Við bíðum Ólöf Skaftadóttir skrifar 8. ágúst 2018 07:00 Bandaríska farveitan Lyft gaf á dögunum hundrað íbúum Chicago-borgar inneign upp á 550 Bandaríkjadali, um 58 þúsund krónur, sem þeir geta nýtt í viðskiptum við nokkrar farveitur; svokölluð borgarhjól, Lyft og deilibílana Zipcar – gegn því að íbúarnir leggi einkabíl sínum í einn mánuð. Framkvæmdastjóri farveitunnar á svæðinu sagðist vilja veita fólki tækifæri til þess að leggja bílnum sínum í þrjátíu daga og gefa því allt sem það þarf til þess að ferðast um borgina. Með þessu vill fyrirtækið efna til umræðu um hversu dýrt það er að eiga og reka bíl. Uppátæki Lyft vekur spurningar um bílaeign, þótt hagnaðarsjónarmið liggi sennilegast þar að baki og tilraun til þess að svara þeirri gagnrýni sem farveitur hafa að undanförnu sætt, eftir að bandarísk rannsókn sýndi að þjónusta þessara fyrirtækja dregur hvorki úr bílaeign né mengun ef marka má reynsluna í níu stærstu borgunum þar í landi. Aðrar rannsóknir hafa þó áður sýnt fram á hið gagnstæða. Hvað sem því líður hafa Uber og Lyft fjárfest í nýstárlegum samgöngutækjum að undanförnu til að bæta við þjónustu sína, meðal annars rafhjólum sem ætlað er að leysa bílana af í styttri ferðum og á álagstímum. Forstjóri Uber hefur sagt að hann vilji koma almenningssamgöngum inn í þjónustu Uber, þannig að allir samgöngumátar standi notendum til boða, þótt hann hafi ekki sjálfur tekjur af öllum nýju úrræðunum. Framkvæmdastjórinn hjá Lyft sagðist einnig vita að Lyft væri ekki eina svarið. Það væri ómögulegt að koma nægilega mörgum bílum á göturnar til þess að koma öllum leiðar sinnar. Almenningssamgöngur væru nauðsynlegar. Farveitur líka. Fólk þyrfti að ganga og hjóla leiðar sinnar. Það væri markmiðið. Á höfuðborgarsvæðinu er gert ráð fyrir mikilli fjölgun íbúa næstu árin. Spár segja höfuðborgarbúa verða tæplega 300 þúsund talsins eftir rúmlega tuttugu ár. Þá sækir gífurlegur fjöldi ferðamanna borgina heim á degi hverjum. Þótt Reykjavík sé ekki milljónaborg er ljóst að mæta þarf fjölguninni með skynsamlegum ráðum. Það geta ekki allir ferðast um á einkabíl á yfirfullum götum. Við þurfum valkosti, sem eru ekki of dýrir fyrir neytendur. Umbætur á almenningssamgöngum eru nauðsynlegar, bíllaus lífstíll þarf að verða heillandi kostur með gerð hjólastíga og gönguleiða, umhverfisvænir ferðamátar gerðir að forgangsmáli og farveitur á borð við Uber og Lyft þurfa leyfi til að starfa í borginni – jafnvel með því skilyrði að bifreiðarnar séu að einhverju leyti rafmagnsknúnar. Slíkar umbætur eru mikilvægar fyrir margra hluta sakir, til dæmis með tilliti til umhverfissjónarmiða og tímasparnaðar. Umbæturnar eru ekki síst mikilvægt kjaramál. Meðalnotandi einkabíls eyðir verulegum hluta ráðstöfunartekna sinna í rekstur bifreiðar. Úr samgönguráðuneytinu er það annars að frétta að það er ekki búið að fjármagna umbætur í almenningssamgöngum og þau ætla að taka sér að minnsta kosti næsta árið til að pæla í þessu með farveiturnar. Við bíðum bara róleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Samgöngur Tækni Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Bandaríska farveitan Lyft gaf á dögunum hundrað íbúum Chicago-borgar inneign upp á 550 Bandaríkjadali, um 58 þúsund krónur, sem þeir geta nýtt í viðskiptum við nokkrar farveitur; svokölluð borgarhjól, Lyft og deilibílana Zipcar – gegn því að íbúarnir leggi einkabíl sínum í einn mánuð. Framkvæmdastjóri farveitunnar á svæðinu sagðist vilja veita fólki tækifæri til þess að leggja bílnum sínum í þrjátíu daga og gefa því allt sem það þarf til þess að ferðast um borgina. Með þessu vill fyrirtækið efna til umræðu um hversu dýrt það er að eiga og reka bíl. Uppátæki Lyft vekur spurningar um bílaeign, þótt hagnaðarsjónarmið liggi sennilegast þar að baki og tilraun til þess að svara þeirri gagnrýni sem farveitur hafa að undanförnu sætt, eftir að bandarísk rannsókn sýndi að þjónusta þessara fyrirtækja dregur hvorki úr bílaeign né mengun ef marka má reynsluna í níu stærstu borgunum þar í landi. Aðrar rannsóknir hafa þó áður sýnt fram á hið gagnstæða. Hvað sem því líður hafa Uber og Lyft fjárfest í nýstárlegum samgöngutækjum að undanförnu til að bæta við þjónustu sína, meðal annars rafhjólum sem ætlað er að leysa bílana af í styttri ferðum og á álagstímum. Forstjóri Uber hefur sagt að hann vilji koma almenningssamgöngum inn í þjónustu Uber, þannig að allir samgöngumátar standi notendum til boða, þótt hann hafi ekki sjálfur tekjur af öllum nýju úrræðunum. Framkvæmdastjórinn hjá Lyft sagðist einnig vita að Lyft væri ekki eina svarið. Það væri ómögulegt að koma nægilega mörgum bílum á göturnar til þess að koma öllum leiðar sinnar. Almenningssamgöngur væru nauðsynlegar. Farveitur líka. Fólk þyrfti að ganga og hjóla leiðar sinnar. Það væri markmiðið. Á höfuðborgarsvæðinu er gert ráð fyrir mikilli fjölgun íbúa næstu árin. Spár segja höfuðborgarbúa verða tæplega 300 þúsund talsins eftir rúmlega tuttugu ár. Þá sækir gífurlegur fjöldi ferðamanna borgina heim á degi hverjum. Þótt Reykjavík sé ekki milljónaborg er ljóst að mæta þarf fjölguninni með skynsamlegum ráðum. Það geta ekki allir ferðast um á einkabíl á yfirfullum götum. Við þurfum valkosti, sem eru ekki of dýrir fyrir neytendur. Umbætur á almenningssamgöngum eru nauðsynlegar, bíllaus lífstíll þarf að verða heillandi kostur með gerð hjólastíga og gönguleiða, umhverfisvænir ferðamátar gerðir að forgangsmáli og farveitur á borð við Uber og Lyft þurfa leyfi til að starfa í borginni – jafnvel með því skilyrði að bifreiðarnar séu að einhverju leyti rafmagnsknúnar. Slíkar umbætur eru mikilvægar fyrir margra hluta sakir, til dæmis með tilliti til umhverfissjónarmiða og tímasparnaðar. Umbæturnar eru ekki síst mikilvægt kjaramál. Meðalnotandi einkabíls eyðir verulegum hluta ráðstöfunartekna sinna í rekstur bifreiðar. Úr samgönguráðuneytinu er það annars að frétta að það er ekki búið að fjármagna umbætur í almenningssamgöngum og þau ætla að taka sér að minnsta kosti næsta árið til að pæla í þessu með farveiturnar. Við bíðum bara róleg.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar