Tollar, vörugjöld, neytendur og samkeppni Almar Guðmundsson skrifar 16. apríl 2014 16:43 Félag atvinnurekenda hefur látið til sín taka svo árum og áratugum skiptir í umræðu um afnám tolla og vörugjalda. Það hefur miðað fremur hægt en sem betur fer er umræðan um þessi mikilvægu mál að aukast. (Fyrir þá sem nenna ekki að lesa lengra bendi ég á umfjöllun um vörugjöld og tolla af páskaeggjum, sætum kartöflum, sjónvörpum og tölvuskjám neðst í greininni!) Jón Þór Helgason skrifaði grein hér á Vísi í gær þar sem hann gerir því skóna að við hjá FA höfum einkennilega hagsmuni í þessum málaflokki: „Félag atvinnurekenda hefur að undanförnu lagt áherslu á að lækka tolla, en einungis á landbúnaðarvörum, ekki á innfluttum vörum. Auðvitað er ekki hægt að ætlast til af þeim að berjast fyrir bættum hag neytenda enda er það ekki þeirra hagsmunahópur.“ Þarna er leiðinlegur misskilningur á ferðinni. Það er einfaldlega mjög skýr afstaða Félags atvinnurekenda að afnám tolla og vörugjalda á öllum sviðum sé mikilvægt mál sem myndi skila miklum þjóðhagslegum ábata, aukinni samkeppni og bættum hag neytenda. Vissulega höfum beint sjónum okkar að landbúnaðarafurðum undanfarið og munum gera áfram, en við viljum líka sjá afnám vörugjalda. Jóni Þór og öðrum bendi ég á umsögn FA um frumvarp til laga um vörugjöld sem samþykkt var í desember 2012. Hana má nálgast hér. Þar kemur viðhorf okkar til vörugjaldakerfisins í heild sinni mjög skýrt fram. Þá bendi ég einnig á ársskýrslu félagsins þar sem m.a. er rætt um Falda aflið, átak FA í þágu minni og meðalstórra fyrirtækja. Eitt af baráttumálunum þar (Falda aflið #5) er „afnám vörugjalda og einföldun neysluskatta“. Ég vil sérstaklega fagna því að fjármálaráðherra vinnur nú að afnámi vörugjalda og einföldun neysluskatta. Þar á að hverfa frá neyslustýringu. Einnig eru það jákvæð tíðindi að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur sagt að hann vinni að samningum við ESB á sviði tolla á landbúnaðarafurðum. Það er mikilvægt að stjórnvöld setji samkeppni og neytendur ofarlega á blað þegar slíkar breytingar eru ræddar. Það mikilvægasta af öllu er að tollaumhverfi, vörugöld og skattar sé einfaldað. Við öll, borgarar landsins, eigum rétt á að skilja þau kerfi sem eru við lýði. Vörugjalda- og tollakerfin eru fáránlega flókin og því miður til þess fallin að skapa tortryggni gagnvart því að verið sé að umbuna innlendri framleiðslu á óeðlilegan hátt. Það er hagur allra að kerfin séu einfölduð og engir tollar og engin vörugjöld verði að meginreglu. Að sjálfsögðu þarf líka að ræða hvort og þá hversu víðtækar og á hvaða sviðum undanþágur eru gerðar frá meginreglunni. Undanþágurnar þurfa að sjálfsögðu að byggjast á málefnalegum sjónarmiðum. Að lokum er mér bæði ljúft og skylt að óska lesendum gleðilegra páska. Ég vona að þið njótið vel en að þið gangið hægt um gleðinnar dyr. Gott er að hafa í huga að 210 krónur greiðast á kílóið af páskaeggjum í vörugjald („sykurskattur“). Ef páskaeggin eru innflutt leggst 49 króna tollur á til viðbótar á hvert kíló. Ef þið borðið sætar kartöflur með matnum þá greiðist af þeim 30% tollur, en ekki eru skilyrði til að rækta þær hér á landi. Og fyrir ykkur sem ætlið að horfa á sjónvarpið minni ég á að sjónvarpstækið ber 25% vörugjald en tölvuskjárinn og tölvan 0%.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda hefur látið til sín taka svo árum og áratugum skiptir í umræðu um afnám tolla og vörugjalda. Það hefur miðað fremur hægt en sem betur fer er umræðan um þessi mikilvægu mál að aukast. (Fyrir þá sem nenna ekki að lesa lengra bendi ég á umfjöllun um vörugjöld og tolla af páskaeggjum, sætum kartöflum, sjónvörpum og tölvuskjám neðst í greininni!) Jón Þór Helgason skrifaði grein hér á Vísi í gær þar sem hann gerir því skóna að við hjá FA höfum einkennilega hagsmuni í þessum málaflokki: „Félag atvinnurekenda hefur að undanförnu lagt áherslu á að lækka tolla, en einungis á landbúnaðarvörum, ekki á innfluttum vörum. Auðvitað er ekki hægt að ætlast til af þeim að berjast fyrir bættum hag neytenda enda er það ekki þeirra hagsmunahópur.“ Þarna er leiðinlegur misskilningur á ferðinni. Það er einfaldlega mjög skýr afstaða Félags atvinnurekenda að afnám tolla og vörugjalda á öllum sviðum sé mikilvægt mál sem myndi skila miklum þjóðhagslegum ábata, aukinni samkeppni og bættum hag neytenda. Vissulega höfum beint sjónum okkar að landbúnaðarafurðum undanfarið og munum gera áfram, en við viljum líka sjá afnám vörugjalda. Jóni Þór og öðrum bendi ég á umsögn FA um frumvarp til laga um vörugjöld sem samþykkt var í desember 2012. Hana má nálgast hér. Þar kemur viðhorf okkar til vörugjaldakerfisins í heild sinni mjög skýrt fram. Þá bendi ég einnig á ársskýrslu félagsins þar sem m.a. er rætt um Falda aflið, átak FA í þágu minni og meðalstórra fyrirtækja. Eitt af baráttumálunum þar (Falda aflið #5) er „afnám vörugjalda og einföldun neysluskatta“. Ég vil sérstaklega fagna því að fjármálaráðherra vinnur nú að afnámi vörugjalda og einföldun neysluskatta. Þar á að hverfa frá neyslustýringu. Einnig eru það jákvæð tíðindi að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur sagt að hann vinni að samningum við ESB á sviði tolla á landbúnaðarafurðum. Það er mikilvægt að stjórnvöld setji samkeppni og neytendur ofarlega á blað þegar slíkar breytingar eru ræddar. Það mikilvægasta af öllu er að tollaumhverfi, vörugöld og skattar sé einfaldað. Við öll, borgarar landsins, eigum rétt á að skilja þau kerfi sem eru við lýði. Vörugjalda- og tollakerfin eru fáránlega flókin og því miður til þess fallin að skapa tortryggni gagnvart því að verið sé að umbuna innlendri framleiðslu á óeðlilegan hátt. Það er hagur allra að kerfin séu einfölduð og engir tollar og engin vörugjöld verði að meginreglu. Að sjálfsögðu þarf líka að ræða hvort og þá hversu víðtækar og á hvaða sviðum undanþágur eru gerðar frá meginreglunni. Undanþágurnar þurfa að sjálfsögðu að byggjast á málefnalegum sjónarmiðum. Að lokum er mér bæði ljúft og skylt að óska lesendum gleðilegra páska. Ég vona að þið njótið vel en að þið gangið hægt um gleðinnar dyr. Gott er að hafa í huga að 210 krónur greiðast á kílóið af páskaeggjum í vörugjald („sykurskattur“). Ef páskaeggin eru innflutt leggst 49 króna tollur á til viðbótar á hvert kíló. Ef þið borðið sætar kartöflur með matnum þá greiðist af þeim 30% tollur, en ekki eru skilyrði til að rækta þær hér á landi. Og fyrir ykkur sem ætlið að horfa á sjónvarpið minni ég á að sjónvarpstækið ber 25% vörugjald en tölvuskjárinn og tölvan 0%.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun