Veruleiki ungs fólks á Íslandi Árni Beinteinn Árnason skrifar 10. febrúar 2011 06:00 Ég er nýorðinn 16 ára. Ég þekki daglegt líf unglinga á Íslandi enda er ég í innsta hring. Mér líður eins og nokkurs konar njósnara með því að uppljóstra hvernig við rúllum! (slangur sem þýðir ; högum okkur í daglegu lífi). Stundum finnst mér fullorðið fólk dæma yngri kynslóðina. Það er margt sem ýtir undir það. Nýleg könnun leiddi til dæmis í ljós sláandi niðurstöður. 40% stráka á aldrinum 16-19 ára finnst sjálfsagt að karlmenn séu ríkjandi kyn. Þegar þið lesið þetta er ykkur vonandi stórlega brugðið. Enda er það ekki skrýtið. En það sem þið skiljið ekki er að strákunum sem svöruðu könnuninni gekk ekkert illt til. Fræðslan og umræðan um þessi málefni er einfaldlega ekki á þeim stað sem hún þyrfti að vera. Okkar heimur er gjörólíkur því sem þið þekktuð á okkar aldri. Við erum ný kynslóð. Við lifum í rafrænum heimi. Internet einelti og grófar netsíður eru daglegt líf margra á mínum aldri. Það er staðreynd sem þarf að horfast í augu við. Þeirri hugmynd er snemma komið inn hjá strákum að karlmennirnir eigi að ráða. Það er ekki okkur að kenna. Þá hugmynd má rekja til kvikmynda, fjölmiðla, bókmennta og allrar umræðu. Öllum þessum þáttum er stjórnað af fullorðnum. Eiginleg fræðsla hefur ekki tilskilin áhrif þegar samfélagsandinn segir okkur annað. Það þurfa allir að taka þátt og sameinast í því að breyta hugarfarinu. Börn byrja snemma að stjórnast af staðalímyndum. Ef hugmyndir fyrirmyndanna okkar eru á þann veg að karlmennirnir eigi að hafa meiri réttindi og ráða meiru þá getur enginn sagt okkur annað. Þegar ungir menn eru settir út í kuldann við það að láta í ljós aðrar skoðanir á þessum málefnum er þjóðfélagið á rangri braut. Meðan andrúmsloftið er slíkt er ekki skrýtið að fólk og þá sérstaklega yngri kynslóðin láti sig vanta í umræðuna um kynbundinn mismun. Gillz er fyrirmyndin mín, ég elska að lesa fréttir um Ásdísi Rán og rappið hans Erps er á Ipod-num mínum allan daginn. Ég þarf að uppfylla staðalútlitskröfur og vera með í umræðunni í mínum samfélagshópi. Allir aðrir eru í sömu sporum og ég og þess vegna þarf að sýna okkur umburðarlyndi og fullorðið fólk þarf að setja sig í okkar spor. En það getur hver og einn tekið af skarið. Þó ekki sé nema að breyta sinni eigin afstöðu. Þá myndast samstaða og ef allir leggjast á eitt, hlusta á hver annan, opna umræðuna og láta í sér heyra fara vonandi fleiri að láta sig málin varða. Það þarf að breyta hugmyndum kyndilbera framtíðarinnar. En ef maður ætlar að breyta heiminum, þarf maður að byrja á sjálfum sér...ég er byrjaður. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er nýorðinn 16 ára. Ég þekki daglegt líf unglinga á Íslandi enda er ég í innsta hring. Mér líður eins og nokkurs konar njósnara með því að uppljóstra hvernig við rúllum! (slangur sem þýðir ; högum okkur í daglegu lífi). Stundum finnst mér fullorðið fólk dæma yngri kynslóðina. Það er margt sem ýtir undir það. Nýleg könnun leiddi til dæmis í ljós sláandi niðurstöður. 40% stráka á aldrinum 16-19 ára finnst sjálfsagt að karlmenn séu ríkjandi kyn. Þegar þið lesið þetta er ykkur vonandi stórlega brugðið. Enda er það ekki skrýtið. En það sem þið skiljið ekki er að strákunum sem svöruðu könnuninni gekk ekkert illt til. Fræðslan og umræðan um þessi málefni er einfaldlega ekki á þeim stað sem hún þyrfti að vera. Okkar heimur er gjörólíkur því sem þið þekktuð á okkar aldri. Við erum ný kynslóð. Við lifum í rafrænum heimi. Internet einelti og grófar netsíður eru daglegt líf margra á mínum aldri. Það er staðreynd sem þarf að horfast í augu við. Þeirri hugmynd er snemma komið inn hjá strákum að karlmennirnir eigi að ráða. Það er ekki okkur að kenna. Þá hugmynd má rekja til kvikmynda, fjölmiðla, bókmennta og allrar umræðu. Öllum þessum þáttum er stjórnað af fullorðnum. Eiginleg fræðsla hefur ekki tilskilin áhrif þegar samfélagsandinn segir okkur annað. Það þurfa allir að taka þátt og sameinast í því að breyta hugarfarinu. Börn byrja snemma að stjórnast af staðalímyndum. Ef hugmyndir fyrirmyndanna okkar eru á þann veg að karlmennirnir eigi að hafa meiri réttindi og ráða meiru þá getur enginn sagt okkur annað. Þegar ungir menn eru settir út í kuldann við það að láta í ljós aðrar skoðanir á þessum málefnum er þjóðfélagið á rangri braut. Meðan andrúmsloftið er slíkt er ekki skrýtið að fólk og þá sérstaklega yngri kynslóðin láti sig vanta í umræðuna um kynbundinn mismun. Gillz er fyrirmyndin mín, ég elska að lesa fréttir um Ásdísi Rán og rappið hans Erps er á Ipod-num mínum allan daginn. Ég þarf að uppfylla staðalútlitskröfur og vera með í umræðunni í mínum samfélagshópi. Allir aðrir eru í sömu sporum og ég og þess vegna þarf að sýna okkur umburðarlyndi og fullorðið fólk þarf að setja sig í okkar spor. En það getur hver og einn tekið af skarið. Þó ekki sé nema að breyta sinni eigin afstöðu. Þá myndast samstaða og ef allir leggjast á eitt, hlusta á hver annan, opna umræðuna og láta í sér heyra fara vonandi fleiri að láta sig málin varða. Það þarf að breyta hugmyndum kyndilbera framtíðarinnar. En ef maður ætlar að breyta heiminum, þarf maður að byrja á sjálfum sér...ég er byrjaður. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun