Minni þjónusta Guðrún Ragnarsdóttir skrifar 28. ágúst 2012 06:00 Hversu langt er hægt að ganga í niðurskurði í framhaldsskólum á sama tíma og þess er krafist að skólarnir innleiði nýja aðalnámskrá sem ætlað er að auka gæði náms og kennslu, bæta þjónustu við nemendur og stuðla að fjölbreyttara skólastarfi? Í framhaldsskólum landsins hefur átt sér stað mikill niðurskurður sem ekki sér fyrir endann á eins og fram hefur komið í viðtölum við skólameistara Fjölbrautaskólans í Breiðholti og Kvennaskólans í Reykjavík. Undirrituð hefur á tveggja ára fresti frá 2008 rannsakað meðal framhaldsskólakennara málefni er varða starfsumhverfi þeirra og eru niðurstöður þeirra rannsókna í samræmi við lýsingar skólameistara á áhrifum niðurskurðarins á skólastarfið. Í stuttu máli sagt bitnar niðurskurðurinn bæði á nemendum og framhaldsskólakennurum. Með fjölmennari námshópum minnkar þjónusta við nemendur og álag á framhaldsskólakennara eykst. Rannsóknargögnin sýna minni starfsánægju og aukna streitu meðal framhaldsskólakennara sem vinna sífellt lengri vinnudag þrátt fyrir að dregið hafi úr yfirvinnugreiðslum. Annar hver framhaldsskólakennari í fullu starfi vann daglega tíu klst. á vorönn 2011. Árið 2012 fundu sex af hverjum tíu fyrir streitu í starfi samanborið við fjóra árið 2010. Aðeins þriðji hver hafði svigrúm til að sinna nemendum með sérþarfir árið 2012 samanborið við fjórða hvern árið 2008. Árið 2012 fann áttundi hver framhaldsskólakennari fyrir vandamálum tengdum fjölda nemenda í námshópum samanborið við sjötta hvern 2008. Enn fremur hafði þriðji hver framhaldsskólakennari svigrúm til að sinna nemendum með sérþarfir árið 2012 samanborið við fjórða hvern árið 2008. Þeim framhaldsskólakennurum sem fundu fyrir vandamálum tengdum fjölda nemenda í námshópum fannst jafnframt kennarastarfið erfiðara andlega en þeim sem ekki finna fyrir slíkum vandamálum, fundu frekar fyrir streitu í starfi og töldu sig hafa minna svigrúm til að sinna nemendum með sérþarfir og nota fjölbreytta kennsluhætti og námsmat. Niðurstöðurnar eru mikið áhyggjuefni og ljóst að framhaldsskólakennarar ná ekki að uppfylla markmið nýrrar aðalnámsskrár og koma til móts við þann fjölbreytta nemendahóp sem sækir framhaldsskóla landsins. Líklegt er að brottfall aukist vegna stærri nemendahópa sem gengur þvert á fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í Sóknaráætluninni 2020 um hærra menntunarstig þjóðarinnar og minna brottfall úr framhaldsskólum landsins. Huga þarf einnig að auknu álagi framhaldsskólakennara en rannsóknir sýna að streita og álag leiða til kulnunar, heilsubrests og flótta úr starfi. Mikilvægt er að stjórnvöld horfist í augu við þennan vanda og geri framhaldsskólunum raunverulega kleift að sinna lögbundnum skyldum sínum með velferð og vellíðan nemenda og starfsmanna að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Hversu langt er hægt að ganga í niðurskurði í framhaldsskólum á sama tíma og þess er krafist að skólarnir innleiði nýja aðalnámskrá sem ætlað er að auka gæði náms og kennslu, bæta þjónustu við nemendur og stuðla að fjölbreyttara skólastarfi? Í framhaldsskólum landsins hefur átt sér stað mikill niðurskurður sem ekki sér fyrir endann á eins og fram hefur komið í viðtölum við skólameistara Fjölbrautaskólans í Breiðholti og Kvennaskólans í Reykjavík. Undirrituð hefur á tveggja ára fresti frá 2008 rannsakað meðal framhaldsskólakennara málefni er varða starfsumhverfi þeirra og eru niðurstöður þeirra rannsókna í samræmi við lýsingar skólameistara á áhrifum niðurskurðarins á skólastarfið. Í stuttu máli sagt bitnar niðurskurðurinn bæði á nemendum og framhaldsskólakennurum. Með fjölmennari námshópum minnkar þjónusta við nemendur og álag á framhaldsskólakennara eykst. Rannsóknargögnin sýna minni starfsánægju og aukna streitu meðal framhaldsskólakennara sem vinna sífellt lengri vinnudag þrátt fyrir að dregið hafi úr yfirvinnugreiðslum. Annar hver framhaldsskólakennari í fullu starfi vann daglega tíu klst. á vorönn 2011. Árið 2012 fundu sex af hverjum tíu fyrir streitu í starfi samanborið við fjóra árið 2010. Aðeins þriðji hver hafði svigrúm til að sinna nemendum með sérþarfir árið 2012 samanborið við fjórða hvern árið 2008. Árið 2012 fann áttundi hver framhaldsskólakennari fyrir vandamálum tengdum fjölda nemenda í námshópum samanborið við sjötta hvern 2008. Enn fremur hafði þriðji hver framhaldsskólakennari svigrúm til að sinna nemendum með sérþarfir árið 2012 samanborið við fjórða hvern árið 2008. Þeim framhaldsskólakennurum sem fundu fyrir vandamálum tengdum fjölda nemenda í námshópum fannst jafnframt kennarastarfið erfiðara andlega en þeim sem ekki finna fyrir slíkum vandamálum, fundu frekar fyrir streitu í starfi og töldu sig hafa minna svigrúm til að sinna nemendum með sérþarfir og nota fjölbreytta kennsluhætti og námsmat. Niðurstöðurnar eru mikið áhyggjuefni og ljóst að framhaldsskólakennarar ná ekki að uppfylla markmið nýrrar aðalnámsskrár og koma til móts við þann fjölbreytta nemendahóp sem sækir framhaldsskóla landsins. Líklegt er að brottfall aukist vegna stærri nemendahópa sem gengur þvert á fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í Sóknaráætluninni 2020 um hærra menntunarstig þjóðarinnar og minna brottfall úr framhaldsskólum landsins. Huga þarf einnig að auknu álagi framhaldsskólakennara en rannsóknir sýna að streita og álag leiða til kulnunar, heilsubrests og flótta úr starfi. Mikilvægt er að stjórnvöld horfist í augu við þennan vanda og geri framhaldsskólunum raunverulega kleift að sinna lögbundnum skyldum sínum með velferð og vellíðan nemenda og starfsmanna að leiðarljósi.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar