Umferð, loftslag og staðreyndir Sabine Leskopf skrifar 8. febrúar 2018 12:44 Aldrei hafa verið jafn margir bílar á götum Reykjavíkur og einmitt núna. Aldrei höfum við dælt meira af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið en akkúrat núna. Við nálgumst ekki Parísarsamkomulagið um að draga úr útblæstri heldur aukum hann jafnt og þétt. Þetta eru staðreyndir sem koma upp í huga minn þegar verið er að tala um umferðarmál í Reykjavík. Komandi upphaflega frá Þýskalandi veit ég vel hvað umferðartafir eru, 3-4 klukkustundir í stórborg eða á hraðbraut, missa af flugi þess vegna og annað þvíumlíkt. Ég verð að viðurkenna að mér finnst það stundum kátbroslegt þegar menn kvarta yfir umferðartöfum í Reykjavík í samanburði við það. En ég er farin að hafa áhyggjur af umferðinni í Reykjavík. Hún mengar svo gífurlega með öllum þessum fjölda bíla og svo margir á nagladekkjum. Mengunin í borginni er staðreynd sem ætti að valda okkur öllum áhyggjum, ekki bara þeim sem þjást af öndunarsjúkdómum. Mengunin er ekki gott vegarnesti fyrir börnin okkar, þvert á móti. Mengun af því tagi sem nú mælist í Reykjavík skaðar alla borgara og það er víða erlendis sem borgir grípa til ráðstafana þegar svo langt er gengið. Í mínu gamla heimalandi berjast íbúasamtök um allt land fyrir því að minnka umferð í nágrenni sínu og það er ekkert skrýtið. Við viljum helst hafa það rólegt nálægt okkur sjálfum en komast svo hindrunarlaust leiðar okkar á bílnum. En þetta hefur afleiðingar fyrir okkur, aðra og ekki síst komandi kynslóðir og það er kominn tími til að við hugsum alvarlega um þau mál. Talið er að á Íslandi deyja árlega 80 manns af völdum svifryksmengunar. Við stöndum á þröskuldi mikilla hamafara vegna hnattrænnar hlýnunar og þau sem súpa seyðið af því verða afkomendur okkar. Við getum ekki bara böðlast áfram eins og ekkert hafi í skorist. Og það þýðir ekkert að malda í móinn og segja að þetta reddist og það komi rafbílar fljótlega. Þær tugþúsundir bíla sem keyptir hafa verið undanfarna mánuði eru fæstir rafbílar og þeir eiga eftir að menga í 12-15 ár. Það er enn ein staðreyndin sem vert er að muna. Við verðum að stemma stigu við auknum útblæstri og það er verkefni okkar núna, ekki framtíðarkynslóða sem hvort sem er þurfa að berjast við afleiðingar gerða okkar í dag.Höfundur er varaborgarfulltrúi og formaður Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Aldrei hafa verið jafn margir bílar á götum Reykjavíkur og einmitt núna. Aldrei höfum við dælt meira af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið en akkúrat núna. Við nálgumst ekki Parísarsamkomulagið um að draga úr útblæstri heldur aukum hann jafnt og þétt. Þetta eru staðreyndir sem koma upp í huga minn þegar verið er að tala um umferðarmál í Reykjavík. Komandi upphaflega frá Þýskalandi veit ég vel hvað umferðartafir eru, 3-4 klukkustundir í stórborg eða á hraðbraut, missa af flugi þess vegna og annað þvíumlíkt. Ég verð að viðurkenna að mér finnst það stundum kátbroslegt þegar menn kvarta yfir umferðartöfum í Reykjavík í samanburði við það. En ég er farin að hafa áhyggjur af umferðinni í Reykjavík. Hún mengar svo gífurlega með öllum þessum fjölda bíla og svo margir á nagladekkjum. Mengunin í borginni er staðreynd sem ætti að valda okkur öllum áhyggjum, ekki bara þeim sem þjást af öndunarsjúkdómum. Mengunin er ekki gott vegarnesti fyrir börnin okkar, þvert á móti. Mengun af því tagi sem nú mælist í Reykjavík skaðar alla borgara og það er víða erlendis sem borgir grípa til ráðstafana þegar svo langt er gengið. Í mínu gamla heimalandi berjast íbúasamtök um allt land fyrir því að minnka umferð í nágrenni sínu og það er ekkert skrýtið. Við viljum helst hafa það rólegt nálægt okkur sjálfum en komast svo hindrunarlaust leiðar okkar á bílnum. En þetta hefur afleiðingar fyrir okkur, aðra og ekki síst komandi kynslóðir og það er kominn tími til að við hugsum alvarlega um þau mál. Talið er að á Íslandi deyja árlega 80 manns af völdum svifryksmengunar. Við stöndum á þröskuldi mikilla hamafara vegna hnattrænnar hlýnunar og þau sem súpa seyðið af því verða afkomendur okkar. Við getum ekki bara böðlast áfram eins og ekkert hafi í skorist. Og það þýðir ekkert að malda í móinn og segja að þetta reddist og það komi rafbílar fljótlega. Þær tugþúsundir bíla sem keyptir hafa verið undanfarna mánuði eru fæstir rafbílar og þeir eiga eftir að menga í 12-15 ár. Það er enn ein staðreyndin sem vert er að muna. Við verðum að stemma stigu við auknum útblæstri og það er verkefni okkar núna, ekki framtíðarkynslóða sem hvort sem er þurfa að berjast við afleiðingar gerða okkar í dag.Höfundur er varaborgarfulltrúi og formaður Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun