Hagstæðasta kostinum í vegamálum sleppt Jónas Guðmundsson skrifar 22. maí 2015 19:31 Nýlega var gerð opinber skýrsla starfshóps sem innanríkisráðherra skipaði til þess að kanna möguleika á einkaframkvæmd í vegagerð hér á landi. Var hópnum ætlað að fjalla um þær framkvæmdir í vegakerfinu sem telja mætti fýsilegt að setja í einkaframkvæmd og þannig mögulega flýta þeim. Í stuttu máli var niðurstaða hópsins sú að ekki væri rétt eða álitlegt að skoða aðra framkvæmd en Sundabraut. Sú vegaframkvæmd sem telja má langhagkvæmast að einkaaðilar fjármagni og eftir atvikum reki, þ.e. svonefnd Húnavallaleið (Svínavatnsleið), fékk hins vegar sáralitla efnislega umfjöllun í skýrslunni. Sagði um hana: „Um er að ræða svokallaða Húnavallaleið. Stytting leiðar norður í land (svo) yrði um 14 km og þó umferð sé ekki mikil bendir frummat starfshópsins til að framkvæmdin standi að mestu undir sér án ríkisframlaga, þ.e. að greiðsla veggjalda geti dugað til að framkvæma verkið. Ekki er samkomulag við sveitarfélagið um leiðina og kom þetta verkefni ekki til frekari skoðunar hjá starfshópnum. Vegagerðin áætlar stofnkostnað um 2.150 m.kr.“Það er miður og raunar einkennilegt og hlýtur að kalla á sérstakar skýringar að ekki sé fjallað frekar um þessa leið með þeim rökum einum að ekki sé samkomulag við „sveitarfélagið“ um leiðina. Nýr vegur, sem yrði um 16 km, lægi um tvö sveitarfélög, 15 km í Húnavatnshreppi og 1 km í Blönduósbæ. Hvort sem samkomulag liggur fyrir á ákveðnum tímapunkti um ákveðna framkvæmd í vegagerð eða ekki hlýtur fagleg umfjöllun um mögulega einkaframkvæmd við gerð vegar þá tilteknu leið eins og aðrar leiðir að gagnast í ýmsu tilliti. M.a. við ákvörðun um forgangsröðun í vegakerfinu, t.d. við undirbúning næstu 12 ára samgönguáætlunar, eftir atvikum að höfðu samráði við hlutaðeigandi sveitarfélög. Það er þó bót í máli að þegar liggja fyrir a.m.k. þrjár úttektir, sem allar eru samhljóða, um að Húnavallaleið sé afar arðsöm leið, hvernig sem á er litið, samfélagslega, umhverfislega, með tilliti til byggðasjónarmiða í víðu samhengi og aukins umferðaröryggis. Jafnframt ætti framkvæmdin að geta farið langt með að bera sig að fullu fjárhagslega með gjöldum af vegfarendum. Gerð Húnavallaleiðar mundi án efa draga eitthvað úr umferð um Blönduós og e.t.v. leiða til minnkaðra umsvifa þar sem því næmi. Þarf þá að greina möguleg samfélagáhrif hugsanlegs nýs vegar sem best og huga að mögulegum mótvægisaðgerðum. Ber að hafa í huga að aukin umsvif ættu að geta skapast við hinn nýja veg, sem ekki liggur ýkja langt frá Blönduósi, auk þess sem minnkuð umferð um Blönduós gæti á sína vísu einnig haft ýmis jákvæð áhrif. Gæti málamiðlun einmitt falið í sér að leggja hinn nýja veg í einkaframkvæmd með veggjöldum. Hefðu vegfarendur þá val um hvort þeir greiddu t.d. 800 kr. fyrir að komast styttri leið eða færu lengri leið sér að kostnaðarlausu. Hefði umfjöllun starfshópsins einmitt getað nýst vel við þessa skoðun. Ekki verður við annað unað en gert verði ráð fyrir vegi þessa leið í þeirri 12 ára samgöngu-áætlun fyrir árin 2015 til 2026 sem nú er í vinnslu. Miklir hagsmunir eru í húfi af styttri leið fyrir samfélagið og umferðina. Þótt sveitarfélögum beri lögum samkvæmt að annast gerð aðalskipulags og vegir verði ekki lagðir nema gert sé ráð fyrir þeim þar eru einstök sveitarfélög ekki einráð um efni aðalskipulagsins. Ef Alþingi samþykkir að gera ráð fyrir vegi einhverja tiltekna leið í samgönguáætlun, ber hlutaðeigandi sveitarfélagi að taka hann inn í aðalskipulag við næstu endurskoðun þess. Þótt hér sé eingöngu fjallað um Húnavallaleið á allt hið sama við um mögulega styttingu í Skagafirði, sem í skýrslunni er nefnd „Skagafjarðarleið“ en einnig hefur verið nefnd „Vindheimaleið“, nema þar yrði um nokkru kostnaðarsamari framkvæmd að ræða (2.550 m.kr.). Nýr vegur lægi um sveitarfélögin Akrahrepp og Sveitarfélagið Skagafjörð og yrði um 13 km og stytting um 6 km. Vel mætti skoða að fara með Húnavallaleið og Vindheimaleið í sameiginlega einkaframkvæmd með veggjöldum og stytta þannig leiðina milli Suðvestur- og Norðausturlands um samtals 20 km, hvorki meira né minna. Þessu fylgdi auk þess að umferðin færi 32 km á vegum lögðum samkvæmt nýjustu stöðlum, í stað þess að fara 20 km lengri leið á eldri vegum, samtals um 50 km. Er ekki kominn tími til að láta heildarhagsmuni og umferðaröryggi ráða legu aðalakleiða landsins ekki síst ef vegfarendur sjálfir eru reiðbúnir að greiða kostnað við það? A.m.k. er brýnt og ástæðulaust að óttast að greina og kynna kosti við nýjar akleiðir sem best og mögulega einkafjármögnun þeirra en ekki ýta hugmyndum í þá veru til hliðar án nokkurrar skoðunar.Húnavallaleið..Vindheimaleið.. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Nýlega var gerð opinber skýrsla starfshóps sem innanríkisráðherra skipaði til þess að kanna möguleika á einkaframkvæmd í vegagerð hér á landi. Var hópnum ætlað að fjalla um þær framkvæmdir í vegakerfinu sem telja mætti fýsilegt að setja í einkaframkvæmd og þannig mögulega flýta þeim. Í stuttu máli var niðurstaða hópsins sú að ekki væri rétt eða álitlegt að skoða aðra framkvæmd en Sundabraut. Sú vegaframkvæmd sem telja má langhagkvæmast að einkaaðilar fjármagni og eftir atvikum reki, þ.e. svonefnd Húnavallaleið (Svínavatnsleið), fékk hins vegar sáralitla efnislega umfjöllun í skýrslunni. Sagði um hana: „Um er að ræða svokallaða Húnavallaleið. Stytting leiðar norður í land (svo) yrði um 14 km og þó umferð sé ekki mikil bendir frummat starfshópsins til að framkvæmdin standi að mestu undir sér án ríkisframlaga, þ.e. að greiðsla veggjalda geti dugað til að framkvæma verkið. Ekki er samkomulag við sveitarfélagið um leiðina og kom þetta verkefni ekki til frekari skoðunar hjá starfshópnum. Vegagerðin áætlar stofnkostnað um 2.150 m.kr.“Það er miður og raunar einkennilegt og hlýtur að kalla á sérstakar skýringar að ekki sé fjallað frekar um þessa leið með þeim rökum einum að ekki sé samkomulag við „sveitarfélagið“ um leiðina. Nýr vegur, sem yrði um 16 km, lægi um tvö sveitarfélög, 15 km í Húnavatnshreppi og 1 km í Blönduósbæ. Hvort sem samkomulag liggur fyrir á ákveðnum tímapunkti um ákveðna framkvæmd í vegagerð eða ekki hlýtur fagleg umfjöllun um mögulega einkaframkvæmd við gerð vegar þá tilteknu leið eins og aðrar leiðir að gagnast í ýmsu tilliti. M.a. við ákvörðun um forgangsröðun í vegakerfinu, t.d. við undirbúning næstu 12 ára samgönguáætlunar, eftir atvikum að höfðu samráði við hlutaðeigandi sveitarfélög. Það er þó bót í máli að þegar liggja fyrir a.m.k. þrjár úttektir, sem allar eru samhljóða, um að Húnavallaleið sé afar arðsöm leið, hvernig sem á er litið, samfélagslega, umhverfislega, með tilliti til byggðasjónarmiða í víðu samhengi og aukins umferðaröryggis. Jafnframt ætti framkvæmdin að geta farið langt með að bera sig að fullu fjárhagslega með gjöldum af vegfarendum. Gerð Húnavallaleiðar mundi án efa draga eitthvað úr umferð um Blönduós og e.t.v. leiða til minnkaðra umsvifa þar sem því næmi. Þarf þá að greina möguleg samfélagáhrif hugsanlegs nýs vegar sem best og huga að mögulegum mótvægisaðgerðum. Ber að hafa í huga að aukin umsvif ættu að geta skapast við hinn nýja veg, sem ekki liggur ýkja langt frá Blönduósi, auk þess sem minnkuð umferð um Blönduós gæti á sína vísu einnig haft ýmis jákvæð áhrif. Gæti málamiðlun einmitt falið í sér að leggja hinn nýja veg í einkaframkvæmd með veggjöldum. Hefðu vegfarendur þá val um hvort þeir greiddu t.d. 800 kr. fyrir að komast styttri leið eða færu lengri leið sér að kostnaðarlausu. Hefði umfjöllun starfshópsins einmitt getað nýst vel við þessa skoðun. Ekki verður við annað unað en gert verði ráð fyrir vegi þessa leið í þeirri 12 ára samgöngu-áætlun fyrir árin 2015 til 2026 sem nú er í vinnslu. Miklir hagsmunir eru í húfi af styttri leið fyrir samfélagið og umferðina. Þótt sveitarfélögum beri lögum samkvæmt að annast gerð aðalskipulags og vegir verði ekki lagðir nema gert sé ráð fyrir þeim þar eru einstök sveitarfélög ekki einráð um efni aðalskipulagsins. Ef Alþingi samþykkir að gera ráð fyrir vegi einhverja tiltekna leið í samgönguáætlun, ber hlutaðeigandi sveitarfélagi að taka hann inn í aðalskipulag við næstu endurskoðun þess. Þótt hér sé eingöngu fjallað um Húnavallaleið á allt hið sama við um mögulega styttingu í Skagafirði, sem í skýrslunni er nefnd „Skagafjarðarleið“ en einnig hefur verið nefnd „Vindheimaleið“, nema þar yrði um nokkru kostnaðarsamari framkvæmd að ræða (2.550 m.kr.). Nýr vegur lægi um sveitarfélögin Akrahrepp og Sveitarfélagið Skagafjörð og yrði um 13 km og stytting um 6 km. Vel mætti skoða að fara með Húnavallaleið og Vindheimaleið í sameiginlega einkaframkvæmd með veggjöldum og stytta þannig leiðina milli Suðvestur- og Norðausturlands um samtals 20 km, hvorki meira né minna. Þessu fylgdi auk þess að umferðin færi 32 km á vegum lögðum samkvæmt nýjustu stöðlum, í stað þess að fara 20 km lengri leið á eldri vegum, samtals um 50 km. Er ekki kominn tími til að láta heildarhagsmuni og umferðaröryggi ráða legu aðalakleiða landsins ekki síst ef vegfarendur sjálfir eru reiðbúnir að greiða kostnað við það? A.m.k. er brýnt og ástæðulaust að óttast að greina og kynna kosti við nýjar akleiðir sem best og mögulega einkafjármögnun þeirra en ekki ýta hugmyndum í þá veru til hliðar án nokkurrar skoðunar.Húnavallaleið..Vindheimaleið..
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun