Gæði, þægindi, kostnaður og aðgengi 1. nóvember 2017 07:00 Ég starfaði á vídeóleigu þegar kvikmyndir voru fyrst gefnar út á DVD diskum. Eigandinn hafði takmarkaða trú á þessari nýju tækni fyrst um sinn en það skipti litlu þegar upp var staðið, viðskiptavinirnir vildu DVD og fengu þá að lokum. Hver spóla eða diskur kostaði leigurnar umtalsverðar fjárhæðir, enda þurfti að texta þær á íslensku og merkja með tilheyrandi hætti þar sem óheimilt var að leigja út erlendar vörur. Einhverjir keyptu sér spólur erlendis og einstaka krakki fjölfaldaði myndir og þætti til sölu á Ircinu en umfangið var óverulegt. Að teknu tilliti til gæða, þæginda, kostnaðar og aðgengi var best að versla við vídeóleigurnar. Á svipuðum tíma og Íslendingar voru að venjast DVD diskum hóf lítið fyrirtæki, Netflix, að bjóða upp á áskriftarþjónustu vestanhafs þar sem diskar voru sendir heim með pósti og skilað sömu leið. Forsvarsmenn fyrirtækisins stungu upp á samstarfi við helsta samkeppnisaðilann, myndbandaleigurisann Blockbuster. Netflix myndi dreifa myndum í pósti í nafni Blockbuster og hinir síðarnefndu auglýstu Netflix fyrir viðskiptavinum sínum. Ekkert varð úr samstarfinu en um áratug síðar var Blockbuster gjaldþrota og Netflix farið að bjóða upp á streymi sjónvarpsefnis og kvikmynda á vefnum. Í dag eru vídeóleigur ekki til og tekjur Netflix orðnar helmingi hærri en þær voru mestar hjá Blockbuster. Þegar neytendur meta fyrrnefnd gæði, þægindi, kostnað og fyrirhöfn hefur Netflix haft vinninginn, rétt eins og Spotify á tónlistarsviðinu og Steam á tölvuleikjamarkaðnum. Raunar var því haldið fram í skýrslu bresku hugverkastofunnar (Intellectual property office) í fyrra að sterk tengsl væru á milli uppgangs streymisþjónusta á borð við Netflix og Spotify og mikils samdráttar í ólöglegu niðurhali. Svo virðist því sem neytendur hafi ekki endilega viljað nálgast efni með ólöglegum hætti, án alls kostnaðar, heldur hafi einfaldlega vantað þjónustu sem bauð upp á rétta blöndu gæða, þæginda, kostnaðar og aðgengis. Í áhugaverðri umfjöllun Fréttablaðsins nú í vikunni var þess getið að ólögleg dreifing íslensks sjónvarpsefnis á vefnum jafngilti yfir milljarði króna í töpuðum tekjum. Á svo litlum markaði er auðvitað ómögulegt að keppa við risa á borð við Netflix og Amazon Prime en þróunin virðist þó vera í rétta átt og vonandi verður áhugasömum brátt boðið upp á að kaupa einstaka seríur eða þætti á hagstæðu verði. Hinn mjög svo misgóði leikari Edward Norton kom með áhugaverðan punkt í nýlegu viðtali við bandaríska bankann Goldman Sachs. Hann sagði ástæðu þess að hugbúnaðarfyrirtæki hafi tekið yfir dreifingu tónlistar þá að tónlistargeirinn reyndi að berjast á móti niðurhalsforritum á borð við Napster í stað þess að tileinka sér tæknina. Sú þróun hafi vissulega komið nokkuð á óvart en Hollywood hafi í áratug séð í hvað stefndi. Netflix væri ekki til í dag hefðu kvikmyndaframleiðendur tileinkað sér og sótt fram í nýrri tækni í stað þess að leggja áherslu á að verja hefðbundna dreifingu í formi DVD diska. Það er ekki hægt að stöðva tæknilega framþróun. Við getum haft okkar skoðun á því hvort okkur þyki þróunin góð eða slæm en hún þeysist áfram hvort sem er. Netflix, Amazon og fleiri dreifingaraðilar hafa komið sér í yfirburðarstöðu og bera ábyrgð á að halda gæðunum í lagi. Við ættum því öll að hafa áhyggjur af 8 mynda samningi Netflix við Adam Sandler en hver veit nema Billy Madison 2 sé í vinnslu, þá sleppur þetta. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ég starfaði á vídeóleigu þegar kvikmyndir voru fyrst gefnar út á DVD diskum. Eigandinn hafði takmarkaða trú á þessari nýju tækni fyrst um sinn en það skipti litlu þegar upp var staðið, viðskiptavinirnir vildu DVD og fengu þá að lokum. Hver spóla eða diskur kostaði leigurnar umtalsverðar fjárhæðir, enda þurfti að texta þær á íslensku og merkja með tilheyrandi hætti þar sem óheimilt var að leigja út erlendar vörur. Einhverjir keyptu sér spólur erlendis og einstaka krakki fjölfaldaði myndir og þætti til sölu á Ircinu en umfangið var óverulegt. Að teknu tilliti til gæða, þæginda, kostnaðar og aðgengi var best að versla við vídeóleigurnar. Á svipuðum tíma og Íslendingar voru að venjast DVD diskum hóf lítið fyrirtæki, Netflix, að bjóða upp á áskriftarþjónustu vestanhafs þar sem diskar voru sendir heim með pósti og skilað sömu leið. Forsvarsmenn fyrirtækisins stungu upp á samstarfi við helsta samkeppnisaðilann, myndbandaleigurisann Blockbuster. Netflix myndi dreifa myndum í pósti í nafni Blockbuster og hinir síðarnefndu auglýstu Netflix fyrir viðskiptavinum sínum. Ekkert varð úr samstarfinu en um áratug síðar var Blockbuster gjaldþrota og Netflix farið að bjóða upp á streymi sjónvarpsefnis og kvikmynda á vefnum. Í dag eru vídeóleigur ekki til og tekjur Netflix orðnar helmingi hærri en þær voru mestar hjá Blockbuster. Þegar neytendur meta fyrrnefnd gæði, þægindi, kostnað og fyrirhöfn hefur Netflix haft vinninginn, rétt eins og Spotify á tónlistarsviðinu og Steam á tölvuleikjamarkaðnum. Raunar var því haldið fram í skýrslu bresku hugverkastofunnar (Intellectual property office) í fyrra að sterk tengsl væru á milli uppgangs streymisþjónusta á borð við Netflix og Spotify og mikils samdráttar í ólöglegu niðurhali. Svo virðist því sem neytendur hafi ekki endilega viljað nálgast efni með ólöglegum hætti, án alls kostnaðar, heldur hafi einfaldlega vantað þjónustu sem bauð upp á rétta blöndu gæða, þæginda, kostnaðar og aðgengis. Í áhugaverðri umfjöllun Fréttablaðsins nú í vikunni var þess getið að ólögleg dreifing íslensks sjónvarpsefnis á vefnum jafngilti yfir milljarði króna í töpuðum tekjum. Á svo litlum markaði er auðvitað ómögulegt að keppa við risa á borð við Netflix og Amazon Prime en þróunin virðist þó vera í rétta átt og vonandi verður áhugasömum brátt boðið upp á að kaupa einstaka seríur eða þætti á hagstæðu verði. Hinn mjög svo misgóði leikari Edward Norton kom með áhugaverðan punkt í nýlegu viðtali við bandaríska bankann Goldman Sachs. Hann sagði ástæðu þess að hugbúnaðarfyrirtæki hafi tekið yfir dreifingu tónlistar þá að tónlistargeirinn reyndi að berjast á móti niðurhalsforritum á borð við Napster í stað þess að tileinka sér tæknina. Sú þróun hafi vissulega komið nokkuð á óvart en Hollywood hafi í áratug séð í hvað stefndi. Netflix væri ekki til í dag hefðu kvikmyndaframleiðendur tileinkað sér og sótt fram í nýrri tækni í stað þess að leggja áherslu á að verja hefðbundna dreifingu í formi DVD diska. Það er ekki hægt að stöðva tæknilega framþróun. Við getum haft okkar skoðun á því hvort okkur þyki þróunin góð eða slæm en hún þeysist áfram hvort sem er. Netflix, Amazon og fleiri dreifingaraðilar hafa komið sér í yfirburðarstöðu og bera ábyrgð á að halda gæðunum í lagi. Við ættum því öll að hafa áhyggjur af 8 mynda samningi Netflix við Adam Sandler en hver veit nema Billy Madison 2 sé í vinnslu, þá sleppur þetta. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar