Öll í strætó Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 4. janúar 2018 07:00 Það gleður mig mjög að nú á nýju ári skuli Strætó BS taka mörg mikilvæg skref að bættri þjónustu við íbúa höfuðborgarsvæðisins. Ég er meðal annars að tala um lengri þjónustutíma, næturstrætó, enga sumaráætlun, aukna tíðni og aðgengi fleira fólks að þjónustunni. Við þurfum öflugt almenningssamgöngukerfi til að ekki verði gengið á umhverfisgæði íbúa á höfuðborgarsvæðinu þótt íbúum fjölgi og mikilvægur þáttur í því er að koma í veg fyrir að bílum fjölgi í sama hlutfalli. Fyrirhuguð Borgarlína gegnir þar lykilhlutverki en henni er ætlað að tengja kjarna allra sveitarfélaganna saman með samgöngu- og þróunarásum. Strætó mun þó áfram gegna veigamiklu hlutverki til að almenningssamgöngur verði raunhæfur kostur. Framtíðarsýn Strætó er að viðskiptavinir okkar kjósi að komast leiðar sinnar með Strætó vegna þess að það sé mun hagkvæmari, umhverfisvænni og jafnvel fljótlegri kostur en að nota einkabíl. Sem skref í átt að þessari framtíðarsýn aukum við þjónustu Strætó og innleiðum breytingar á leiðakerfi, lengjum þjónustutímann og aukum tíðni um leið og við stækkum þjónustusvæði Strætó. Leið 6 mun aka að Egilshöll í Grafarvogi á 10 mínútna tíðni á annatímum eins og leið 1 hefur nú gert í rúmt ár með góðum árangri. Þjónustutími verður lengdur til klukkan 1 eftir miðnætti á leiðum 1, 2, 3, 4, 5, 6, 11, 12, 15 og 18 og í akstursþjónustu fatlaðra. Næturakstur hefst til reynslu í eitt ár þannig að sex leiðir verða eknar á um klukkutíma fresti frá klukkan 01.00 til 04.30 úr miðbæ Reykjavíkur aðfaranætur laugar- og sunnudaga. Við munum fylgjast með notkun og árangri þessara breytinga enda er meginhlutverk Strætó BS að nýta það fé sem sveitarfélög og ríki fjárfesta í þjónustunni sem allra best til að koma til móts við óskir og væntingar viðskiptavina. Örar breytingar á þjónustu almenningssamgangna eru ekki ákjósanlegar og það gleður okkur því að geta tilkynnt að 2018 verður engin sérstök þjónustuskerðing yfir sumartímann eins og síðastliðin ár. Það er von mín að þessar breytingar geri fleiri íbúum kleift að koma með í Strætó, það er upplagt áramótaheit. Höfundur er stjórnarformaður Strætó, varaformaður Samfylkingarinnar og borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það gleður mig mjög að nú á nýju ári skuli Strætó BS taka mörg mikilvæg skref að bættri þjónustu við íbúa höfuðborgarsvæðisins. Ég er meðal annars að tala um lengri þjónustutíma, næturstrætó, enga sumaráætlun, aukna tíðni og aðgengi fleira fólks að þjónustunni. Við þurfum öflugt almenningssamgöngukerfi til að ekki verði gengið á umhverfisgæði íbúa á höfuðborgarsvæðinu þótt íbúum fjölgi og mikilvægur þáttur í því er að koma í veg fyrir að bílum fjölgi í sama hlutfalli. Fyrirhuguð Borgarlína gegnir þar lykilhlutverki en henni er ætlað að tengja kjarna allra sveitarfélaganna saman með samgöngu- og þróunarásum. Strætó mun þó áfram gegna veigamiklu hlutverki til að almenningssamgöngur verði raunhæfur kostur. Framtíðarsýn Strætó er að viðskiptavinir okkar kjósi að komast leiðar sinnar með Strætó vegna þess að það sé mun hagkvæmari, umhverfisvænni og jafnvel fljótlegri kostur en að nota einkabíl. Sem skref í átt að þessari framtíðarsýn aukum við þjónustu Strætó og innleiðum breytingar á leiðakerfi, lengjum þjónustutímann og aukum tíðni um leið og við stækkum þjónustusvæði Strætó. Leið 6 mun aka að Egilshöll í Grafarvogi á 10 mínútna tíðni á annatímum eins og leið 1 hefur nú gert í rúmt ár með góðum árangri. Þjónustutími verður lengdur til klukkan 1 eftir miðnætti á leiðum 1, 2, 3, 4, 5, 6, 11, 12, 15 og 18 og í akstursþjónustu fatlaðra. Næturakstur hefst til reynslu í eitt ár þannig að sex leiðir verða eknar á um klukkutíma fresti frá klukkan 01.00 til 04.30 úr miðbæ Reykjavíkur aðfaranætur laugar- og sunnudaga. Við munum fylgjast með notkun og árangri þessara breytinga enda er meginhlutverk Strætó BS að nýta það fé sem sveitarfélög og ríki fjárfesta í þjónustunni sem allra best til að koma til móts við óskir og væntingar viðskiptavina. Örar breytingar á þjónustu almenningssamgangna eru ekki ákjósanlegar og það gleður okkur því að geta tilkynnt að 2018 verður engin sérstök þjónustuskerðing yfir sumartímann eins og síðastliðin ár. Það er von mín að þessar breytingar geri fleiri íbúum kleift að koma með í Strætó, það er upplagt áramótaheit. Höfundur er stjórnarformaður Strætó, varaformaður Samfylkingarinnar og borgarfulltrúi.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar