Réttar upplýsingar og réttindi barna Páll Valur Björnsson skrifar 21. maí 2015 07:00 Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna fylgist með því hvernig aðildarríki Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna uppfylla skyldur sínar samkvæmt sáttmálanum. Árið 2011 gerði nefndin alvarlegar athugasemdir við hversu langir biðlistar og biðtími er á Íslandi eftir greiningum fyrir börn með ofvirkni og athyglisbrest (ADHD) og skyldar raskanir. Ég hef að undanförnu fengið margar ábendingar frá foreldrum barna og frá fagfólki um að enn séu þessir biðlistar allt of langir og biðtími eftir greiningum mjög langur. Ég beindi því fyrirspurn til heilbrigðsráðherra um hvernig staða þessara mála væri nú og hvað íslensk stjórnvöld hefðu gert til að auka afkastagetu meðferðar- og greiningarstöðva eins og Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur eindregið hvatt íslensk stjórnvöld til. Í svari ráðherra kemur m.a. fram að nú eru 310 börn á biðlista hjá Þroska- og hegðunarmiðstöðinni eftir nánari greiningu á ADHD og skyldum röskunum sem eru t.d. kvíði, tilfinningavandi, hegðunarvandi og einhverfurófseinkenni og að af þeim 310 börnum sem bíða greiningar eru 65 á forgangslista og 245 á almennum biðlista. Einnig kemur fram í svarinu að biðtími svonefndra forgangsbarna er 5-8 mánuðir og bið barna á almennum biðlista er 11-12 mánuðir. Ég ætla ekki að rekja svör ráðherra við fyrirspurn minni nánar hér en bendi á að þau má lesa á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/144/s/1287.html Ég verð að lýsa miklum vonbrigðum með hversu lítið hefur verið gert til að auka afkastagetu meðferðar- og greiningarstöðva til að vinna á þessum löngu biðlistum og draga úr biðtímanum þó að greiningarnar séu mjög mikilvægar til að veita megi hlutaðeigandi börnum viðeigandi stuðning, ekki síst í námi og þrátt fyrir fyrrnefndar athugasemdir Barnaréttarnefndarinnar.Villandi svar Ég verð einnig að lýsa furðu minni á að svar ráðherra við fyrirspurninni er villandi. Þar eru nefnilega tilteknar sérstaklega greiningar sem ADHD-teymi Landspítalans sinnir. Þjónusta sem ADHD-teymið veitir er afar mikilvæg og vil ég eindregið hvetja ráðherra til að styrkja það teymi með öllum titækum ráðum, enda er líka allt of löng bið eftir greiningum og viðeigandi ráðgjöf fyrir fullorðna einstaklinga með ADHD og skyldar raskanir. En ADHD-teymi Landspítalans sinnir þó eingöngu fullorðnum einstaklingum og hefur það því engin áhrif á þjónustu við börn. Fyrirspurn mín til ráðherra varðaði hins vegar mjög skýrlega þjónustu við börn með ADHD og skyldar raskanir og það gera einnig aðfinnslur Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna sem ég vísaði sérstaklega til í fyrirspurn minni. Það er alls ekki ætlun mín að gefa í skyn að misvísandi upplýsingar hafi vísvitandi verið gefnar í svari ráðherra við fyrirspurn minni. Slík ónákvæmni í upplýsingagjöf er þó alls ekki til þess fallin að greiða fyrir markvissri og árangursríkri umræðu, stefnumótun og ákvarðanatöku varðandi þessi afar miklu hagsmunamál mjög margra barna og aðstandenda þeirra. En vegna þessarar ófullkomnu upplýsingagjafar í svari ráðherra varðandi stöðu mála og þjónustu við börn með ADHD og skyldar raskanir finnst mér vera óhjákvæmilegt að minna á að Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur ekki aðeins gert athugasemdir við íslensk stjórnvöld varðandi langa biðlista og biðtíma eftir greiningum fyrir börn og ófullnægjandi afkastagetu greiningarstöðva. Nefndin hefur gert athugasemdir við ýmislegt fleira og m.a. það að söfnun og greining upplýsinga varðandi stöðu barna og skilyrði sem þau búa við hér á landi er á margan hátt ófullnægjandi. Nefndin leggur áherslu á að til að meta megi stöðu íslenskra barna í því skyni að þau fái að njóta til fulls þeirra réttinda sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna tryggir þeim sé nauðsynlegt hér á landi að safna ítarlegri gögnum um skilyrði þeirra og greina gögnin eftir aldri, kyni, búsetu, þjóðerni og félagslegum og efnahagslegum bakgrunni. Það er þess vegna og því miður ekki aðeins fullt tilefni til að hvetja íslensk stjórnvöld til að vinna miklu betur, hraðar og markvissar að því að stytta biðlista og biðtíma eftir greiningum fyrir börn sem eru með ADHD eða aðrar slíkar raskanir. Það er líka tilefni til að hvetja þau til að bæta söfnun og greiningu upplýsinga varðandi stöðu íslenskra barna til að við getum betur tryggt þeim þau lágmarksréttindi sem þau eiga að á að njóta samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Sjá meira
Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna fylgist með því hvernig aðildarríki Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna uppfylla skyldur sínar samkvæmt sáttmálanum. Árið 2011 gerði nefndin alvarlegar athugasemdir við hversu langir biðlistar og biðtími er á Íslandi eftir greiningum fyrir börn með ofvirkni og athyglisbrest (ADHD) og skyldar raskanir. Ég hef að undanförnu fengið margar ábendingar frá foreldrum barna og frá fagfólki um að enn séu þessir biðlistar allt of langir og biðtími eftir greiningum mjög langur. Ég beindi því fyrirspurn til heilbrigðsráðherra um hvernig staða þessara mála væri nú og hvað íslensk stjórnvöld hefðu gert til að auka afkastagetu meðferðar- og greiningarstöðva eins og Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur eindregið hvatt íslensk stjórnvöld til. Í svari ráðherra kemur m.a. fram að nú eru 310 börn á biðlista hjá Þroska- og hegðunarmiðstöðinni eftir nánari greiningu á ADHD og skyldum röskunum sem eru t.d. kvíði, tilfinningavandi, hegðunarvandi og einhverfurófseinkenni og að af þeim 310 börnum sem bíða greiningar eru 65 á forgangslista og 245 á almennum biðlista. Einnig kemur fram í svarinu að biðtími svonefndra forgangsbarna er 5-8 mánuðir og bið barna á almennum biðlista er 11-12 mánuðir. Ég ætla ekki að rekja svör ráðherra við fyrirspurn minni nánar hér en bendi á að þau má lesa á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/144/s/1287.html Ég verð að lýsa miklum vonbrigðum með hversu lítið hefur verið gert til að auka afkastagetu meðferðar- og greiningarstöðva til að vinna á þessum löngu biðlistum og draga úr biðtímanum þó að greiningarnar séu mjög mikilvægar til að veita megi hlutaðeigandi börnum viðeigandi stuðning, ekki síst í námi og þrátt fyrir fyrrnefndar athugasemdir Barnaréttarnefndarinnar.Villandi svar Ég verð einnig að lýsa furðu minni á að svar ráðherra við fyrirspurninni er villandi. Þar eru nefnilega tilteknar sérstaklega greiningar sem ADHD-teymi Landspítalans sinnir. Þjónusta sem ADHD-teymið veitir er afar mikilvæg og vil ég eindregið hvetja ráðherra til að styrkja það teymi með öllum titækum ráðum, enda er líka allt of löng bið eftir greiningum og viðeigandi ráðgjöf fyrir fullorðna einstaklinga með ADHD og skyldar raskanir. En ADHD-teymi Landspítalans sinnir þó eingöngu fullorðnum einstaklingum og hefur það því engin áhrif á þjónustu við börn. Fyrirspurn mín til ráðherra varðaði hins vegar mjög skýrlega þjónustu við börn með ADHD og skyldar raskanir og það gera einnig aðfinnslur Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna sem ég vísaði sérstaklega til í fyrirspurn minni. Það er alls ekki ætlun mín að gefa í skyn að misvísandi upplýsingar hafi vísvitandi verið gefnar í svari ráðherra við fyrirspurn minni. Slík ónákvæmni í upplýsingagjöf er þó alls ekki til þess fallin að greiða fyrir markvissri og árangursríkri umræðu, stefnumótun og ákvarðanatöku varðandi þessi afar miklu hagsmunamál mjög margra barna og aðstandenda þeirra. En vegna þessarar ófullkomnu upplýsingagjafar í svari ráðherra varðandi stöðu mála og þjónustu við börn með ADHD og skyldar raskanir finnst mér vera óhjákvæmilegt að minna á að Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur ekki aðeins gert athugasemdir við íslensk stjórnvöld varðandi langa biðlista og biðtíma eftir greiningum fyrir börn og ófullnægjandi afkastagetu greiningarstöðva. Nefndin hefur gert athugasemdir við ýmislegt fleira og m.a. það að söfnun og greining upplýsinga varðandi stöðu barna og skilyrði sem þau búa við hér á landi er á margan hátt ófullnægjandi. Nefndin leggur áherslu á að til að meta megi stöðu íslenskra barna í því skyni að þau fái að njóta til fulls þeirra réttinda sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna tryggir þeim sé nauðsynlegt hér á landi að safna ítarlegri gögnum um skilyrði þeirra og greina gögnin eftir aldri, kyni, búsetu, þjóðerni og félagslegum og efnahagslegum bakgrunni. Það er þess vegna og því miður ekki aðeins fullt tilefni til að hvetja íslensk stjórnvöld til að vinna miklu betur, hraðar og markvissar að því að stytta biðlista og biðtíma eftir greiningum fyrir börn sem eru með ADHD eða aðrar slíkar raskanir. Það er líka tilefni til að hvetja þau til að bæta söfnun og greiningu upplýsinga varðandi stöðu íslenskra barna til að við getum betur tryggt þeim þau lágmarksréttindi sem þau eiga að á að njóta samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun