Jóhannes Harðarson mun ekki stýra næstu leikjum ÍBV en félagið tilkynnti í dag að hann þurfi að taka sér frí frá störfum sínum vegna veikinda í fjölskyldu hans.
„Knattspyrnuráð ÍBV biður fjölmiðla og knattspyrnuáhugamenn um að sýna Jóhannesi og fjölskyldu hans tillitssemi á næstu vikum,“ segir í tilkynningu ÍBV.
Ingi Sigurðsson stígur inn í hlutverk þjálfara og mun gegn því ásamt Tryggva Guðmundssyni, aðstoðarþjálfara Jóhannesar, í leik ÍBV gegn Breiðabliki um helgina.
Jóhannes tekur sér frí frá ÍBV
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti


Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti

Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti


Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti

Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti


Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur
Körfubolti