Fótbolti

Marca: United bara betra í tveimur leikstöðum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney.
Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney. Mynd/Nordic Photos/Getty
Spænska stórblaðið Marca ber saman leikmenn Real Madrid og Manchester United í dag í tilefni af því að tvö af stærstu fótboltafélögum heimsins mætast í kvöld í fyrri leik sínum í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Marca er blað mjög hliðhollt Real Madrid og gefið út í höfuðborginni og því kemur kannski ekki á óvart að Real Madrid komi mun betur út í samanburðinum á liðunum tveimur.

Marca ber saman hverja stöðu fyrir sig og það eru aðeins Patrick Evra (vinstri bakvörður) og Robon Van Persie (framherji) sem hafa betur af leikmönnum United.

Marca gefur Wayne Rooney reyndar 9 í einkunn en hann tapar samt sínu einvígi því Marca stillir honum upp á móti Cristiano Ronaldo. Robin van Persie fær 8,5 í einkunn og þeir Patrice Evra og Michael Carrick fá báðir 8.

Sergio Ramos, Xabi Alonso, Sami Khedira, Ángel di María og Mesut Özil hafa líka allir betur í sínum einvígum.

Það er síðan jafntefli í þremur stöðum: Hjá markvörðunum (og David De Gea), hægri bakvörðunum (og Rafel) og hjá öðrum miðverðunum (Pepe og Rio Ferdinand)



Einvígin í leik Real Madrid og Manchester United í kvöld:

Dómur blaðamanna Marca

Diego López-David de Gea = Jafntefli

Álvaro Arbeloa-Rafael = Jafntefli

Sergio Ramos-Nemanja Vidić

Pepe-Rio Ferdinand = Jafntefli

Fábio Coentrão-Patrice Evra = Manchester United

Sami Khedira-Phil Jones = Real Madrid

Xabi Alonso-Michael Carrick = Real Madrid

Mesut Özil-Tom Cleverley = Real Madrid

Ángel di María-Antonio Valencia = Real Madrid

Cristiano Ronaldo-Wayne Rooney = Real Madrid

Karim Benzema-Robin van Persie = Manchester United




Fleiri fréttir

Sjá meira


×