar voru eru í Suður-Englandi.
























Fleiri fréttir

Sjá meira


×