Um jafnrétti, kyn og völd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Guðbjartur Hannesson skrifar 8. mars 2011 06:00 Ég óska konum og körlum til hamingju með daginn, 8. mars, sem er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Baráttan fyrir jafnri stöðu og jöfnum rétti kvenna og karla heldur áfram og enn eru mörg stór mál sem við þurfum að setja á oddinn. Staða Íslands á sviði jafnréttismála samkvæmt nýjustu úttekt Alþjóðaefnahagsráðsins er vissulega ánægjuleg þar sem jafnrétti kynjanna er hvergi talið meira; Ísland í fyrsta sæti, Noregur í öðru sæti og Finnland í því þriðja. Okkur til framdráttar er staðan í menntamálum og heilbrigðismálum og styrkur kvenna á pólitískum vettvangi. Akkillesarhæll okkar er hins vegar vinnumarkaðurinn, einkum launamunur kynjanna og veik staða kvenna í stjórnum stofnana og fyrirtækja og sem stjórnendur og eigendur fyrirtækja. Það er alvarlegt hve hægt miðar í þessum efnum því við þekkjum öll þann drifkraft sem fólginn er í efnahagslegum völdum og áhrif þeirra á mótun samfélagsins. Hinn 24. október síðastliðinn voru 35 ár liðin frá því að íslenskar konur lögðu niður vinnu og fjölmenntu í miðbæ Reykjavíkur til að vekja athygli á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Tíðindin vöktu heimsathygli og jafnréttisbaráttan náði nýjum hæðum. Nú eru 50 ár frá því að Alþingi setti lög um jöfn laun karla og kvenna og var stefnt að því að markmiðum þeirra skyldi náð fyrir árið 1972. Síðan eru liðin 39 ár og samt er launamunur kynjanna enn umtalsverður. Þetta undirstrikuðu konur þegar þær lögðu niður störf 25. október síðastliðinn kl. 14.25 til marks um að vinnudegi þeirra væri þá lokið ef laun þeirra væru jöfn launum karla. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á launamun kynjanna sem ekki er unnt að skýra með öðrum breytum en beinni kynbundinni mismunun. Nýjustu rannsóknir sýna mun á bilinu 7,3-10,1%. Það er ótrúlegt að þetta hróplega misrétti viðgengst enn, við getum ekki sætt okkur við það og verðum að grípa til aðgerða sem duga. Áfram verður unnið að gerð jafnlaunastaðals og í tillögu til þingsályktunar um áætlun í jafnréttismálum er lögð fram áætlun um aðgerðir til að vinna gegn kynbundnum launamun. Alþingi samþykkti í fyrra lög um kynjakvóta í stjórnum opinberra hlutafélaga og einkahlutafélaga sem kveða á um 40% hlut hvors kyns að lágmarki. Lögin taka gildi í september 2013. Árið 2009 voru konur 19% framkvæmdastjóra hjá íslenskum fyrirtækjum, 23% kvenna voru stjórnarformenn og 23% stjórnarmenn. Hér þarf að breyta hugarfari til að rétta hlut kvenna og forsvarsmenn stofnana og fyrirtækja þurfa að vinna hratt til að uppfylla lagaskyldu árið 2013. Velferðarráðuneytið og efnahags- og viðskiptaráðuneytið hafa ákveðið að ýta úr vör sameiginlegu átaki til að vinna að þessu máli og ég vonast eftir góðu samstarfi við Samtök atvinnulífsins með skjótan árangur að markmiði. Það er ástæðulaust að líta á lagaákvæði um kynjakvóta sem íþyngjandi. Vissulega er leitt að ekki skyldi nást árangur án lagasetningar en rannsóknir sýna að uppfylling markmiða þeirra mun skila stofnunum og fyrirtækjum margvíslegum ávinningi. Sýnt hefur verið fram á að rekstur fyrirtækja gengur betur þegar konur koma einnig að stjórnun þeirra. Norðmenn tóku upp kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja fyrir nokkrum árum og nú hefur sýnt sig að fyrirtæki hafa stórbætt ímynd sína í kjölfarið. Þeir sem gagnrýndu lögin í Noregi á sínum tíma viðurkenna nú að þau hafi verið til góðs. Það er því til mikils að vinna. Ég er einnig sannfærður um að með því að jafna hlut kynjanna í forystu stofnana og fyrirtækja muni hratt draga úr kynbundnum launamun, einfaldlega af því að æðstu stjórnendur ráða mestu um launastefnuna í sínum ranni. Eins og ég sagði í upphafi eru enn mörg mál sem berjast þarf fyrir til að ná markmiðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Þeim verða ekki gerð skil í stuttri grein en ég hvet fólk til að sækja fundi og ráðstefnur sem fram fara í dag í tilefni alþjóðlega baráttudagsins þar sem lærðir og leikir munu fjalla um stöðu jafnréttismála, brýnustu baráttumálin og verkefnin framundan. Kynbundin mismunun og kúgun, hvaða nafni sem hún nefnist, er grafalvarlegt mál sem kemur okkur öllum við. Það er ábyrgðarhluti að verða vitni að mismunun og aðhafast ekkert. Þetta á við um okkur öll. Það þýðir ekki að ætla öðrum að berjast gegn mannréttindabrotum og bíða eftir réttlátari heimi með hendur í vösum. Við þurfum öll að axla ábyrgð og leggja okkar af mörkum í baráttunni fyrir mannréttindum öllum til handa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Ég óska konum og körlum til hamingju með daginn, 8. mars, sem er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Baráttan fyrir jafnri stöðu og jöfnum rétti kvenna og karla heldur áfram og enn eru mörg stór mál sem við þurfum að setja á oddinn. Staða Íslands á sviði jafnréttismála samkvæmt nýjustu úttekt Alþjóðaefnahagsráðsins er vissulega ánægjuleg þar sem jafnrétti kynjanna er hvergi talið meira; Ísland í fyrsta sæti, Noregur í öðru sæti og Finnland í því þriðja. Okkur til framdráttar er staðan í menntamálum og heilbrigðismálum og styrkur kvenna á pólitískum vettvangi. Akkillesarhæll okkar er hins vegar vinnumarkaðurinn, einkum launamunur kynjanna og veik staða kvenna í stjórnum stofnana og fyrirtækja og sem stjórnendur og eigendur fyrirtækja. Það er alvarlegt hve hægt miðar í þessum efnum því við þekkjum öll þann drifkraft sem fólginn er í efnahagslegum völdum og áhrif þeirra á mótun samfélagsins. Hinn 24. október síðastliðinn voru 35 ár liðin frá því að íslenskar konur lögðu niður vinnu og fjölmenntu í miðbæ Reykjavíkur til að vekja athygli á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Tíðindin vöktu heimsathygli og jafnréttisbaráttan náði nýjum hæðum. Nú eru 50 ár frá því að Alþingi setti lög um jöfn laun karla og kvenna og var stefnt að því að markmiðum þeirra skyldi náð fyrir árið 1972. Síðan eru liðin 39 ár og samt er launamunur kynjanna enn umtalsverður. Þetta undirstrikuðu konur þegar þær lögðu niður störf 25. október síðastliðinn kl. 14.25 til marks um að vinnudegi þeirra væri þá lokið ef laun þeirra væru jöfn launum karla. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á launamun kynjanna sem ekki er unnt að skýra með öðrum breytum en beinni kynbundinni mismunun. Nýjustu rannsóknir sýna mun á bilinu 7,3-10,1%. Það er ótrúlegt að þetta hróplega misrétti viðgengst enn, við getum ekki sætt okkur við það og verðum að grípa til aðgerða sem duga. Áfram verður unnið að gerð jafnlaunastaðals og í tillögu til þingsályktunar um áætlun í jafnréttismálum er lögð fram áætlun um aðgerðir til að vinna gegn kynbundnum launamun. Alþingi samþykkti í fyrra lög um kynjakvóta í stjórnum opinberra hlutafélaga og einkahlutafélaga sem kveða á um 40% hlut hvors kyns að lágmarki. Lögin taka gildi í september 2013. Árið 2009 voru konur 19% framkvæmdastjóra hjá íslenskum fyrirtækjum, 23% kvenna voru stjórnarformenn og 23% stjórnarmenn. Hér þarf að breyta hugarfari til að rétta hlut kvenna og forsvarsmenn stofnana og fyrirtækja þurfa að vinna hratt til að uppfylla lagaskyldu árið 2013. Velferðarráðuneytið og efnahags- og viðskiptaráðuneytið hafa ákveðið að ýta úr vör sameiginlegu átaki til að vinna að þessu máli og ég vonast eftir góðu samstarfi við Samtök atvinnulífsins með skjótan árangur að markmiði. Það er ástæðulaust að líta á lagaákvæði um kynjakvóta sem íþyngjandi. Vissulega er leitt að ekki skyldi nást árangur án lagasetningar en rannsóknir sýna að uppfylling markmiða þeirra mun skila stofnunum og fyrirtækjum margvíslegum ávinningi. Sýnt hefur verið fram á að rekstur fyrirtækja gengur betur þegar konur koma einnig að stjórnun þeirra. Norðmenn tóku upp kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja fyrir nokkrum árum og nú hefur sýnt sig að fyrirtæki hafa stórbætt ímynd sína í kjölfarið. Þeir sem gagnrýndu lögin í Noregi á sínum tíma viðurkenna nú að þau hafi verið til góðs. Það er því til mikils að vinna. Ég er einnig sannfærður um að með því að jafna hlut kynjanna í forystu stofnana og fyrirtækja muni hratt draga úr kynbundnum launamun, einfaldlega af því að æðstu stjórnendur ráða mestu um launastefnuna í sínum ranni. Eins og ég sagði í upphafi eru enn mörg mál sem berjast þarf fyrir til að ná markmiðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Þeim verða ekki gerð skil í stuttri grein en ég hvet fólk til að sækja fundi og ráðstefnur sem fram fara í dag í tilefni alþjóðlega baráttudagsins þar sem lærðir og leikir munu fjalla um stöðu jafnréttismála, brýnustu baráttumálin og verkefnin framundan. Kynbundin mismunun og kúgun, hvaða nafni sem hún nefnist, er grafalvarlegt mál sem kemur okkur öllum við. Það er ábyrgðarhluti að verða vitni að mismunun og aðhafast ekkert. Þetta á við um okkur öll. Það þýðir ekki að ætla öðrum að berjast gegn mannréttindabrotum og bíða eftir réttlátari heimi með hendur í vösum. Við þurfum öll að axla ábyrgð og leggja okkar af mörkum í baráttunni fyrir mannréttindum öllum til handa.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun