Bitcoin æsingur Björn Berg Gunnarsson skrifar 27. desember 2017 09:45 Rafmyntir eru gífurlega spennandi. Þekktust þeirra er Bitcoin og það má vel vera að í framtíðinni verði hún valkostur fyrir þá sem vilja nýta hana til daglegra viðskipta en í dag er hið mikla verðmæti hennar nær eingöngu falið í voninni um notagildi í framtíðinni. Bitcoin var áberandi í fjölmiðlum síðari hluta ársins sem nú er að líða, enda hefur verðið fimmtánfaldast það sem af er ári. Fréttir af miklum hækkunum eru vinsælar og verða oft kveikjan að frekari kaupum þar sem fátt hefur meiri áhrif á tilfinningar fjárfesta en áhyggjur af því að vera að missa af hækkunum. „Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð,“ má finna í fyrirvörum við auglýsingar fjármálafyrirtækja. Þetta ætti að segja sig sjálft en því miður hefur ávöxtun síðustu mánaða oft meiri áhrif á fjárfestinga- og sparnaðarákvarðanir en faglegt mat á framtíðarhorfum. Lítil verðbólga síðustu 12 mánuði segir ekkert til um hvernig verðtryggður sparnaður muni ávaxtast rétt eins og að hrunið 2008 var ekki ástæða til að forðast hlutabréf. Hækkanir rafmynta byggjast að miklu leyti á spákaupmennsku, æsingi og óskhyggju. Fjárfesting getur hugsanlega veitt skjótfenginn gróða en líka lækkað um þriðjung eins og þeir sem stukku seint á Bitcoin vagninn fengu í jólagjöf. Rétt eins og ef fjárfest væri í hlutabréfi nýsköpunarfyrirtækis er mikilvægt að fjárfestar kynni sér málin afar vel og taki ákvörðun um hvort kaupa skuli eða ekki byggða á faglegu mati. Óskhyggja er afar slæmur rökstuðningur fyrir fjárfestingu og ef hún reynist vel er það heppni, ekki færni. Eftir hækkanir ársins er Bitcoin nú á allra vörum og verður það væntanlega árið 2018. Það verður spennandi að sjá hvort sveiflur minnki, notkun í viðskiptum aukist (án gríðarlegs álags) og aðrar rafmyntir veki álíka athygli. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Rafmyntir eru gífurlega spennandi. Þekktust þeirra er Bitcoin og það má vel vera að í framtíðinni verði hún valkostur fyrir þá sem vilja nýta hana til daglegra viðskipta en í dag er hið mikla verðmæti hennar nær eingöngu falið í voninni um notagildi í framtíðinni. Bitcoin var áberandi í fjölmiðlum síðari hluta ársins sem nú er að líða, enda hefur verðið fimmtánfaldast það sem af er ári. Fréttir af miklum hækkunum eru vinsælar og verða oft kveikjan að frekari kaupum þar sem fátt hefur meiri áhrif á tilfinningar fjárfesta en áhyggjur af því að vera að missa af hækkunum. „Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð,“ má finna í fyrirvörum við auglýsingar fjármálafyrirtækja. Þetta ætti að segja sig sjálft en því miður hefur ávöxtun síðustu mánaða oft meiri áhrif á fjárfestinga- og sparnaðarákvarðanir en faglegt mat á framtíðarhorfum. Lítil verðbólga síðustu 12 mánuði segir ekkert til um hvernig verðtryggður sparnaður muni ávaxtast rétt eins og að hrunið 2008 var ekki ástæða til að forðast hlutabréf. Hækkanir rafmynta byggjast að miklu leyti á spákaupmennsku, æsingi og óskhyggju. Fjárfesting getur hugsanlega veitt skjótfenginn gróða en líka lækkað um þriðjung eins og þeir sem stukku seint á Bitcoin vagninn fengu í jólagjöf. Rétt eins og ef fjárfest væri í hlutabréfi nýsköpunarfyrirtækis er mikilvægt að fjárfestar kynni sér málin afar vel og taki ákvörðun um hvort kaupa skuli eða ekki byggða á faglegu mati. Óskhyggja er afar slæmur rökstuðningur fyrir fjárfestingu og ef hún reynist vel er það heppni, ekki færni. Eftir hækkanir ársins er Bitcoin nú á allra vörum og verður það væntanlega árið 2018. Það verður spennandi að sjá hvort sveiflur minnki, notkun í viðskiptum aukist (án gríðarlegs álags) og aðrar rafmyntir veki álíka athygli. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun