Við bíðum Ólöf Skaftadóttir skrifar 8. ágúst 2018 07:00 Bandaríska farveitan Lyft gaf á dögunum hundrað íbúum Chicago-borgar inneign upp á 550 Bandaríkjadali, um 58 þúsund krónur, sem þeir geta nýtt í viðskiptum við nokkrar farveitur; svokölluð borgarhjól, Lyft og deilibílana Zipcar – gegn því að íbúarnir leggi einkabíl sínum í einn mánuð. Framkvæmdastjóri farveitunnar á svæðinu sagðist vilja veita fólki tækifæri til þess að leggja bílnum sínum í þrjátíu daga og gefa því allt sem það þarf til þess að ferðast um borgina. Með þessu vill fyrirtækið efna til umræðu um hversu dýrt það er að eiga og reka bíl. Uppátæki Lyft vekur spurningar um bílaeign, þótt hagnaðarsjónarmið liggi sennilegast þar að baki og tilraun til þess að svara þeirri gagnrýni sem farveitur hafa að undanförnu sætt, eftir að bandarísk rannsókn sýndi að þjónusta þessara fyrirtækja dregur hvorki úr bílaeign né mengun ef marka má reynsluna í níu stærstu borgunum þar í landi. Aðrar rannsóknir hafa þó áður sýnt fram á hið gagnstæða. Hvað sem því líður hafa Uber og Lyft fjárfest í nýstárlegum samgöngutækjum að undanförnu til að bæta við þjónustu sína, meðal annars rafhjólum sem ætlað er að leysa bílana af í styttri ferðum og á álagstímum. Forstjóri Uber hefur sagt að hann vilji koma almenningssamgöngum inn í þjónustu Uber, þannig að allir samgöngumátar standi notendum til boða, þótt hann hafi ekki sjálfur tekjur af öllum nýju úrræðunum. Framkvæmdastjórinn hjá Lyft sagðist einnig vita að Lyft væri ekki eina svarið. Það væri ómögulegt að koma nægilega mörgum bílum á göturnar til þess að koma öllum leiðar sinnar. Almenningssamgöngur væru nauðsynlegar. Farveitur líka. Fólk þyrfti að ganga og hjóla leiðar sinnar. Það væri markmiðið. Á höfuðborgarsvæðinu er gert ráð fyrir mikilli fjölgun íbúa næstu árin. Spár segja höfuðborgarbúa verða tæplega 300 þúsund talsins eftir rúmlega tuttugu ár. Þá sækir gífurlegur fjöldi ferðamanna borgina heim á degi hverjum. Þótt Reykjavík sé ekki milljónaborg er ljóst að mæta þarf fjölguninni með skynsamlegum ráðum. Það geta ekki allir ferðast um á einkabíl á yfirfullum götum. Við þurfum valkosti, sem eru ekki of dýrir fyrir neytendur. Umbætur á almenningssamgöngum eru nauðsynlegar, bíllaus lífstíll þarf að verða heillandi kostur með gerð hjólastíga og gönguleiða, umhverfisvænir ferðamátar gerðir að forgangsmáli og farveitur á borð við Uber og Lyft þurfa leyfi til að starfa í borginni – jafnvel með því skilyrði að bifreiðarnar séu að einhverju leyti rafmagnsknúnar. Slíkar umbætur eru mikilvægar fyrir margra hluta sakir, til dæmis með tilliti til umhverfissjónarmiða og tímasparnaðar. Umbæturnar eru ekki síst mikilvægt kjaramál. Meðalnotandi einkabíls eyðir verulegum hluta ráðstöfunartekna sinna í rekstur bifreiðar. Úr samgönguráðuneytinu er það annars að frétta að það er ekki búið að fjármagna umbætur í almenningssamgöngum og þau ætla að taka sér að minnsta kosti næsta árið til að pæla í þessu með farveiturnar. Við bíðum bara róleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Samgöngur Tækni Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Bandaríska farveitan Lyft gaf á dögunum hundrað íbúum Chicago-borgar inneign upp á 550 Bandaríkjadali, um 58 þúsund krónur, sem þeir geta nýtt í viðskiptum við nokkrar farveitur; svokölluð borgarhjól, Lyft og deilibílana Zipcar – gegn því að íbúarnir leggi einkabíl sínum í einn mánuð. Framkvæmdastjóri farveitunnar á svæðinu sagðist vilja veita fólki tækifæri til þess að leggja bílnum sínum í þrjátíu daga og gefa því allt sem það þarf til þess að ferðast um borgina. Með þessu vill fyrirtækið efna til umræðu um hversu dýrt það er að eiga og reka bíl. Uppátæki Lyft vekur spurningar um bílaeign, þótt hagnaðarsjónarmið liggi sennilegast þar að baki og tilraun til þess að svara þeirri gagnrýni sem farveitur hafa að undanförnu sætt, eftir að bandarísk rannsókn sýndi að þjónusta þessara fyrirtækja dregur hvorki úr bílaeign né mengun ef marka má reynsluna í níu stærstu borgunum þar í landi. Aðrar rannsóknir hafa þó áður sýnt fram á hið gagnstæða. Hvað sem því líður hafa Uber og Lyft fjárfest í nýstárlegum samgöngutækjum að undanförnu til að bæta við þjónustu sína, meðal annars rafhjólum sem ætlað er að leysa bílana af í styttri ferðum og á álagstímum. Forstjóri Uber hefur sagt að hann vilji koma almenningssamgöngum inn í þjónustu Uber, þannig að allir samgöngumátar standi notendum til boða, þótt hann hafi ekki sjálfur tekjur af öllum nýju úrræðunum. Framkvæmdastjórinn hjá Lyft sagðist einnig vita að Lyft væri ekki eina svarið. Það væri ómögulegt að koma nægilega mörgum bílum á göturnar til þess að koma öllum leiðar sinnar. Almenningssamgöngur væru nauðsynlegar. Farveitur líka. Fólk þyrfti að ganga og hjóla leiðar sinnar. Það væri markmiðið. Á höfuðborgarsvæðinu er gert ráð fyrir mikilli fjölgun íbúa næstu árin. Spár segja höfuðborgarbúa verða tæplega 300 þúsund talsins eftir rúmlega tuttugu ár. Þá sækir gífurlegur fjöldi ferðamanna borgina heim á degi hverjum. Þótt Reykjavík sé ekki milljónaborg er ljóst að mæta þarf fjölguninni með skynsamlegum ráðum. Það geta ekki allir ferðast um á einkabíl á yfirfullum götum. Við þurfum valkosti, sem eru ekki of dýrir fyrir neytendur. Umbætur á almenningssamgöngum eru nauðsynlegar, bíllaus lífstíll þarf að verða heillandi kostur með gerð hjólastíga og gönguleiða, umhverfisvænir ferðamátar gerðir að forgangsmáli og farveitur á borð við Uber og Lyft þurfa leyfi til að starfa í borginni – jafnvel með því skilyrði að bifreiðarnar séu að einhverju leyti rafmagnsknúnar. Slíkar umbætur eru mikilvægar fyrir margra hluta sakir, til dæmis með tilliti til umhverfissjónarmiða og tímasparnaðar. Umbæturnar eru ekki síst mikilvægt kjaramál. Meðalnotandi einkabíls eyðir verulegum hluta ráðstöfunartekna sinna í rekstur bifreiðar. Úr samgönguráðuneytinu er það annars að frétta að það er ekki búið að fjármagna umbætur í almenningssamgöngum og þau ætla að taka sér að minnsta kosti næsta árið til að pæla í þessu með farveiturnar. Við bíðum bara róleg.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun