Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, er stödd í Addis Ababa í Eþíópíu, þar sem hún er einn frummælenda á ráðstefnunni Women in Parliaments. Hanna Birna er af einkaástæðum í leyfi frá störfum á Alþingi.
Ýmsir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, sem Fréttablaðið ræddi við, furða sig á ferðalögum Hönnu Birnu. Enginn vildi koma fram undir nafni, en bent var á að hún sótti ekki miðstjórnarfund Sjálfstæðisflokksins á Eskifirði síðasta föstudag. Hanna Birna hefur í fjölmiðlum sagst glíma við brjósklos.
Hanna Birna í Addis Ababa
kolbeinn óttarsson proppé skrifar
