Fótbolti

Messi: Ég vil enda ferilinn hjá Barcelona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi stimplaði sig inn með tveimur mörkum í fyrsta leik.
Lionel Messi stimplaði sig inn með tveimur mörkum í fyrsta leik. Mynd/NordicPhotos/Getty
Argentínumaðurinn Lionel Messi er byrjaður að spila á ný með Barcelona eftir tveggja mánaða fjarveru vegna meiðsla en hann kom inná sem varamaður og skoraði tvö mörk í 4-0 sigri á Getafe í gærkvöldi.

Samningamál Messi og Barcelona voru í sviðsljósinu fyrir áramót en fjölmiðlar voru þá með fréttir af ósætti Messi og íþróttastjórans Javier Faus um nýjan samning. Núverandi samningur Messi var framlengdur í febrúar í fyrra og rennur nú út í júní 2018. Messi er ekki í vafa hvar hann vill spila.

„Ég vil enda ferilinn hjá Barcelona. Ef fólkið vill mig þá vil ég spila allan minn feril með Barcelona," sagði Lionel Messi í viðtali við sjónvarpsstöð Barcelona, El Marcador.

Lionel Messi er nú 26 ára gamall en hann er á sínu tíunda tímabili með aðalliði Börsunga og er þegar orðinn markahæsti leikmaður félagsins bæði í spænsku deildinni (223), Meistaradeildinni (65) og í öllum keppnum (329).

„Síðustu tveir mánuðir hafa vissulega verið erfiðir. Ég er hinsvegar úthvíldur andlega, ánægður og staðráðinn að afreka eitthvað með Barca á þessu tímabili," sagði Messi. Hann hefur verið að glíma við endurteknar tognanir aftan í læri en fór í sér mánaðarmeðferð í Argentínu fyrir áramót.  

„Ég ætla að reyna að bæta við liðið og hjálpa félaginu að ná sínum markmiðum. Það eru erfiðir mánuðir framundan en við ætlum að berjast á öllum vígstöðum eins og við gerum alltaf," sagði Messi.

Mynd/NordicPhotos/Getty
Mynd/NordicPhotos/Getty
Mynd/NordicPhotos/Getty
Mynd/NordicPhotos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×