Stýrivextir og stjórnvöld Már Wolfgang Mixa skrifar 16. maí 2009 06:00 Það er alkunna í hagfræðikenningum að verð afurða ræðst af framboði og eftirspurn. Minnki framboð eða eykst eftirspurn þá hækkar verð afurða. Sé þróunin öfug þá lækkar verðið. Fjármagn er einnig afurð sem þróast því með sama hætti. Vilji fólk spara minna eða taka fleiri lán þá hækkar verðið í formi hærra vaxtastigs, aukist áhugi á sparnað og áhugi til lántöku minnkar þá lækka vextir. Svona ætti, í það minnsta, ferlið almennt að vera. Af ofangreindu er eðlilegt að í þensluskeiði undanfarinna ára hefur Seðlabanki Íslands stöðugt verið að hækka vaxtastig, sem hefði átt að draga úr fjármagni í umferð. Stjórnvöld hafa aftur á móti samhliða því verið að lækka óbeint vexti, þvert á þau skilaboð sem opinberar hagtölur veittu með aukningu fjármagns í umferð í formi: Hækkunar íbúðalána í 90% Vaxtabóta (sem hvetja til skuldsetningu) Skattalækkana Lítils aðhalds í útlánum banka Sama þróun hefur átt sér stað í Bandaríkjunum undanfarin ár, stýrivextir hafa verið lækkaðir þrátt fyrir að sparnaðarhlutfall þar af tekjum hafi farið úr 5-10% í að vera neikvætt. Þetta er stór ástæða húsnæðisbólunnar bæði þar og hér. Svipaða sögu er að segja af flestum öðrum vestrænum þjóðum. Þetta óeðlilega erlenda vaxtastig fangaði athygli margra. Erlendar lántökur jukust stjarnfræðilega og með aðgerðaleysi juku stjórnvöld enn frekar á fjármagn í umferð og því þenslu. Bitlausir stýrivextir hækkuðu stöðugt sem lamaði atvinnulífið og jók freistinguna á því að taka erlend lán. Í dag þarf að draga úr neyslu og ætti áherslan í þjóðfélaginu að vera á að minnka skuldir og fara jafnvel að spara á nýjan leik. Stjórnvöld segjast aftur á móti vonast til að sjá stýrivexti í kringum 2-3% í lok árs sem dregur úr vilja til sparnaðar - með þessu vaxtastigi er verið að senda röng skilaboð. Vandinn sem við glímum við í dag er of mikil neysla undanfarin ár, ekki sparnaður. Neysla, t.d. í formi bílakaupa, gerir ekkert annað en að flytja gjaldeyri úr landi. Stýrivextir eiga að taka mið af raunverulegum aðstæðum - núverandi aðstæður kalla á aðhald, sparnað og skynsamlega neyslu. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Már Wolfgang Mixa Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Það er alkunna í hagfræðikenningum að verð afurða ræðst af framboði og eftirspurn. Minnki framboð eða eykst eftirspurn þá hækkar verð afurða. Sé þróunin öfug þá lækkar verðið. Fjármagn er einnig afurð sem þróast því með sama hætti. Vilji fólk spara minna eða taka fleiri lán þá hækkar verðið í formi hærra vaxtastigs, aukist áhugi á sparnað og áhugi til lántöku minnkar þá lækka vextir. Svona ætti, í það minnsta, ferlið almennt að vera. Af ofangreindu er eðlilegt að í þensluskeiði undanfarinna ára hefur Seðlabanki Íslands stöðugt verið að hækka vaxtastig, sem hefði átt að draga úr fjármagni í umferð. Stjórnvöld hafa aftur á móti samhliða því verið að lækka óbeint vexti, þvert á þau skilaboð sem opinberar hagtölur veittu með aukningu fjármagns í umferð í formi: Hækkunar íbúðalána í 90% Vaxtabóta (sem hvetja til skuldsetningu) Skattalækkana Lítils aðhalds í útlánum banka Sama þróun hefur átt sér stað í Bandaríkjunum undanfarin ár, stýrivextir hafa verið lækkaðir þrátt fyrir að sparnaðarhlutfall þar af tekjum hafi farið úr 5-10% í að vera neikvætt. Þetta er stór ástæða húsnæðisbólunnar bæði þar og hér. Svipaða sögu er að segja af flestum öðrum vestrænum þjóðum. Þetta óeðlilega erlenda vaxtastig fangaði athygli margra. Erlendar lántökur jukust stjarnfræðilega og með aðgerðaleysi juku stjórnvöld enn frekar á fjármagn í umferð og því þenslu. Bitlausir stýrivextir hækkuðu stöðugt sem lamaði atvinnulífið og jók freistinguna á því að taka erlend lán. Í dag þarf að draga úr neyslu og ætti áherslan í þjóðfélaginu að vera á að minnka skuldir og fara jafnvel að spara á nýjan leik. Stjórnvöld segjast aftur á móti vonast til að sjá stýrivexti í kringum 2-3% í lok árs sem dregur úr vilja til sparnaðar - með þessu vaxtastigi er verið að senda röng skilaboð. Vandinn sem við glímum við í dag er of mikil neysla undanfarin ár, ekki sparnaður. Neysla, t.d. í formi bílakaupa, gerir ekkert annað en að flytja gjaldeyri úr landi. Stýrivextir eiga að taka mið af raunverulegum aðstæðum - núverandi aðstæður kalla á aðhald, sparnað og skynsamlega neyslu. Höfundur er hagfræðingur.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun