Íslenski boltinn

Víkingar fara til Slóveníu | KR mætir Cork City

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Víkingar fara til Slóveníu.
Víkingar fara til Slóveníu. vísir/ernir
Dregið var í forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í dag.

Víkingur, sem er að taka þátt í Evrópukeppni í fyrsta sinn í 23 ár, mætir NK Koper frá Slóveníu.

FH fer til Finnlands og mætir Seinäjoen Jalkapallokerho en bæði þessi lið enduðu í 2. sæti efstu deildar á Íslandi og í Finnlandi á síðasta tímabili.

Bikarmeistarar KR mæta Cork City frá Írlandi en liðið endaði í 2. sæti írsku deildarinnar á síðasta tímabili.

Öll íslensku liðin hefja leik í 1. umferð forkeppninnar. Leikið er heima og að heiman; fyrri leikirnir fara fram 2. júlí og seinni leikirnir 9. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×