Börn lántaka ekki elt heldur börn ábyrgðarmanna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 5. mars 2015 11:24 Árni Páll Árnason segir LÍN ganga harðar fram gagnvart þriðja manns ábyrgðum en bankar. Illugi segir að stefnan sé sú sem síðasta ríkisstjórn markaði. Vísir/Daníel/EÓL/GVA Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir það andstætt markmiðum laga sem sett voru um ábyrgðarmenn þegar Lánasjóður íslenskra námsmanna gengur á eftir erfingjum ábyrgðarmanna á lánum frá sjóðnum. Tilefni fyrirspurnarinnar er frétt Vísis frá því í gær þar sem greint var frá því að sjóðurinn væri nú að senda átta þúsund manns bréf til að upplýsa það um að það hafi erft ábyrgðir á námslánum.Ganga ekki á eftir börnum lántaka „Það er sem sagt ný aðferðafræði lánasjóðsins að krefja erfingja ábyrgðarmanna á greiðslu námslána sem ekki innheimtast. Þetta hefur ekki verið gert áður. Þetta er ný stefna hjá sjóðnum,“ sagði Árni Páll í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi og beindi orðum sínum til Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra.Sjá einnig: LÍN upplýsir átta þúsund manns um að þeir séu í ábyrgðum fyrir lánum „Þessi nýja stefna lánasjóðsins hefur þau stórfurðulegu áhrif að ef að lántakandi sjálfur deyr eru börn hans, sem hafa notið menntunar hans í uppeldi og framfærslu, laus allra mála en börn og barnabörn og barnabarnabörn ábyrgðarmanna úti í bæ eru hundelt út fyrir gröf og dauða,“ sagði Árni Páll.Ekki ný stefna Ráðherrann var ekki sammála því að um nýja stefnu hefði verið að ræða og sagði þá fullyrðingu Árna Páls umdeilanlega. „Frá því árið 2012 hefur verið gengið eftir þessum ábyrgðum,“ sagði Illugi og bætti við: „Það er rangt sem hér hefur verið sagt að um stefnubreytingu sé að ræða.“ Illugi benti einnig á að ekki hafi verið að innheimta lán hjá ábyrgðarmönnunum. „Þetta voru upplýsingabréf, ekki innheimtubréf. Það var verið að upplýsa fólk um þær ábyrgðir sem þar láu undir,“ sagði ráðherrann.Sjá einnig: Ábyrgur fyrir láni í 13 ár án þess að vita af því Samkvæmt upplýsingum frá Lín er nú verið að senda bréf vegna 5.400 lána en um átta þúsund einstaklingar eru í ábyrgðum fyrir þessi lán. Í mörgum er fólk ekki upplýst um að það sé ábyrgt fyrir lánum. Lán þar sem ábyrgðarmenn hafa erft skuldbindingar sínar nema átján milljörðum króna en heildarútlán sjóðsins er 240 milljarðar króna.Vill yfirlýsingu frá ráðherra „Að það skuli vera menntamálaráðherra landsins og það skuli vera ríkisstjórnin sem að núna gangi á undan og láti opinberar stofnanir ganga framar og harðar fram en bankar voga sér að gera gagnvart þriðja manns ábyrgðum er hrikalegt að heyra,“ sagði Árni Páll eftir að Illugi hafði svarað fyrirspurninni. Árni sagði að Illugi væri maður af meiru ef hann kæmi fram með yfirlýsingu um að hann vildi virða lög um ábyrgðarmenn frá árinu 2009. „Þetta er það fyrirkomulag sem varð til í tíð síðustu ríkisstjórn sem hann sat í,“ svaraði þá Illugi. „Það voru send út upplýsingabréf í þessari viku en sú aðferðafræði sem að háttvirtur þingmaður er hér að tala um er á ábyrgð síðustu ríkisstjórnar.“ Alþingi Tengdar fréttir LÍN upplýsir átta þúsund manns um að þeir séu í ábyrgðum fyrir lánum Fjöldi bréfa til fólks sem erft hefur ábyrgðir á námslánum eru farin eða eru á leið í póst. 4. mars 2015 16:16 Ábyrgur fyrir láni í 13 ár án þess að vita af því Leikarinn Bjartmar Þórðarson fékk bréf frá LÍN um að hann væri ábyrgur fyrir láni, sem móðir hans var áður ábyrg fyrir. Hún lést fyrir þrettán árum. 3. mars 2015 17:20 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir það andstætt markmiðum laga sem sett voru um ábyrgðarmenn þegar Lánasjóður íslenskra námsmanna gengur á eftir erfingjum ábyrgðarmanna á lánum frá sjóðnum. Tilefni fyrirspurnarinnar er frétt Vísis frá því í gær þar sem greint var frá því að sjóðurinn væri nú að senda átta þúsund manns bréf til að upplýsa það um að það hafi erft ábyrgðir á námslánum.Ganga ekki á eftir börnum lántaka „Það er sem sagt ný aðferðafræði lánasjóðsins að krefja erfingja ábyrgðarmanna á greiðslu námslána sem ekki innheimtast. Þetta hefur ekki verið gert áður. Þetta er ný stefna hjá sjóðnum,“ sagði Árni Páll í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi og beindi orðum sínum til Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra.Sjá einnig: LÍN upplýsir átta þúsund manns um að þeir séu í ábyrgðum fyrir lánum „Þessi nýja stefna lánasjóðsins hefur þau stórfurðulegu áhrif að ef að lántakandi sjálfur deyr eru börn hans, sem hafa notið menntunar hans í uppeldi og framfærslu, laus allra mála en börn og barnabörn og barnabarnabörn ábyrgðarmanna úti í bæ eru hundelt út fyrir gröf og dauða,“ sagði Árni Páll.Ekki ný stefna Ráðherrann var ekki sammála því að um nýja stefnu hefði verið að ræða og sagði þá fullyrðingu Árna Páls umdeilanlega. „Frá því árið 2012 hefur verið gengið eftir þessum ábyrgðum,“ sagði Illugi og bætti við: „Það er rangt sem hér hefur verið sagt að um stefnubreytingu sé að ræða.“ Illugi benti einnig á að ekki hafi verið að innheimta lán hjá ábyrgðarmönnunum. „Þetta voru upplýsingabréf, ekki innheimtubréf. Það var verið að upplýsa fólk um þær ábyrgðir sem þar láu undir,“ sagði ráðherrann.Sjá einnig: Ábyrgur fyrir láni í 13 ár án þess að vita af því Samkvæmt upplýsingum frá Lín er nú verið að senda bréf vegna 5.400 lána en um átta þúsund einstaklingar eru í ábyrgðum fyrir þessi lán. Í mörgum er fólk ekki upplýst um að það sé ábyrgt fyrir lánum. Lán þar sem ábyrgðarmenn hafa erft skuldbindingar sínar nema átján milljörðum króna en heildarútlán sjóðsins er 240 milljarðar króna.Vill yfirlýsingu frá ráðherra „Að það skuli vera menntamálaráðherra landsins og það skuli vera ríkisstjórnin sem að núna gangi á undan og láti opinberar stofnanir ganga framar og harðar fram en bankar voga sér að gera gagnvart þriðja manns ábyrgðum er hrikalegt að heyra,“ sagði Árni Páll eftir að Illugi hafði svarað fyrirspurninni. Árni sagði að Illugi væri maður af meiru ef hann kæmi fram með yfirlýsingu um að hann vildi virða lög um ábyrgðarmenn frá árinu 2009. „Þetta er það fyrirkomulag sem varð til í tíð síðustu ríkisstjórn sem hann sat í,“ svaraði þá Illugi. „Það voru send út upplýsingabréf í þessari viku en sú aðferðafræði sem að háttvirtur þingmaður er hér að tala um er á ábyrgð síðustu ríkisstjórnar.“
Alþingi Tengdar fréttir LÍN upplýsir átta þúsund manns um að þeir séu í ábyrgðum fyrir lánum Fjöldi bréfa til fólks sem erft hefur ábyrgðir á námslánum eru farin eða eru á leið í póst. 4. mars 2015 16:16 Ábyrgur fyrir láni í 13 ár án þess að vita af því Leikarinn Bjartmar Þórðarson fékk bréf frá LÍN um að hann væri ábyrgur fyrir láni, sem móðir hans var áður ábyrg fyrir. Hún lést fyrir þrettán árum. 3. mars 2015 17:20 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Sjá meira
LÍN upplýsir átta þúsund manns um að þeir séu í ábyrgðum fyrir lánum Fjöldi bréfa til fólks sem erft hefur ábyrgðir á námslánum eru farin eða eru á leið í póst. 4. mars 2015 16:16
Ábyrgur fyrir láni í 13 ár án þess að vita af því Leikarinn Bjartmar Þórðarson fékk bréf frá LÍN um að hann væri ábyrgur fyrir láni, sem móðir hans var áður ábyrg fyrir. Hún lést fyrir þrettán árum. 3. mars 2015 17:20