Umhverfislöggjöf gæti dregið úr hagvexti um tólf prósentustig Jóhannes Stefánsson skrifar 17. janúar 2014 22:40 Sameinuðu þjóðirnar segja það geta falið í sér gríðarmikinn kostnað að halda hnattrænni hlýnun Vilhelm Kostnaður við það að halda rísandi hitastigi jarðar í skefjum gæti náð fjórum prósentum af samanlagðri vergri landsframleiðslu allra landa heims árið 2030. Þetta kemur fram í drögum að skýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna sem er ætlað að þrýsta á þjóðir heims að koma sér saman um sáttmála gegn hnattrænni hlýnun. Í skýrslunni er velt upp hvað þurfi til svo halda megi hnattrænni hlýnun innan tveggja gráða á celsíus. Til þess að það megi nást þurfi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40-70% auk þess sem hlutur endurnýjanlegra orkugjafa, kjarnorku og kolefnisföngunar þyrfti að þrefaldast fyrir árið 2050. „Skýrslan sýnir að tvær gráður eru tæknilega framkvæmanlegar og ætti það að vera helsta markmiðið," segir Bob Ward við Grantham rannsóknarstofnunina við London School of Economics. Í drögunum kemur fram að „líklega" muni markmiðið um að halda hækkun hitastigs innan tveggja gráða krefjast þess að hlutfalli gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu verði haldið innan við 480 ppm. Hlutfallið er 400 ppm í dag. Það muni hinsvegar á sama tíma leiða til samdráttar í vergri landsframleiðslu á bilinu 1-4% árið 2030, 2-6% árið 2050 og allt að 12% árið 2100. Í drögunum kemur einnig fram að kostnaðurinn við að berjast gegn hnattrænni hlýnun gæti verið hærri en kostnaðurinn við að takast á við áhrif þess að gera það ekki.Segir hagtölurnar ekki sýna heildarmyndina Ward segir þessar mælingar einar og sér þó ekki fullnægjandi. „Þú gætir sagt frá seinni heimsstyrjöldinni bara með hagtölum, en það myndi þó ekki segja þér frá öllum þeim milljónum sem létust," segir Ward. „Tap lífsviðurværis vegna hnattrænnar hlýnunar kemur ekki fram þegar verg landsframleiðsla er mæld," bætir hann við.Bloomberg greinir frá. Loftslagsmál Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Kostnaður við það að halda rísandi hitastigi jarðar í skefjum gæti náð fjórum prósentum af samanlagðri vergri landsframleiðslu allra landa heims árið 2030. Þetta kemur fram í drögum að skýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna sem er ætlað að þrýsta á þjóðir heims að koma sér saman um sáttmála gegn hnattrænni hlýnun. Í skýrslunni er velt upp hvað þurfi til svo halda megi hnattrænni hlýnun innan tveggja gráða á celsíus. Til þess að það megi nást þurfi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40-70% auk þess sem hlutur endurnýjanlegra orkugjafa, kjarnorku og kolefnisföngunar þyrfti að þrefaldast fyrir árið 2050. „Skýrslan sýnir að tvær gráður eru tæknilega framkvæmanlegar og ætti það að vera helsta markmiðið," segir Bob Ward við Grantham rannsóknarstofnunina við London School of Economics. Í drögunum kemur fram að „líklega" muni markmiðið um að halda hækkun hitastigs innan tveggja gráða krefjast þess að hlutfalli gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu verði haldið innan við 480 ppm. Hlutfallið er 400 ppm í dag. Það muni hinsvegar á sama tíma leiða til samdráttar í vergri landsframleiðslu á bilinu 1-4% árið 2030, 2-6% árið 2050 og allt að 12% árið 2100. Í drögunum kemur einnig fram að kostnaðurinn við að berjast gegn hnattrænni hlýnun gæti verið hærri en kostnaðurinn við að takast á við áhrif þess að gera það ekki.Segir hagtölurnar ekki sýna heildarmyndina Ward segir þessar mælingar einar og sér þó ekki fullnægjandi. „Þú gætir sagt frá seinni heimsstyrjöldinni bara með hagtölum, en það myndi þó ekki segja þér frá öllum þeim milljónum sem létust," segir Ward. „Tap lífsviðurværis vegna hnattrænnar hlýnunar kemur ekki fram þegar verg landsframleiðsla er mæld," bætir hann við.Bloomberg greinir frá.
Loftslagsmál Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira