Það skiptir máli hverjir stjórna Guðbjartur Hannesson skrifar 5. maí 2012 06:00 Í nýrri skýrslu sem Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands vann fyrir velferðarráðuneytið eru dregnar saman tölulegar upplýsingar um þróun íslensks samfélags á árunum fyrir og eftir hrun, ljósi varpað á áhrif hrunsins á ólíka tekjuhópa og hvernig stjórnvöldum hefur tekist það ætlunarverk sitt að verja kjör lægstu tekjuhópanna. Niðurstöðurnar eru afgerandi: Snúið hefur verið frá þeim fordæmalausa ójöfnuði sem jókst ört í tíð fyrri stjórnvalda. Kjararýrnun vegna kreppunnar hefur verið langminnst hjá þeim tekjulægstu og tekjuskattbyrði hefur minnkað hjá lágtekju- og millitekjuhópum, eða sex af hverjum tíu fjölskyldum í landinu. Í samanburði við aðrar þjóðir hefur okkur tekist að dreifa byrðum kreppunnar á mun réttlátari hátt en víðast annars staðar, verja tekjulægri hópana og sporna við jafn umfangsmiklu atvinnuleysi og víðast varð raunin hjá öðrum þjóðum Fordæmalaus aukning ójafnaðarÍ skýrslunni kemur meðal annars fram að árin 1995-2007 jókst ójöfnuður hérlendis svo mjög að annað eins hefur ekki sést á Vesturlöndum og náði hámarki á hátindi loftbóluhagkerfisins árið 2007. Þá hafði skattbyrði hátekjuhópanna lækkað stöðugt meðan æ þyngri skattbyrðar voru lagðar á bök hinna tekjulágu. Í reynd var skattbyrði íslensks hátekjufólks óvenju létt í alþjóðlegum samanburði. Þessa óheillaþróun má rekja beint til ákvarðanna stjórnvalda sem með markvissum breytingum á skattkerfinu bjuggu til sannkallað velferðarkerfi hátekjufólks, enda jókst hlutdeild þeirra í þjóðarkökunni stöðugt á þessu tímabili. Árið 1995 var hlutur 10% tekjuhæstu fjölskyldna landsins í heildartekjum landsmanna tæplega 22% en árið 2007 féllu 40% af heildartekjum landsmanna í þeirra skaut. Ríkustu fjölskyldurnar, þ.e. það 1% sem hæstar tekjur hafði, fengu árið 1995 um 4% af heildartekjunum en um 20% árið 2007. Ójöfnuður sprettur ekki af sjálfum sérEfnahagslegur ójöfnuður leiðir til margþættra félagslegra vandamála og veldur um leið miklum kostnaði fyrir samfélagið allt. Þar sem ójöfnuður er mikill er glæpatíðni almennt hærri og margskonar heilsufarsvandamál algengari. Flest bendir líka til þess að undirrót þeirra efnahagsþrenginga sem Vesturlönd hafa gengið í gegnum á undanförum árum sé of mikil samþjöppun auðs og stigvaxandi ójöfnuður. Af þeirri reynslu verðum við að læra. Ójöfnuður sprettur ekki af sjálfu sér. Þvert á móti ráða ákvarðanir stjórnvalda miklu í þeim efnum og því er mikilvægt að þau sinni þeirri skyldu sinni að afla greinargóðra upplýsinga um samfélagsþróunina, meðal annars um breytingar á tekjujöfnuði og bregðist við ef ójöfnuður fer úr böndunum líkt og hér gerðist á árunum fyrir hrun. Framtíð byggð á jöfnuðiHruni fjármálakerfisins á Íslandi fylgdi mesta kjaraskerðing sem orðið hefur hér á landi frá lýðveldisstofnun. Niðurstöður Þjóðmálastofnunar sýna hins vegar að þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður þá hafi okkur tekist betur en flestum öðrum þjóðum að verja velferðina og auka jöfnuð í samfélaginu. Gott samfélag byggist á jöfnuði og því ættu flestir að geta sameinast um það markmið að tryggja að bilið á milli þjóðfélagshópa breikki ekki á nýjan leik hér á landi. Upplýst umræða um það hvernig stjórnmálin geta og hafa haft mótandi áhrif á þjóðfélagsgerðina og áhrif þeirra á lífsgæði okkar á hverjum tíma er forsenda þess að okkur takist að byggja upp sterkt og gott samfélag fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Skoðanir Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýrri skýrslu sem Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands vann fyrir velferðarráðuneytið eru dregnar saman tölulegar upplýsingar um þróun íslensks samfélags á árunum fyrir og eftir hrun, ljósi varpað á áhrif hrunsins á ólíka tekjuhópa og hvernig stjórnvöldum hefur tekist það ætlunarverk sitt að verja kjör lægstu tekjuhópanna. Niðurstöðurnar eru afgerandi: Snúið hefur verið frá þeim fordæmalausa ójöfnuði sem jókst ört í tíð fyrri stjórnvalda. Kjararýrnun vegna kreppunnar hefur verið langminnst hjá þeim tekjulægstu og tekjuskattbyrði hefur minnkað hjá lágtekju- og millitekjuhópum, eða sex af hverjum tíu fjölskyldum í landinu. Í samanburði við aðrar þjóðir hefur okkur tekist að dreifa byrðum kreppunnar á mun réttlátari hátt en víðast annars staðar, verja tekjulægri hópana og sporna við jafn umfangsmiklu atvinnuleysi og víðast varð raunin hjá öðrum þjóðum Fordæmalaus aukning ójafnaðarÍ skýrslunni kemur meðal annars fram að árin 1995-2007 jókst ójöfnuður hérlendis svo mjög að annað eins hefur ekki sést á Vesturlöndum og náði hámarki á hátindi loftbóluhagkerfisins árið 2007. Þá hafði skattbyrði hátekjuhópanna lækkað stöðugt meðan æ þyngri skattbyrðar voru lagðar á bök hinna tekjulágu. Í reynd var skattbyrði íslensks hátekjufólks óvenju létt í alþjóðlegum samanburði. Þessa óheillaþróun má rekja beint til ákvarðanna stjórnvalda sem með markvissum breytingum á skattkerfinu bjuggu til sannkallað velferðarkerfi hátekjufólks, enda jókst hlutdeild þeirra í þjóðarkökunni stöðugt á þessu tímabili. Árið 1995 var hlutur 10% tekjuhæstu fjölskyldna landsins í heildartekjum landsmanna tæplega 22% en árið 2007 féllu 40% af heildartekjum landsmanna í þeirra skaut. Ríkustu fjölskyldurnar, þ.e. það 1% sem hæstar tekjur hafði, fengu árið 1995 um 4% af heildartekjunum en um 20% árið 2007. Ójöfnuður sprettur ekki af sjálfum sérEfnahagslegur ójöfnuður leiðir til margþættra félagslegra vandamála og veldur um leið miklum kostnaði fyrir samfélagið allt. Þar sem ójöfnuður er mikill er glæpatíðni almennt hærri og margskonar heilsufarsvandamál algengari. Flest bendir líka til þess að undirrót þeirra efnahagsþrenginga sem Vesturlönd hafa gengið í gegnum á undanförum árum sé of mikil samþjöppun auðs og stigvaxandi ójöfnuður. Af þeirri reynslu verðum við að læra. Ójöfnuður sprettur ekki af sjálfu sér. Þvert á móti ráða ákvarðanir stjórnvalda miklu í þeim efnum og því er mikilvægt að þau sinni þeirri skyldu sinni að afla greinargóðra upplýsinga um samfélagsþróunina, meðal annars um breytingar á tekjujöfnuði og bregðist við ef ójöfnuður fer úr böndunum líkt og hér gerðist á árunum fyrir hrun. Framtíð byggð á jöfnuðiHruni fjármálakerfisins á Íslandi fylgdi mesta kjaraskerðing sem orðið hefur hér á landi frá lýðveldisstofnun. Niðurstöður Þjóðmálastofnunar sýna hins vegar að þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður þá hafi okkur tekist betur en flestum öðrum þjóðum að verja velferðina og auka jöfnuð í samfélaginu. Gott samfélag byggist á jöfnuði og því ættu flestir að geta sameinast um það markmið að tryggja að bilið á milli þjóðfélagshópa breikki ekki á nýjan leik hér á landi. Upplýst umræða um það hvernig stjórnmálin geta og hafa haft mótandi áhrif á þjóðfélagsgerðina og áhrif þeirra á lífsgæði okkar á hverjum tíma er forsenda þess að okkur takist að byggja upp sterkt og gott samfélag fyrir alla.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun