Hvítir fílar alls staðar Björn Berg Gunnarsson skrifar 16. maí 2018 07:00 Eru innviðaframkvæmdir sem krafist er vegna stórmóta í íþróttum betri en aðrar? Það hlýtur að vekja athygli að þegar gríðarhár kostnaður við Ólympíuleika og heimsmeistaramót í fótbolta er gagnrýndur séu svörin nær alltaf þau sömu. Að stóru leyti sé um að ræða fjárfestingu í samgöngukerfi og leikvöngum og skattgreiðendur þurfi ekki að hafa áhyggjur af slíku, enda borgi slíkt sig á endanum. Ef svo er hljótum við að spyrja okkur hvers vegna það þurfi stórmót til að ráðist sé í svo arðbærar framkvæmdir. Eru hagfræðingar FIFA og Alþjóðlegu Ólympíunefndarinnar betri en aðrir eða er flugvöllur sem byggður er vegna íþróttamóts betri en aðrir flugvellir? Hvort er líklegra, að þær framkvæmdir sem nauðsynlegar eru til að uppfylla skilyrði alþjóðlegra íþróttasambanda séu arðbærari en gengur og gerist eða að gripið sé til þessa málflutnings til að réttlæta háan kostnað og ítrekaðar framúrkeyrslur? Nýlega var þó látið reyna á nýja nálgun. Formaður skipulagsnefndar HM í Rússlandi sagði ljóst að þegar mótið verður flautað af verði engir svokallaðir hvítir fílar í landinu, en með því er átt við leikvanga sem engin þörf er á. Hann hélt áfram og sagði að ráðist hefði verið í allar þær framkvæmdir sem nauðsynlegar væru vegna mótsins, hvort sem Rússland hefði fengið að hýsa það eða ekki. Ekki er vitað hvort honum hafi verið bent á að um 13.000 áhorfendur sæki leiki í rússnesku úrvalsdeildinni að meðaltali en leikvangarnir nýju geti tekið við 44.700 áhorfendum, þrátt fyrir að þrír þeirra verði minnkaðir að loknu móti. Þá sé ekki leikið nema á helmingi þeirra í úrvalsdeild. Auðvitað verða hvítir fílar í Rússlandi að loknu móti, rétt eins og í Brasilíu, Suður-Afríku, Ástralíu, Grikklandi og fleiri löndum sem sitja í dag uppi með innviðauppbyggingu sem réttlætt var á sínum tíma með þeirri fullyrðingu að slíkt borgaði sig alltaf.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Eru innviðaframkvæmdir sem krafist er vegna stórmóta í íþróttum betri en aðrar? Það hlýtur að vekja athygli að þegar gríðarhár kostnaður við Ólympíuleika og heimsmeistaramót í fótbolta er gagnrýndur séu svörin nær alltaf þau sömu. Að stóru leyti sé um að ræða fjárfestingu í samgöngukerfi og leikvöngum og skattgreiðendur þurfi ekki að hafa áhyggjur af slíku, enda borgi slíkt sig á endanum. Ef svo er hljótum við að spyrja okkur hvers vegna það þurfi stórmót til að ráðist sé í svo arðbærar framkvæmdir. Eru hagfræðingar FIFA og Alþjóðlegu Ólympíunefndarinnar betri en aðrir eða er flugvöllur sem byggður er vegna íþróttamóts betri en aðrir flugvellir? Hvort er líklegra, að þær framkvæmdir sem nauðsynlegar eru til að uppfylla skilyrði alþjóðlegra íþróttasambanda séu arðbærari en gengur og gerist eða að gripið sé til þessa málflutnings til að réttlæta háan kostnað og ítrekaðar framúrkeyrslur? Nýlega var þó látið reyna á nýja nálgun. Formaður skipulagsnefndar HM í Rússlandi sagði ljóst að þegar mótið verður flautað af verði engir svokallaðir hvítir fílar í landinu, en með því er átt við leikvanga sem engin þörf er á. Hann hélt áfram og sagði að ráðist hefði verið í allar þær framkvæmdir sem nauðsynlegar væru vegna mótsins, hvort sem Rússland hefði fengið að hýsa það eða ekki. Ekki er vitað hvort honum hafi verið bent á að um 13.000 áhorfendur sæki leiki í rússnesku úrvalsdeildinni að meðaltali en leikvangarnir nýju geti tekið við 44.700 áhorfendum, þrátt fyrir að þrír þeirra verði minnkaðir að loknu móti. Þá sé ekki leikið nema á helmingi þeirra í úrvalsdeild. Auðvitað verða hvítir fílar í Rússlandi að loknu móti, rétt eins og í Brasilíu, Suður-Afríku, Ástralíu, Grikklandi og fleiri löndum sem sitja í dag uppi með innviðauppbyggingu sem réttlætt var á sínum tíma með þeirri fullyrðingu að slíkt borgaði sig alltaf.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar