Tollaveislan mikla Björn Berg Gunnarsson skrifar 26. september 2018 07:00 Hvenær ætlum við Íslendingar að hætta að notfæra okkur Frakka og Spánverja í viðskiptum? Á síðasta ári var vöruútflutningur okkar til þessara landa samtals 70 milljörðum króna meiri en innflutningurinn. Fjandskapur frænda okkar Norðmanna á sama tíma kemur svo óþægilega á óvart, en vöruskiptajöfnuður okkar við þá var neikvæður um 40 milljarða. Sem betur fer kæmust fáir upp með svona talsmáta hér á landi, enda fráleit sýn á efnahagsmál. Viðskiptajöfnuður er okkur vissulega mjög mikilvægur, en þar skiptir heildin máli. Ef jöfnuðurinn mætti ekki vera neikvæður gagnvart einu einasta landi er ljóst að alþjóðleg viðskipti gengju ekki upp. Þetta er þó orðræðan vestanhafs þessa dagana og gengur forseti Bandaríkjanna svo langt að segja Kínverja ræna bandarísku þjóðina í formi viðskiptahallans og ræðst á nágranna sína í Kanada vegna vöruskiptahalla þó viðskiptajöfnuðurinn sé í heild nálægt núllinu. Til að verja innlenda framleiðslu er tollum útdeilt eins og pennum á Framadögum og á endanum tapa allir. Er það nú viðurkennt að frjáls alþjóðaviðskipti, sem rifu stóran hluta mannkyns upp úr sárri fátækt, hafi eftir á að hyggja verið mistök? Er Vesturlöndum betur borgið með verndarstefnu og viðskiptastríðum? Á hvaða fundi var það ákveðið? Ekki var ég boðaður á þann fund. Þó að við fylgjumst með þessum farsa úr fjarska er ekki ósennilegt að við Íslendingar förum fljótlega að finna fyrir áhrifum hans. Ísland hefur einmitt notið ávaxtanna af frelsi í utanríkisviðskiptum í ríkum mæli síðustu áratugi. Útflytjendur hafa notið tiltölulega óhefts aðgangs að erlendum mörkuðum á sama tíma og lífskjör íslenskra fjölskyldna hafa batnað vegna afnáms tolla og aukinnar samkeppni á alþjóðavísu. Við eigum því talsvert mikið undir því að ekki verði afturför í þeim efnum. Af þessu tilefni verður Duane Layton, sem komið hefur að fjölda milliríkjasamninga fyrir hönd bandaríska viðskiptaráðuneytisins, gestur Fjármálaþings Íslandsbanka í dag. Hann mun ræða um þær breytingar sem orðið hafa á viðskiptastefnu Bandaríkjanna í forsetatíð Donald Trump og í hvað stefnir með sama áframhaldi sem mun án efa hafa áhrif á okkur öll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hvenær ætlum við Íslendingar að hætta að notfæra okkur Frakka og Spánverja í viðskiptum? Á síðasta ári var vöruútflutningur okkar til þessara landa samtals 70 milljörðum króna meiri en innflutningurinn. Fjandskapur frænda okkar Norðmanna á sama tíma kemur svo óþægilega á óvart, en vöruskiptajöfnuður okkar við þá var neikvæður um 40 milljarða. Sem betur fer kæmust fáir upp með svona talsmáta hér á landi, enda fráleit sýn á efnahagsmál. Viðskiptajöfnuður er okkur vissulega mjög mikilvægur, en þar skiptir heildin máli. Ef jöfnuðurinn mætti ekki vera neikvæður gagnvart einu einasta landi er ljóst að alþjóðleg viðskipti gengju ekki upp. Þetta er þó orðræðan vestanhafs þessa dagana og gengur forseti Bandaríkjanna svo langt að segja Kínverja ræna bandarísku þjóðina í formi viðskiptahallans og ræðst á nágranna sína í Kanada vegna vöruskiptahalla þó viðskiptajöfnuðurinn sé í heild nálægt núllinu. Til að verja innlenda framleiðslu er tollum útdeilt eins og pennum á Framadögum og á endanum tapa allir. Er það nú viðurkennt að frjáls alþjóðaviðskipti, sem rifu stóran hluta mannkyns upp úr sárri fátækt, hafi eftir á að hyggja verið mistök? Er Vesturlöndum betur borgið með verndarstefnu og viðskiptastríðum? Á hvaða fundi var það ákveðið? Ekki var ég boðaður á þann fund. Þó að við fylgjumst með þessum farsa úr fjarska er ekki ósennilegt að við Íslendingar förum fljótlega að finna fyrir áhrifum hans. Ísland hefur einmitt notið ávaxtanna af frelsi í utanríkisviðskiptum í ríkum mæli síðustu áratugi. Útflytjendur hafa notið tiltölulega óhefts aðgangs að erlendum mörkuðum á sama tíma og lífskjör íslenskra fjölskyldna hafa batnað vegna afnáms tolla og aukinnar samkeppni á alþjóðavísu. Við eigum því talsvert mikið undir því að ekki verði afturför í þeim efnum. Af þessu tilefni verður Duane Layton, sem komið hefur að fjölda milliríkjasamninga fyrir hönd bandaríska viðskiptaráðuneytisins, gestur Fjármálaþings Íslandsbanka í dag. Hann mun ræða um þær breytingar sem orðið hafa á viðskiptastefnu Bandaríkjanna í forsetatíð Donald Trump og í hvað stefnir með sama áframhaldi sem mun án efa hafa áhrif á okkur öll.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar