Fótbolti

Real Madrid komst auðveldlega í úrslitaleikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sergio Ramos skoraði fyrsta mark Real Madrid í kvöld.
Sergio Ramos skoraði fyrsta mark Real Madrid í kvöld. Vísir/Getty
Evrópumeistaralið Real Madrid er komið í úrslitaleikinn í Heimsmeistarakeppni félagsliða eftir 4-0 sigur á liði Cruz Azul frá Mexíkó í kvöld í undanúrslitaleik liðanna en úrslitakeppnin fer fram í Marokkó.

Fjórir leikmenn Real Madrid komust á blað í kvöld en þeir Sergio Ramos og Karim Benzema skoruðu í fyrri hálfleiknum en þeir Gareth Bale og Isco í þeim síðari. Cristiano Ronaldo komst ekki á blað í kvöld en lagði upp tvö mörk fyrir félaga sína.

Iker Casillas, markvörður og fyrirliði liðsins, varði vítaspyrnu á 40. mínútu leiksins en Real Madrid var þá komið í 2-0. Þetta var annar leikurinn í röð sem Casillas ver víti.

Real Madrid mætir annaðhvort Auckland City frá Ástralíu eða San Lorenzo frá Argentínu í úrslitaleiknum en seinni undanúrslitaleikurinn fer ekki fram fyrr en á morgun. Úrslitaleikur keppninnar fer fram á laugardaginn.

Real Madrid hefur aldrei tekist að vinna Heimsmeistarakeppni félagsliða í núverandi mynd en vann Club Olimpia frá Paragvæ í árlegum leik Evrópumeistara og Suður-Ameríkumeistara árið 2002.

1-0 Sergio Ramos.
2-0 Karim Benzema.Vísir/Getty
3-0 Gareth Bale.Vísir/Getty

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×