Framsækna skattkerfið 12. nóvember 2009 06:00 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar um skatta Stundum reyna menn að sveipa það sem er vont jákvæðum blæ með því nefna það notalegum nöfnum. Þetta er ákveðin tegund markaðssetningar, með það að markmiði að selja vondar hugmyndir. Steingrímur J. Sigfússon tók þennan pól í hæðina á þriðjudag þegar haft var eftir honum í Morgunblaðinu: „við ætlum að fara í framsækið skattkerfi, það er alveg á hreinu". Það sem Steingrímur kallar „framsækið skattkerfi" er tilvísun í breytingar á skattkerfi Íslands sem leiða til 50 milljarða króna skattahækkana. Ríkisstjórnin ætlar að þrepaskipta skattkerfinu og hækka skattprósentur þannig að hæsta þrepið verði tæp 50%. Sú prósenta á að gilda fyrir einstaklinga með yfir 500.000 krónur í mánaðartekjur. Hvernig eru þessar breytingar „framsæknar"? Þetta eru vinnuletjandi breytingar á versta tíma sem flækja skattkerfið og auka líkur á skattsvikum. Aðgerðin mun minnka umsvif hagkerfis sem nú þegar er í hjartastoppi. Lækning ríkisstjórnarinnar er sambærileg því að draga blóð úr hjartasjúklingnum. Þetta er gert á sama tíma og skuldir heimila eru í hámarki og tekjur í lágmarki. Hvernig dettur mönnum í hug að það séu tækifæri til mikilla skattahækkana við slíkar aðstæður? Brýnt er að minnka fjárlagahallann og það er óþolandi hvað ríkisstjórnin hefur verið sein til verksins. Þrátt fyrir töfina er útfærslan enn á hugmyndastigi. Heilt fjárlagaár hefur tapast vegna seinagangs. Í stöðunni í dag eru ekki til neinar góðar leiðir og því mikilvægt að velja illskástu leiðina. Leiðin sem nú lak af borði fjármálaráðherra er skattpíning sem mun lengja kreppuna og dýpka. Líklega er skattpíningin ekki búin enn. Ríkisstjórnin íhugar að heimila sveitastjórnum að hækka útsvarið til að sækja ,,ónýtta tekjustofna", en það er annað notalegt nafn sem vinstri menn nota um aukna skattheimtu af íbúum sveitarfélaga. Í dag er hámarksprósenta útsvars, 13,03%, nýtt af mörgum sveitarfélögum en hækkun hennar ef af verður bætist við þær skattahækkanir sem nú standa til hjá ríkisstjórninni. Mikilvægt er að allir skilji hvaða stefna er tekin og þá skiptir máli að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar um skatta Stundum reyna menn að sveipa það sem er vont jákvæðum blæ með því nefna það notalegum nöfnum. Þetta er ákveðin tegund markaðssetningar, með það að markmiði að selja vondar hugmyndir. Steingrímur J. Sigfússon tók þennan pól í hæðina á þriðjudag þegar haft var eftir honum í Morgunblaðinu: „við ætlum að fara í framsækið skattkerfi, það er alveg á hreinu". Það sem Steingrímur kallar „framsækið skattkerfi" er tilvísun í breytingar á skattkerfi Íslands sem leiða til 50 milljarða króna skattahækkana. Ríkisstjórnin ætlar að þrepaskipta skattkerfinu og hækka skattprósentur þannig að hæsta þrepið verði tæp 50%. Sú prósenta á að gilda fyrir einstaklinga með yfir 500.000 krónur í mánaðartekjur. Hvernig eru þessar breytingar „framsæknar"? Þetta eru vinnuletjandi breytingar á versta tíma sem flækja skattkerfið og auka líkur á skattsvikum. Aðgerðin mun minnka umsvif hagkerfis sem nú þegar er í hjartastoppi. Lækning ríkisstjórnarinnar er sambærileg því að draga blóð úr hjartasjúklingnum. Þetta er gert á sama tíma og skuldir heimila eru í hámarki og tekjur í lágmarki. Hvernig dettur mönnum í hug að það séu tækifæri til mikilla skattahækkana við slíkar aðstæður? Brýnt er að minnka fjárlagahallann og það er óþolandi hvað ríkisstjórnin hefur verið sein til verksins. Þrátt fyrir töfina er útfærslan enn á hugmyndastigi. Heilt fjárlagaár hefur tapast vegna seinagangs. Í stöðunni í dag eru ekki til neinar góðar leiðir og því mikilvægt að velja illskástu leiðina. Leiðin sem nú lak af borði fjármálaráðherra er skattpíning sem mun lengja kreppuna og dýpka. Líklega er skattpíningin ekki búin enn. Ríkisstjórnin íhugar að heimila sveitastjórnum að hækka útsvarið til að sækja ,,ónýtta tekjustofna", en það er annað notalegt nafn sem vinstri menn nota um aukna skattheimtu af íbúum sveitarfélaga. Í dag er hámarksprósenta útsvars, 13,03%, nýtt af mörgum sveitarfélögum en hækkun hennar ef af verður bætist við þær skattahækkanir sem nú standa til hjá ríkisstjórninni. Mikilvægt er að allir skilji hvaða stefna er tekin og þá skiptir máli að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Höfundur er borgarfulltrúi.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar