Fótbolti

Strákarnir fengu hlýjar móttökur við komuna til Kína | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kínversku krakkarnir fá myndir af sér með Heimi Hallgrímssyni.
Kínversku krakkarnir fá myndir af sér með Heimi Hallgrímssyni. mynd/ksí
A-landslið karla er komið til Kína eftir langt og strangt ferðalag.

Skipuleggjendur China Cup tóku vel á móti íslenska hópnum og færðu Rúnari Arnarsyni, formanni landsliðsnefndar, blómvönd og fjöldi skólabarna fagnaði hópnum við flugstöðina.

Krakkarnir notuðu tækifærið og tóku myndir af sér með landsliðsþjálfaranum Heimi Hallgrímssyni.



Myndband af móttökunni má sjá hér að neðan.

Öll liðin sem taka þátt á China Cup dvelja á sama hóteli í Nanning, ásamt öllum starfsmönnum mótsins. Kínverska liðið er þegar komið á staðinn og þjálfari liðsins, hinn ítalski Marcelo Lippi, tók vel á móti Heimi við komuna á hótelið.

Fyrsta æfing íslenska liðsins verður á keppnisleikvanginum á morgun. Ísland mætir svo heimamönnum í opnunarleik mótsins á þriðjudaginn klukkan 12:00 að íslenskum tíma. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport HD.

Ísland mætir svo annað hvort Síle eða Króatíu 14. eða 15. janúar.

Íslenska hópinn sem tekur þátt á China Cup má sjá með því að smella hér.


Tengdar fréttir

Sjö nýliðar fara til Kína

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag leikmannahópinn sem fer til Kína og tekur þátt í China Cup.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×