Þingmenn ósáttir við rök ráðherrans sveinn arnarsson skrifar 20. mars 2015 08:45 Ragnheiður Elín Árnadóttir kom fyrir atvinnuveganefnd í gær þar sem ívilnanasamningur Matorku var til umræðu. Fréttablaðið/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru ekki sáttir við svör Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um ívilnanasamning ríkisins við Matorku á fundi atvinnuveganefndar Alþingis í gær.Björt Ólafsdóttir„Mér finnst rök ráðherra ekki halda vatni. Hún gaf okkur ekki svör sem róuðu mig allavega. Það sem stendur eftir í þessum aðgerðum er að markaðsstaða fyrirtækja í bleikjueldi er stórlega skekkt hér á landi,“ segir Björt. „Einnig virðist svo vera að gögn sem Matorka hefur matað ráðuneytið á hafi ekki verið rannsökuð nægjanlega. Margar forsendur stangast á við það sem Landssamband fiskeldisstöðva hefur bent á.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sýndu útreikningar fyrirtækisins fram á að fjárfestingin væri mjög arðbær. Í nýju frumvarpi ráðherra um ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi segir hins vegar í 12. grein að fyrirtæki verði að sýna fram á að án ívilnana verði fjárfestingin ekki arðbær. „Þetta atriði er auðvitað fáránlegt og það að krefjast þess í rauninni að eitthvert verkefni sé óarðbært til að fá styrk er skringileg forsenda. Atvinnuveganefnd hefur fett fingur út í þetta orðalag og það eru allar líkur á því að orðalagið muni breytast í meðförum nefndarinnar,“ segir Björt.Kristján L. MöllerFram hefur komið að hlutfall ívilnana af fjárfestingu Matorku geti farið upp í um 60% af heildarfjárfestingu fyrirtækisins með skattaafsláttum og þjálfunarstyrkjum starfsmanna. Það stangast hins vegar á við reglur ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, þar sem ívilnanasamningar ríkja við fyrirtæki mega ekki vera hærri en 35% af heildarfjárfestingunni. Forsvarsmenn Matorku og Ragnheiður Elín mættu á fund atvinnuveganefndar þar sem ívilnanasamningur ríkisins við Matorku var til umræðu. Stjórnarandstöðuþingmenn gagnrýndu að útreikningar Matorku hafi verið lagðir fyrir stjórnvöld án þess að þeir hefðu verið skoðaðir nægilega vel. „Fundurinn var gagnlegur og upplýsandi en ég fór fram á að forsvarsmenn Íslandsstofu myndu koma fyrir nefndina og útskýra þætti málsins sem enn eru mjög óljósir,“ segir Kristján Möller. „Þetta mál hefur vakið spurningar um hvernig lagaramma við viljum hafa. Viljum við ívilna til fyrirtækja sem skekkja markaðinn sem fyrir er mjög viðkvæmur?“ Alþingi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru ekki sáttir við svör Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um ívilnanasamning ríkisins við Matorku á fundi atvinnuveganefndar Alþingis í gær.Björt Ólafsdóttir„Mér finnst rök ráðherra ekki halda vatni. Hún gaf okkur ekki svör sem róuðu mig allavega. Það sem stendur eftir í þessum aðgerðum er að markaðsstaða fyrirtækja í bleikjueldi er stórlega skekkt hér á landi,“ segir Björt. „Einnig virðist svo vera að gögn sem Matorka hefur matað ráðuneytið á hafi ekki verið rannsökuð nægjanlega. Margar forsendur stangast á við það sem Landssamband fiskeldisstöðva hefur bent á.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sýndu útreikningar fyrirtækisins fram á að fjárfestingin væri mjög arðbær. Í nýju frumvarpi ráðherra um ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi segir hins vegar í 12. grein að fyrirtæki verði að sýna fram á að án ívilnana verði fjárfestingin ekki arðbær. „Þetta atriði er auðvitað fáránlegt og það að krefjast þess í rauninni að eitthvert verkefni sé óarðbært til að fá styrk er skringileg forsenda. Atvinnuveganefnd hefur fett fingur út í þetta orðalag og það eru allar líkur á því að orðalagið muni breytast í meðförum nefndarinnar,“ segir Björt.Kristján L. MöllerFram hefur komið að hlutfall ívilnana af fjárfestingu Matorku geti farið upp í um 60% af heildarfjárfestingu fyrirtækisins með skattaafsláttum og þjálfunarstyrkjum starfsmanna. Það stangast hins vegar á við reglur ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, þar sem ívilnanasamningar ríkja við fyrirtæki mega ekki vera hærri en 35% af heildarfjárfestingunni. Forsvarsmenn Matorku og Ragnheiður Elín mættu á fund atvinnuveganefndar þar sem ívilnanasamningur ríkisins við Matorku var til umræðu. Stjórnarandstöðuþingmenn gagnrýndu að útreikningar Matorku hafi verið lagðir fyrir stjórnvöld án þess að þeir hefðu verið skoðaðir nægilega vel. „Fundurinn var gagnlegur og upplýsandi en ég fór fram á að forsvarsmenn Íslandsstofu myndu koma fyrir nefndina og útskýra þætti málsins sem enn eru mjög óljósir,“ segir Kristján Möller. „Þetta mál hefur vakið spurningar um hvernig lagaramma við viljum hafa. Viljum við ívilna til fyrirtækja sem skekkja markaðinn sem fyrir er mjög viðkvæmur?“
Alþingi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira