Hálfur lífeyrir Björn Berg Gunnarsson skrifar 28. mars 2018 07:00 Skerðingar á greiðslum Tryggingastofnunar (TR) eru með eldfimari umræðuefnum. Sitt sýnist hverjum um hlutverk stofnunarinnar og hvað teljist sanngjarnt þegar kemur að samspili tekna og greiðslna en lítið er þó rætt um hálfan lífeyri, nokkuð undarlega nýjung sem kynnt var til leiks um áramótin. Greiðslur lífeyris TR skerðast vegna tekna. Hlutfallið er 45% hjá sambúðarfólki og 56,9% hjá þeim sem búa einir. Á þessu eru þó undantekningar. Almennt frítekjumark er 25.000 kr. á mánuði og að auki er sérstakt 100.000 kr. frítekjumark vegna launatekna. Þá hefur séreignarsparnaður engin áhrif á greiðslur ellilífeyris. Þetta á við um hefðbundna töku greiðslna frá stofnuninni en hálfur lífeyrir skerðist hins vegar ekki um krónu vegna tekna, hvernig svo sem stendur á því. Hálfan lífeyri er hægt að sækja um að því gefnu að við höfum náð 65 ára aldri og sótt um slíkar greiðslur samtímis hjá TR og lífeyrissjóðum. Samanlagður hálfur lífeyrir frá stofnunni og lífeyrissjóðum verður að lágmarki að jafngilda fullum lífeyri hjá TR. Séu lífeyrisréttindi mjög lítil er því ekki hægt að sækja um þessa útfærslu. Hugmyndin er ágæt. Það getur verið freistandi að minnka við sig starfshlutfall en ekki víst að fjárhagur fólks leyfi að tekjurnar minnki. Því er brugðið á það ráð að heimila okkur að sækja hálfar greiðslur frá lífeyrissjóðum og TR til að minnka tekjutapið. Það er þó eilítið sérstakt að þeir sem kjósi þessa leið sleppi alfarið við skerðingar. Sá sem safnað hefur góðum lífeyrisréttindum, segjum 600.000 kr. á mánuði, veit að hann mun ekki fá neinar greiðslur frá Tryggingastofnun þegar hann hættir að vinna. Sé sótt um hálfan lífeyri myndast allt í einu réttindi, yfir 100.000 krónum á mánuði. Er nema von að fjármál við starfslok flækist fyrir mörgum?Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
Skerðingar á greiðslum Tryggingastofnunar (TR) eru með eldfimari umræðuefnum. Sitt sýnist hverjum um hlutverk stofnunarinnar og hvað teljist sanngjarnt þegar kemur að samspili tekna og greiðslna en lítið er þó rætt um hálfan lífeyri, nokkuð undarlega nýjung sem kynnt var til leiks um áramótin. Greiðslur lífeyris TR skerðast vegna tekna. Hlutfallið er 45% hjá sambúðarfólki og 56,9% hjá þeim sem búa einir. Á þessu eru þó undantekningar. Almennt frítekjumark er 25.000 kr. á mánuði og að auki er sérstakt 100.000 kr. frítekjumark vegna launatekna. Þá hefur séreignarsparnaður engin áhrif á greiðslur ellilífeyris. Þetta á við um hefðbundna töku greiðslna frá stofnuninni en hálfur lífeyrir skerðist hins vegar ekki um krónu vegna tekna, hvernig svo sem stendur á því. Hálfan lífeyri er hægt að sækja um að því gefnu að við höfum náð 65 ára aldri og sótt um slíkar greiðslur samtímis hjá TR og lífeyrissjóðum. Samanlagður hálfur lífeyrir frá stofnunni og lífeyrissjóðum verður að lágmarki að jafngilda fullum lífeyri hjá TR. Séu lífeyrisréttindi mjög lítil er því ekki hægt að sækja um þessa útfærslu. Hugmyndin er ágæt. Það getur verið freistandi að minnka við sig starfshlutfall en ekki víst að fjárhagur fólks leyfi að tekjurnar minnki. Því er brugðið á það ráð að heimila okkur að sækja hálfar greiðslur frá lífeyrissjóðum og TR til að minnka tekjutapið. Það er þó eilítið sérstakt að þeir sem kjósi þessa leið sleppi alfarið við skerðingar. Sá sem safnað hefur góðum lífeyrisréttindum, segjum 600.000 kr. á mánuði, veit að hann mun ekki fá neinar greiðslur frá Tryggingastofnun þegar hann hættir að vinna. Sé sótt um hálfan lífeyri myndast allt í einu réttindi, yfir 100.000 krónum á mánuði. Er nema von að fjármál við starfslok flækist fyrir mörgum?Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar