Er í lagi að leyfa allar bardagaíþróttir? Guðbjörg Ludvigsdóttir skrifar 28. mars 2015 07:00 Boðuð hefur verið hugmynd um að rýmka heimildir til að stunda bardagaíþróttir hér á landi. Þjálfun þessara íþrótta er oft á tíðum mjög góð og byggir á að efla þrek, þol, snerpu, styrk og margt fleira. Keppnin gengur hins vega út á að meiða andstæðinginn eins mikið og hægt er. Það er gott og blessað ef báðir aðilar gera sér grein fyrir þeim afleiðingum sem bardaginn getur leitt af sér. En ef við í þjóðfélaginu viljum leyfa svona íþróttir þá verðum við að gera okkur grein fyrir hversu miklum skaða þær geta valdið. Við verðum einnig að vera tilbúin að kljást við afleiðingar og eftirköst bardaganna. Mikill skaði getur hlotist af höfuðhöggum. Einkennin eru mismunandi en þau algengustu eru viðvarandi höfuðverkur, mikil þreyta, að þola áreiti illa, skapgerðarbreytingar, skert úthald, vitrænar skerðingar, skert lyktar- og bragðskyn og svo mætti lengi telja. Afleiðingarnar eru mjög slæmar fyrir einstaklinginn en þjóðfélagið situr einnig uppi með einstaklinga með skerta vinnugetu. Þá er mikilvægt að vinnumarkaðurinn sé tilbúinn að laga starf viðkomandi að getu viðkomandi. Þetta á bæði við um ríkisrekin fyrirtæki og einkarekin, en því miður er ekki mikill vilji til þess í dag. Hinn kosturinn er að þessir einstaklingar fari á örorku. Það að ungt frambærilegt fólk sitji uppi með varanlegan skaða ásamt því að geta ekki komist aftur í vinnu er dýrt verð fyrir það að stunda íþróttir sem eiga að vera svo hollar og góðar.Rök sem ekki standast Ef Alþingi ætlar að leyfa bardaga- íþróttir sem munu leiða til þess að einhverjir og jafnvel mjög margir glími við varanlega fötlun, þá verður Alþingi að tryggja að viðeigandi úrræði séu til staðar fyrir þessa einstaklinga. Því miður getum við ekki státað af því í dag. Það er takmörkuð þekking og skilningur í öllu samfélaginu sem þeir sem glíma við eftirköst heilaáverka þekkja alltof vel. Úrræðin eru fá og þeir sem lenda á örorku festast í þeirri fátæktargildru sem það er. Mikilvægt er að allir þeir sem velja að iðka þessar íþróttir, sérstaklega ef þeir ætla að keppa í þeim, geri sér grein fyrir hugsanlegum afleiðingum. Í raun og veru verða þeir að gera ráð fyrir að þeir muni búa við viðvarandi einkenni og líklega þó nokkra og jafnvel mikla fötlun í kjölfarið. Það er mjög mikilvægt þegar svona stórar ákvarðanir eins og að leyfa keppnir í völdum bardaga- íþróttum eru teknar, að stjórnvöld fái álit og mat heilbrigðisstarfsfólks á hverjar raunverulegar afleiðingar svona íþrótta geti verið. Það að íþróttamenn geti einnig hlotið höfuðhögg í öðrum íþróttagreinum eru því miður ekki rök sem standast. Við verðum að læra að bera virðingu fyrir heilum okkar og annarra og muna að það þarf bara eitt högg til að hljóta varanlegan skaða af. Í öðrum íþróttum þar sem á að heita að ekki sé beitt ofbeldi og markmiðið er ekki að reyna að rota andstæðinginn getur slæmt höfuðhögg eða endurtekin höfuðhögg leitt til þess að einstaklingurinn verður að hætta í sinni íþrótt vegna ofangreindra afleiðinga. Hvað fær þá fólk til að trúa því að það eigi ekki við um bardagaíþróttir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Boðuð hefur verið hugmynd um að rýmka heimildir til að stunda bardagaíþróttir hér á landi. Þjálfun þessara íþrótta er oft á tíðum mjög góð og byggir á að efla þrek, þol, snerpu, styrk og margt fleira. Keppnin gengur hins vega út á að meiða andstæðinginn eins mikið og hægt er. Það er gott og blessað ef báðir aðilar gera sér grein fyrir þeim afleiðingum sem bardaginn getur leitt af sér. En ef við í þjóðfélaginu viljum leyfa svona íþróttir þá verðum við að gera okkur grein fyrir hversu miklum skaða þær geta valdið. Við verðum einnig að vera tilbúin að kljást við afleiðingar og eftirköst bardaganna. Mikill skaði getur hlotist af höfuðhöggum. Einkennin eru mismunandi en þau algengustu eru viðvarandi höfuðverkur, mikil þreyta, að þola áreiti illa, skapgerðarbreytingar, skert úthald, vitrænar skerðingar, skert lyktar- og bragðskyn og svo mætti lengi telja. Afleiðingarnar eru mjög slæmar fyrir einstaklinginn en þjóðfélagið situr einnig uppi með einstaklinga með skerta vinnugetu. Þá er mikilvægt að vinnumarkaðurinn sé tilbúinn að laga starf viðkomandi að getu viðkomandi. Þetta á bæði við um ríkisrekin fyrirtæki og einkarekin, en því miður er ekki mikill vilji til þess í dag. Hinn kosturinn er að þessir einstaklingar fari á örorku. Það að ungt frambærilegt fólk sitji uppi með varanlegan skaða ásamt því að geta ekki komist aftur í vinnu er dýrt verð fyrir það að stunda íþróttir sem eiga að vera svo hollar og góðar.Rök sem ekki standast Ef Alþingi ætlar að leyfa bardaga- íþróttir sem munu leiða til þess að einhverjir og jafnvel mjög margir glími við varanlega fötlun, þá verður Alþingi að tryggja að viðeigandi úrræði séu til staðar fyrir þessa einstaklinga. Því miður getum við ekki státað af því í dag. Það er takmörkuð þekking og skilningur í öllu samfélaginu sem þeir sem glíma við eftirköst heilaáverka þekkja alltof vel. Úrræðin eru fá og þeir sem lenda á örorku festast í þeirri fátæktargildru sem það er. Mikilvægt er að allir þeir sem velja að iðka þessar íþróttir, sérstaklega ef þeir ætla að keppa í þeim, geri sér grein fyrir hugsanlegum afleiðingum. Í raun og veru verða þeir að gera ráð fyrir að þeir muni búa við viðvarandi einkenni og líklega þó nokkra og jafnvel mikla fötlun í kjölfarið. Það er mjög mikilvægt þegar svona stórar ákvarðanir eins og að leyfa keppnir í völdum bardaga- íþróttum eru teknar, að stjórnvöld fái álit og mat heilbrigðisstarfsfólks á hverjar raunverulegar afleiðingar svona íþrótta geti verið. Það að íþróttamenn geti einnig hlotið höfuðhögg í öðrum íþróttagreinum eru því miður ekki rök sem standast. Við verðum að læra að bera virðingu fyrir heilum okkar og annarra og muna að það þarf bara eitt högg til að hljóta varanlegan skaða af. Í öðrum íþróttum þar sem á að heita að ekki sé beitt ofbeldi og markmiðið er ekki að reyna að rota andstæðinginn getur slæmt höfuðhögg eða endurtekin höfuðhögg leitt til þess að einstaklingurinn verður að hætta í sinni íþrótt vegna ofangreindra afleiðinga. Hvað fær þá fólk til að trúa því að það eigi ekki við um bardagaíþróttir?
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun