Fótbolti

Messi miður sín yfir banni Neymar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi og Neymar fagna marki með Barcelona.
Messi og Neymar fagna marki með Barcelona. vísir/getty
Lionel Messi, hinn magnaði leikmaður Barcelona og argentíska landsliðsins, er miður sín yfir fjögurra leikja banni sem, samherji hans hjá Barcelona, Neymar fékk á Suður-Ameríkukeppninni í knattspyrnu.

Neymar var dæmdur í fjögurra leikja bann eftir mikil læti eftir 1-0 tap Brasilíu gegn Kólumbíu og spilar því Neymar ekki meira á mótinu.

„Ég er miður mín yfir að hann sé ekki lengur á þessu móti,” sagði hinn 27 ára Messi um samherja sinn hjá Barcelona.

Félagarnir fóru á kostum í liði Barcelona í vetur og spiluðu risa stóran hlut í því að Börsunga hrepptu þrennuna; sænska meistaratitilinn, spænska bikarinn og Meistaradeildina.

„Neymar er vinur og mér þykir vænt um hann. Ég er miður mín yfir banninu sem hann fékk því hann er mjög mikilvægur leikmaður hjá Brasilíu.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×