Tollar, vörugjöld, neytendur og samkeppni Almar Guðmundsson skrifar 16. apríl 2014 16:43 Félag atvinnurekenda hefur látið til sín taka svo árum og áratugum skiptir í umræðu um afnám tolla og vörugjalda. Það hefur miðað fremur hægt en sem betur fer er umræðan um þessi mikilvægu mál að aukast. (Fyrir þá sem nenna ekki að lesa lengra bendi ég á umfjöllun um vörugjöld og tolla af páskaeggjum, sætum kartöflum, sjónvörpum og tölvuskjám neðst í greininni!) Jón Þór Helgason skrifaði grein hér á Vísi í gær þar sem hann gerir því skóna að við hjá FA höfum einkennilega hagsmuni í þessum málaflokki: „Félag atvinnurekenda hefur að undanförnu lagt áherslu á að lækka tolla, en einungis á landbúnaðarvörum, ekki á innfluttum vörum. Auðvitað er ekki hægt að ætlast til af þeim að berjast fyrir bættum hag neytenda enda er það ekki þeirra hagsmunahópur.“ Þarna er leiðinlegur misskilningur á ferðinni. Það er einfaldlega mjög skýr afstaða Félags atvinnurekenda að afnám tolla og vörugjalda á öllum sviðum sé mikilvægt mál sem myndi skila miklum þjóðhagslegum ábata, aukinni samkeppni og bættum hag neytenda. Vissulega höfum beint sjónum okkar að landbúnaðarafurðum undanfarið og munum gera áfram, en við viljum líka sjá afnám vörugjalda. Jóni Þór og öðrum bendi ég á umsögn FA um frumvarp til laga um vörugjöld sem samþykkt var í desember 2012. Hana má nálgast hér. Þar kemur viðhorf okkar til vörugjaldakerfisins í heild sinni mjög skýrt fram. Þá bendi ég einnig á ársskýrslu félagsins þar sem m.a. er rætt um Falda aflið, átak FA í þágu minni og meðalstórra fyrirtækja. Eitt af baráttumálunum þar (Falda aflið #5) er „afnám vörugjalda og einföldun neysluskatta“. Ég vil sérstaklega fagna því að fjármálaráðherra vinnur nú að afnámi vörugjalda og einföldun neysluskatta. Þar á að hverfa frá neyslustýringu. Einnig eru það jákvæð tíðindi að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur sagt að hann vinni að samningum við ESB á sviði tolla á landbúnaðarafurðum. Það er mikilvægt að stjórnvöld setji samkeppni og neytendur ofarlega á blað þegar slíkar breytingar eru ræddar. Það mikilvægasta af öllu er að tollaumhverfi, vörugöld og skattar sé einfaldað. Við öll, borgarar landsins, eigum rétt á að skilja þau kerfi sem eru við lýði. Vörugjalda- og tollakerfin eru fáránlega flókin og því miður til þess fallin að skapa tortryggni gagnvart því að verið sé að umbuna innlendri framleiðslu á óeðlilegan hátt. Það er hagur allra að kerfin séu einfölduð og engir tollar og engin vörugjöld verði að meginreglu. Að sjálfsögðu þarf líka að ræða hvort og þá hversu víðtækar og á hvaða sviðum undanþágur eru gerðar frá meginreglunni. Undanþágurnar þurfa að sjálfsögðu að byggjast á málefnalegum sjónarmiðum. Að lokum er mér bæði ljúft og skylt að óska lesendum gleðilegra páska. Ég vona að þið njótið vel en að þið gangið hægt um gleðinnar dyr. Gott er að hafa í huga að 210 krónur greiðast á kílóið af páskaeggjum í vörugjald („sykurskattur“). Ef páskaeggin eru innflutt leggst 49 króna tollur á til viðbótar á hvert kíló. Ef þið borðið sætar kartöflur með matnum þá greiðist af þeim 30% tollur, en ekki eru skilyrði til að rækta þær hér á landi. Og fyrir ykkur sem ætlið að horfa á sjónvarpið minni ég á að sjónvarpstækið ber 25% vörugjald en tölvuskjárinn og tölvan 0%.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda hefur látið til sín taka svo árum og áratugum skiptir í umræðu um afnám tolla og vörugjalda. Það hefur miðað fremur hægt en sem betur fer er umræðan um þessi mikilvægu mál að aukast. (Fyrir þá sem nenna ekki að lesa lengra bendi ég á umfjöllun um vörugjöld og tolla af páskaeggjum, sætum kartöflum, sjónvörpum og tölvuskjám neðst í greininni!) Jón Þór Helgason skrifaði grein hér á Vísi í gær þar sem hann gerir því skóna að við hjá FA höfum einkennilega hagsmuni í þessum málaflokki: „Félag atvinnurekenda hefur að undanförnu lagt áherslu á að lækka tolla, en einungis á landbúnaðarvörum, ekki á innfluttum vörum. Auðvitað er ekki hægt að ætlast til af þeim að berjast fyrir bættum hag neytenda enda er það ekki þeirra hagsmunahópur.“ Þarna er leiðinlegur misskilningur á ferðinni. Það er einfaldlega mjög skýr afstaða Félags atvinnurekenda að afnám tolla og vörugjalda á öllum sviðum sé mikilvægt mál sem myndi skila miklum þjóðhagslegum ábata, aukinni samkeppni og bættum hag neytenda. Vissulega höfum beint sjónum okkar að landbúnaðarafurðum undanfarið og munum gera áfram, en við viljum líka sjá afnám vörugjalda. Jóni Þór og öðrum bendi ég á umsögn FA um frumvarp til laga um vörugjöld sem samþykkt var í desember 2012. Hana má nálgast hér. Þar kemur viðhorf okkar til vörugjaldakerfisins í heild sinni mjög skýrt fram. Þá bendi ég einnig á ársskýrslu félagsins þar sem m.a. er rætt um Falda aflið, átak FA í þágu minni og meðalstórra fyrirtækja. Eitt af baráttumálunum þar (Falda aflið #5) er „afnám vörugjalda og einföldun neysluskatta“. Ég vil sérstaklega fagna því að fjármálaráðherra vinnur nú að afnámi vörugjalda og einföldun neysluskatta. Þar á að hverfa frá neyslustýringu. Einnig eru það jákvæð tíðindi að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur sagt að hann vinni að samningum við ESB á sviði tolla á landbúnaðarafurðum. Það er mikilvægt að stjórnvöld setji samkeppni og neytendur ofarlega á blað þegar slíkar breytingar eru ræddar. Það mikilvægasta af öllu er að tollaumhverfi, vörugöld og skattar sé einfaldað. Við öll, borgarar landsins, eigum rétt á að skilja þau kerfi sem eru við lýði. Vörugjalda- og tollakerfin eru fáránlega flókin og því miður til þess fallin að skapa tortryggni gagnvart því að verið sé að umbuna innlendri framleiðslu á óeðlilegan hátt. Það er hagur allra að kerfin séu einfölduð og engir tollar og engin vörugjöld verði að meginreglu. Að sjálfsögðu þarf líka að ræða hvort og þá hversu víðtækar og á hvaða sviðum undanþágur eru gerðar frá meginreglunni. Undanþágurnar þurfa að sjálfsögðu að byggjast á málefnalegum sjónarmiðum. Að lokum er mér bæði ljúft og skylt að óska lesendum gleðilegra páska. Ég vona að þið njótið vel en að þið gangið hægt um gleðinnar dyr. Gott er að hafa í huga að 210 krónur greiðast á kílóið af páskaeggjum í vörugjald („sykurskattur“). Ef páskaeggin eru innflutt leggst 49 króna tollur á til viðbótar á hvert kíló. Ef þið borðið sætar kartöflur með matnum þá greiðist af þeim 30% tollur, en ekki eru skilyrði til að rækta þær hér á landi. Og fyrir ykkur sem ætlið að horfa á sjónvarpið minni ég á að sjónvarpstækið ber 25% vörugjald en tölvuskjárinn og tölvan 0%.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun