Hjónabandið, frelsið og þjóðkirkjan Agnes M. Sigurðardóttir skrifar 22. maí 2015 07:00 Í Fréttablaðinu 14. maí sl. er frétt um samþykkta tillögu kirkjuþings unga fólksins um „að reglur þær sem nú eru í gildi um samviskufrelsi presta sem heimila prestum að neita fólki um þjónustu á grundvelli kynhneigðar verði afnumdar“ eins og segir í tillögunum. Fram kemur í fréttinni að biskup hafi ekki viljað tjá sig um málið að svo stöddu. Staðreyndin er sú að ég var aldrei spurð og vissi ekki af fréttinni fyrr en ég las hana í Fréttablaðinu. Hið stutta svar hefði verið að ég teldi þetta ekki vandamál innan kirkjunnar og ég og yfir 90% presta innan þjóðkirkjunnar værum tilbúin til að vígja fólk af sama kyni í hjónaband eins og lög leyfa.Kirkjuþing og löggjafinn Umræðan um hjónaband fólks af sama kyni var til umfjöllunar fyrir nokkrum árum í kirkju okkar. Málið var rætt víða innan kirkjunnar út frá guðfræðilegum forsendum og var á grundvelli þeirrar umræðu samþykkt á kirkjuþingi árið 2007 að ef lögum um staðfesta samvist yrði breytt þannig að trúfélög fengju heimild til að staðfesta samvist þá styddi Kirkjuþing það að prestum Þjóðkirkjunnar, sem eru vígslumenn að lögum, verði það heimilt. Kirkjuþing lagði í samþykkt sinni áherslu á að frelsi presta í þessum efnum verði virt. Ég ætla ekki að rifja upp þá umræðu en vek athygli á að þegar árið 1999 setti biskup form fyrir blessun og fyrirbæn yfir staðfesta samvist. Eftir breytingu á hjúskaparlögunum árið 2010 var sett nýtt form fyrir hjónavígslu í samræmi við hið nýja ákvæði um hjónaband fólks af sama kyni. Umfjöllun um samviskufrelsi presta varðandi hjónavígslu samkynhneigðra, þ.e. hvort prestar hefðu leyfi til að verða ekki við beiðni samkynhneigðra para um hjónavígslu fór einnig fram fyrir nokkrum árum. Í greinargerð með frumvarpi um breytingar á hjúskaparlögunum, sem lagt var fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi 2009-2010 er í 6. kaflanum fjallað um ýmis álitaefni. Þar stendur varðandi skyldu eða heimild til að vígja: „Árétta ber að spurningar um vígsluheimild og vígsluskyldu snerta fyrst og fremst einstaka vígslumenn. Með hliðsjón af stöðu þjóðkirkjunnar á Íslandi þykir mega stefna að því að allir muni geta notið kirkjulegrar vígslu innan þjóðkirkjunnar ef annað eða bæði hjónaefna tilheyra þjóðkirkjunni þó að hver og einn eigi ekki rétt á vígslu af hálfu tiltekins vígslumanns.“ Eftir síðustu breytingar á hjúskaparlögunum þar sem fólki af sama kyni er veittur réttur til að ganga í hjónaband hefur Þjóðkirkjan ávallt litið svo á að réttur samkynhneigðra til kirkjulegrar hjónavígslu væri tryggður þó friðhelgi prests til að fara eftir samvisku sinni væri ekki fyrir borð borinn.Engar reglur til Í áðurnefndri greinargerð með frumvarpinu um breytingar á hjúskaparlögunum þar sem fjallað er um ýmis álitaefni stendur einnig að „samkvæmt 1. mgr. 22. gr. hjúskaparlaga eiga hjónaefni ótvíræðan rétt á að stofna til hjúskapar fyrir borgaralegum vígslumanni hvort sem þau eiga kröfu á kirkjulegri hjónavígslu eða ekki. Á kirkjulegum vígslumönnum hvílir ekki sams konar skylda. Í 16. og 17. gr. laganna er fjallað um vígsluheimild presta og forstöðumanna skráðra trúfélaga og skv. 2. mgr. 22. gr. laganna getur ráðuneytið, að fengnum tillögum biskups, sett reglur um hvenær prestum sé skylt að framkvæma hjónavígslu og nánari reglur um hvenær þeim sé þetta heimilt. Ákvæði þetta er óbreytt frá setningu eldri laga en ráðuneytið hefur ekki nýtt lagaheimildina til að setja umræddar reglur“. Af ástæðum sem mér eru ekki kunnar hefur ráðuneytið ekki kallað eftir tillögum biskups og ekki sett þessar reglur. Ef til vill er ástæðan sú að ekki hefur verið talin þörf á því. Samþykkt kirkjuþings unga fólksins verður send til kirkjuráðs til umfjöllunar og meðferðar eins og starfsreglur gera ráð fyrir. Tillöguna má sjá hér: http://kirkjuthing.is/kerfi//skraarsofn/kirkjuthing/2015/05/mal06.pdfAthugas. ritstj.Að gefnu tilefni skal tekið fram að við vinnslu fréttarinnar sem biskup vísar til í grein sinni og birtist á forsíðu Fréttablaðsins 14. maí síðastliðinn hafði blaðamaður samband við Biskupsstofu og leitaðist eftir því að fá viðbrögð biskups. Árni Svanur Daníelsson, verkefnisstjóri upplýsingamála kirkjunnar og fjölmiðlafulltrúi, svaraði því til að biskup vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 14. maí sl. er frétt um samþykkta tillögu kirkjuþings unga fólksins um „að reglur þær sem nú eru í gildi um samviskufrelsi presta sem heimila prestum að neita fólki um þjónustu á grundvelli kynhneigðar verði afnumdar“ eins og segir í tillögunum. Fram kemur í fréttinni að biskup hafi ekki viljað tjá sig um málið að svo stöddu. Staðreyndin er sú að ég var aldrei spurð og vissi ekki af fréttinni fyrr en ég las hana í Fréttablaðinu. Hið stutta svar hefði verið að ég teldi þetta ekki vandamál innan kirkjunnar og ég og yfir 90% presta innan þjóðkirkjunnar værum tilbúin til að vígja fólk af sama kyni í hjónaband eins og lög leyfa.Kirkjuþing og löggjafinn Umræðan um hjónaband fólks af sama kyni var til umfjöllunar fyrir nokkrum árum í kirkju okkar. Málið var rætt víða innan kirkjunnar út frá guðfræðilegum forsendum og var á grundvelli þeirrar umræðu samþykkt á kirkjuþingi árið 2007 að ef lögum um staðfesta samvist yrði breytt þannig að trúfélög fengju heimild til að staðfesta samvist þá styddi Kirkjuþing það að prestum Þjóðkirkjunnar, sem eru vígslumenn að lögum, verði það heimilt. Kirkjuþing lagði í samþykkt sinni áherslu á að frelsi presta í þessum efnum verði virt. Ég ætla ekki að rifja upp þá umræðu en vek athygli á að þegar árið 1999 setti biskup form fyrir blessun og fyrirbæn yfir staðfesta samvist. Eftir breytingu á hjúskaparlögunum árið 2010 var sett nýtt form fyrir hjónavígslu í samræmi við hið nýja ákvæði um hjónaband fólks af sama kyni. Umfjöllun um samviskufrelsi presta varðandi hjónavígslu samkynhneigðra, þ.e. hvort prestar hefðu leyfi til að verða ekki við beiðni samkynhneigðra para um hjónavígslu fór einnig fram fyrir nokkrum árum. Í greinargerð með frumvarpi um breytingar á hjúskaparlögunum, sem lagt var fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi 2009-2010 er í 6. kaflanum fjallað um ýmis álitaefni. Þar stendur varðandi skyldu eða heimild til að vígja: „Árétta ber að spurningar um vígsluheimild og vígsluskyldu snerta fyrst og fremst einstaka vígslumenn. Með hliðsjón af stöðu þjóðkirkjunnar á Íslandi þykir mega stefna að því að allir muni geta notið kirkjulegrar vígslu innan þjóðkirkjunnar ef annað eða bæði hjónaefna tilheyra þjóðkirkjunni þó að hver og einn eigi ekki rétt á vígslu af hálfu tiltekins vígslumanns.“ Eftir síðustu breytingar á hjúskaparlögunum þar sem fólki af sama kyni er veittur réttur til að ganga í hjónaband hefur Þjóðkirkjan ávallt litið svo á að réttur samkynhneigðra til kirkjulegrar hjónavígslu væri tryggður þó friðhelgi prests til að fara eftir samvisku sinni væri ekki fyrir borð borinn.Engar reglur til Í áðurnefndri greinargerð með frumvarpinu um breytingar á hjúskaparlögunum þar sem fjallað er um ýmis álitaefni stendur einnig að „samkvæmt 1. mgr. 22. gr. hjúskaparlaga eiga hjónaefni ótvíræðan rétt á að stofna til hjúskapar fyrir borgaralegum vígslumanni hvort sem þau eiga kröfu á kirkjulegri hjónavígslu eða ekki. Á kirkjulegum vígslumönnum hvílir ekki sams konar skylda. Í 16. og 17. gr. laganna er fjallað um vígsluheimild presta og forstöðumanna skráðra trúfélaga og skv. 2. mgr. 22. gr. laganna getur ráðuneytið, að fengnum tillögum biskups, sett reglur um hvenær prestum sé skylt að framkvæma hjónavígslu og nánari reglur um hvenær þeim sé þetta heimilt. Ákvæði þetta er óbreytt frá setningu eldri laga en ráðuneytið hefur ekki nýtt lagaheimildina til að setja umræddar reglur“. Af ástæðum sem mér eru ekki kunnar hefur ráðuneytið ekki kallað eftir tillögum biskups og ekki sett þessar reglur. Ef til vill er ástæðan sú að ekki hefur verið talin þörf á því. Samþykkt kirkjuþings unga fólksins verður send til kirkjuráðs til umfjöllunar og meðferðar eins og starfsreglur gera ráð fyrir. Tillöguna má sjá hér: http://kirkjuthing.is/kerfi//skraarsofn/kirkjuthing/2015/05/mal06.pdfAthugas. ritstj.Að gefnu tilefni skal tekið fram að við vinnslu fréttarinnar sem biskup vísar til í grein sinni og birtist á forsíðu Fréttablaðsins 14. maí síðastliðinn hafði blaðamaður samband við Biskupsstofu og leitaðist eftir því að fá viðbrögð biskups. Árni Svanur Daníelsson, verkefnisstjóri upplýsingamála kirkjunnar og fjölmiðlafulltrúi, svaraði því til að biskup vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun