Orð skulu standa – eða hvað? 25. október 2012 06:00 Þann 7. desember 2009 undirrituðu Katrín Júlíusdóttir, þá iðnaðarráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, þá fjármálaráðherra, samkomulag við fulltrúa RioTintoAlcan á Íslandi, Norðuráls, Alcoa Fjarðaáls auk Elkem á Íslandi um fyrirframgreiðslu tekjuskatts og greiðslu tímabundins raforkuskatts. Skattgreiðslur þessar hljóðuðu samtals upp á um 8 milljarða króna á þriggja ára tímabili, 2010-2012, umfram aðra þá skatta sem fyrirtækin myndu jafnframt greiða á tímabilinu. Samkomulag þetta var gert í ljósi erfiðrar stöðu ríkissjóðs á þessum tíma, enda lá fyrir að stærsta áskorunin í ríkisfjármálunum yrði á fyrrgreindu tímabili. Í samkomulagi þessu sagði m.a.: „Þetta fyrirkomulag, ásamt sköttum á raforku og kolefnislosun vegna fljótandi eldsneytis, sem lagðir verða á með sérstökum lögum, mun standa í 3 ár frá árinu 2010 að telja. Skattarnir eru tímabundnir og falla niður í árslok 2012." Þrátt fyrir skýr ákvæði þessa samkomulags hafa stjórnvöld þrívegis lagt fram tillögur að skattabreytingum sem ganga þvert á ákvæði samningsins, nú síðast með endurflutningi á tillögu um að fella niður ákvæði um tímabundið gildi raforkuskatts. Slíkar tillögur hafa í öllum tilvikum verið lagðar fram án nokkurs samráðs við aðra samningsaðila. Nýverið var haft eftir nýjum fjármálaráðherra, Katrínu Júlíusdóttur, að stjórnvöld hefðu ákveðið að framlengja raforkuskatt til 2018 í ljósi erfiðra aðstæðna í ríkisfjármálum. Með öðrum orðum henti stjórnvöldum ekki að standa við ofangreint samkomulag og hafi því einhliða ákveðið að framlengja gildistíma skattheimtunnar. Stjórnvöld hafa á sama tíma lagt á það áherslu í ræðu og riti að mikilvægt sé að laða hingað til lands aukna erlenda fjárfestingu. Í nýlegu viðtali við Bloomberg sagði Katrín það vera eitt helsta stefnumál sitt eftir að hún tók við embætti fjármálaráðherra að einfalda skattkerfið til að laða að erlenda fjárfestingu. Til að laða að erlenda fjárfesta þarf vissulega að byggja á hagstæðu skattkerfi og ekki síður á góðri samkeppnisstöðu á viðkomandi mörkuðum. Hins vegar er ekki síður mikilvægt að stöðugleiki ríki í skattkerfi hér á landi sem og stefnu stjórnvalda til lengri tíma litið. Þá þarf vart að taka fram mikilvægi þess að hægt sé að treysta þeim samningum sem ráðherrar undirrita hverju sinni. Það er ekki trúverðug stefna í augum erlendra fjárfesta, né annarra ef því er að skipta, að samningar við stjórnvöld séu aðeins virtir eftir hentugleika hverju sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Þann 7. desember 2009 undirrituðu Katrín Júlíusdóttir, þá iðnaðarráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, þá fjármálaráðherra, samkomulag við fulltrúa RioTintoAlcan á Íslandi, Norðuráls, Alcoa Fjarðaáls auk Elkem á Íslandi um fyrirframgreiðslu tekjuskatts og greiðslu tímabundins raforkuskatts. Skattgreiðslur þessar hljóðuðu samtals upp á um 8 milljarða króna á þriggja ára tímabili, 2010-2012, umfram aðra þá skatta sem fyrirtækin myndu jafnframt greiða á tímabilinu. Samkomulag þetta var gert í ljósi erfiðrar stöðu ríkissjóðs á þessum tíma, enda lá fyrir að stærsta áskorunin í ríkisfjármálunum yrði á fyrrgreindu tímabili. Í samkomulagi þessu sagði m.a.: „Þetta fyrirkomulag, ásamt sköttum á raforku og kolefnislosun vegna fljótandi eldsneytis, sem lagðir verða á með sérstökum lögum, mun standa í 3 ár frá árinu 2010 að telja. Skattarnir eru tímabundnir og falla niður í árslok 2012." Þrátt fyrir skýr ákvæði þessa samkomulags hafa stjórnvöld þrívegis lagt fram tillögur að skattabreytingum sem ganga þvert á ákvæði samningsins, nú síðast með endurflutningi á tillögu um að fella niður ákvæði um tímabundið gildi raforkuskatts. Slíkar tillögur hafa í öllum tilvikum verið lagðar fram án nokkurs samráðs við aðra samningsaðila. Nýverið var haft eftir nýjum fjármálaráðherra, Katrínu Júlíusdóttur, að stjórnvöld hefðu ákveðið að framlengja raforkuskatt til 2018 í ljósi erfiðra aðstæðna í ríkisfjármálum. Með öðrum orðum henti stjórnvöldum ekki að standa við ofangreint samkomulag og hafi því einhliða ákveðið að framlengja gildistíma skattheimtunnar. Stjórnvöld hafa á sama tíma lagt á það áherslu í ræðu og riti að mikilvægt sé að laða hingað til lands aukna erlenda fjárfestingu. Í nýlegu viðtali við Bloomberg sagði Katrín það vera eitt helsta stefnumál sitt eftir að hún tók við embætti fjármálaráðherra að einfalda skattkerfið til að laða að erlenda fjárfestingu. Til að laða að erlenda fjárfesta þarf vissulega að byggja á hagstæðu skattkerfi og ekki síður á góðri samkeppnisstöðu á viðkomandi mörkuðum. Hins vegar er ekki síður mikilvægt að stöðugleiki ríki í skattkerfi hér á landi sem og stefnu stjórnvalda til lengri tíma litið. Þá þarf vart að taka fram mikilvægi þess að hægt sé að treysta þeim samningum sem ráðherrar undirrita hverju sinni. Það er ekki trúverðug stefna í augum erlendra fjárfesta, né annarra ef því er að skipta, að samningar við stjórnvöld séu aðeins virtir eftir hentugleika hverju sinni.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun