Nýjar höfuðstöðvar Landsbankans við Austurhöfn Frosti Sigurjónsson skrifar 25. mars 2015 07:00 Í skýrslu stjórnar Landsbankans fyrir aðalfund 18. mars voru ítrekuð áform um að reisa nýjar höfuðstöðvar bankans við Austurhöfn, á einum dýrasta byggingarreit landsins. Í skýrslunni segir: „Gert er nú ráð fyrir að rýma um 28 þúsund fermetra og koma starfseminni sem á þeim var fyrir á um 15 þúsund fermetrum í nýju sérhönnuðu húsnæði. Reikna má með um 600 milljóna króna sparnaði á ári.“ Fagna ber hagræðingu í rekstri Landsbankans, hún er mikilvægur þáttur í því að bankinn geti veitt betri kjör, en sú spurning vaknar hvort hagræðingin gæti ekki orðið enn meiri ef byggt væri hóflegt skrifstofuhúsnæði á hagkvæmri lóð? Það hljóta að finnast hagkvæmari lóðir í Reykjavík en Austurhöfn. Verður nóg af bílastæðum fyrir starfsfólkið, viðskiptavini bankans og þau fyrirtæki sem koma til með að fylla þessa 28 þúsund fermetra sem bankinn mun rýma?Hvað mun þetta kosta og hver borgar? Kostnaðaráætlun fyrir verkefnið hefur ekki verið kynnt en ólíklegt má telja að 15 þúsund fermetra bygging við Austurhöfn muni kosta minna en sjö milljarða. Kostnaðarauki vegna staðarvalsins mun lenda á viðskiptavinum bankans með einum eða öðrum hætti, hvort sem er í gegnum hærri vexti á lánum, með hærri þjónustugjöldum eða með hærri sköttum. Höfuðmarkmið bankans er arðsemi eigin fjár Stefnumótun bankans til ársins 2020 var einnig kynnt á aðalfundinum. Höfuðmarkmiðið er sagt „viðunandi arðsemi eigin fjár“. Arðsemi eigin fjár bankans var 12,5% árið 2014 sem hlýtur að teljast meira en viðunandi. Við fyrstu sýn er öll arðsemi af hinu góða. Stóru bankarnir þrír skipta hins vegar með sér meira en 90% af markaðinum. Á slíkum fákeppnismarkaði er hætt við að samkeppni verði ekki nægilega hörð til að tryggja viðskiptavinum bestu kjör. Bankar geta þá aukið arðsemi sína með því að auka vaxtamun og gjaldtöku. Það kæmi sér því best fyrir landsmenn ef Landsbankinn tæki upp það höfuðmarkmið að bjóða upp á bestu kjör og hóflega arðsemi. Aðrir bankar yrðu þá væntanlega að mæta samkeppninni til að halda í sína viðskiptavini. Allir landsmenn myndu njóta góðs af virkari samkeppni á bankamarkaði.Eignarhlutur starfsmanna Árið 2009 gerði núverandi Landsbanki, LBI hf. og þáverandi fjármálaráðherra samkomulag um að starfsfólk bankans myndi eignast tæplega 1% hlut í bankanum. Hlutirnir voru afhentir í mars 2013 og nam verðmæti þeirra eftir skatta 1,8 milljörðum króna. Það má reikna með að eignaraðild starfsmanna sé hvati til að auka arðsemi bankans. Þar sem íslenski bankamarkaðurinn einkennist af fákeppni, er hætt við að hærri arðsemi Landsbankans verði á kostnað almennings. Eignaraðildin og hvatinn sem hann myndar er því óheppileg frá sjónarhóli landsmanna. Sé vilji fyrir hendi mætti leysa málið með því að láta bankann kaupa til baka hlut starfsmanna svo ríkið verði 100% eigandi að bankanum. Þá mætti setja honum aðalmarkmið að veita góða þjónustu á lágu verði og skila hóflegri arðsemi. Þannig myndi Landsbankinn skapa landsmönnum mest verðmæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í skýrslu stjórnar Landsbankans fyrir aðalfund 18. mars voru ítrekuð áform um að reisa nýjar höfuðstöðvar bankans við Austurhöfn, á einum dýrasta byggingarreit landsins. Í skýrslunni segir: „Gert er nú ráð fyrir að rýma um 28 þúsund fermetra og koma starfseminni sem á þeim var fyrir á um 15 þúsund fermetrum í nýju sérhönnuðu húsnæði. Reikna má með um 600 milljóna króna sparnaði á ári.“ Fagna ber hagræðingu í rekstri Landsbankans, hún er mikilvægur þáttur í því að bankinn geti veitt betri kjör, en sú spurning vaknar hvort hagræðingin gæti ekki orðið enn meiri ef byggt væri hóflegt skrifstofuhúsnæði á hagkvæmri lóð? Það hljóta að finnast hagkvæmari lóðir í Reykjavík en Austurhöfn. Verður nóg af bílastæðum fyrir starfsfólkið, viðskiptavini bankans og þau fyrirtæki sem koma til með að fylla þessa 28 þúsund fermetra sem bankinn mun rýma?Hvað mun þetta kosta og hver borgar? Kostnaðaráætlun fyrir verkefnið hefur ekki verið kynnt en ólíklegt má telja að 15 þúsund fermetra bygging við Austurhöfn muni kosta minna en sjö milljarða. Kostnaðarauki vegna staðarvalsins mun lenda á viðskiptavinum bankans með einum eða öðrum hætti, hvort sem er í gegnum hærri vexti á lánum, með hærri þjónustugjöldum eða með hærri sköttum. Höfuðmarkmið bankans er arðsemi eigin fjár Stefnumótun bankans til ársins 2020 var einnig kynnt á aðalfundinum. Höfuðmarkmiðið er sagt „viðunandi arðsemi eigin fjár“. Arðsemi eigin fjár bankans var 12,5% árið 2014 sem hlýtur að teljast meira en viðunandi. Við fyrstu sýn er öll arðsemi af hinu góða. Stóru bankarnir þrír skipta hins vegar með sér meira en 90% af markaðinum. Á slíkum fákeppnismarkaði er hætt við að samkeppni verði ekki nægilega hörð til að tryggja viðskiptavinum bestu kjör. Bankar geta þá aukið arðsemi sína með því að auka vaxtamun og gjaldtöku. Það kæmi sér því best fyrir landsmenn ef Landsbankinn tæki upp það höfuðmarkmið að bjóða upp á bestu kjör og hóflega arðsemi. Aðrir bankar yrðu þá væntanlega að mæta samkeppninni til að halda í sína viðskiptavini. Allir landsmenn myndu njóta góðs af virkari samkeppni á bankamarkaði.Eignarhlutur starfsmanna Árið 2009 gerði núverandi Landsbanki, LBI hf. og þáverandi fjármálaráðherra samkomulag um að starfsfólk bankans myndi eignast tæplega 1% hlut í bankanum. Hlutirnir voru afhentir í mars 2013 og nam verðmæti þeirra eftir skatta 1,8 milljörðum króna. Það má reikna með að eignaraðild starfsmanna sé hvati til að auka arðsemi bankans. Þar sem íslenski bankamarkaðurinn einkennist af fákeppni, er hætt við að hærri arðsemi Landsbankans verði á kostnað almennings. Eignaraðildin og hvatinn sem hann myndar er því óheppileg frá sjónarhóli landsmanna. Sé vilji fyrir hendi mætti leysa málið með því að láta bankann kaupa til baka hlut starfsmanna svo ríkið verði 100% eigandi að bankanum. Þá mætti setja honum aðalmarkmið að veita góða þjónustu á lágu verði og skila hóflegri arðsemi. Þannig myndi Landsbankinn skapa landsmönnum mest verðmæti.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun