Fótbolti

Moyes búinn að finna staðgengil Alfreðs

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Jonathas í baráttunni við Marc Barta, miðvörð Barcelona.
Jonathas í baráttunni við Marc Barta, miðvörð Barcelona. Vísir/getty
Spænska félagið Real Sociedad var ekki lengi að finna staðgengil fyrir Alfreð Finnbogason sem gekk til liðs við Olympiakos á láni um helgina en í dag skrifaði brasilíski framherjinn Jonathas undir fimm ára samning.

Jonathas sem er 26 ára brasilískur framherji var á láni hjá Elche á síðasta tímabili frá Pescara á Ítalíu sló í gegn í liði Elche og skoraði 14 mörk í 34 leikjum og lenti Elche í 13. sæti. Þrátt fyrir það var Elche dæmt niður um deild vegna fjárhagsvandræða og þurfti hann því að finna sér nýtt lið.

David Moyes, knattspyrnustjóri Real Sociedad, var því ekki lengi að finna staðgengil fyrir íslenska framherjann Alfreð Finnbogason sem gekk til liðs við Olympiakos um helgina á eins árs lánssamning. Eru kaup Real Sociedad á Jonathas eflaust skilaboð um að Alfreð muni ekki fá fleiri tækifæri hjá félaginu en Alfreð bar Moyes vel söguna er Vísir heyrði í honum um helgina.


Tengdar fréttir

Alfreð til Olympiakos

Alfreð Finnbogason er genginn í raðir grísku meistaranna í Olympiakos, en þetta var staðfest nú í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×