Tími, peningar og lélegar samgöngur Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 25. október 2018 10:18 Tveir þriðju hlutar landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu og rúmar tvær milljónir ferðamanna fara í gegnum Hafnarfjörð, Garðabæ og Kópavog að minnsta kosti tvisvar á hverju einasta ári. Þetta virðist algjörlega hafa farið framhjá þeim sem standa að samgönguáætlun sem nú er til umræðu á Alþingi. Stytting vinnuvikunnar er líka talsvert í umræðunni og ekki úr vegi að tengja þetta tvennt saman. Hversu margar vinnustundir fara í súginn á hverjum einasta degi sökum yfirgengilegs umferðarþunga á höfuðborgarsvæðinu? Hversu mikill tími fer í samgöngur til og frá vinnu? Í hvert sinn sem ég skoða samgönguáætlun verð ég æ sannfærðari um að minnka ætti pólitísk áhrif á vegaframkvæmdir. Höfuðborgarsvæðið fengi þá ef til vill meira vægi og fjármunum yrði ráðstafað frekar þannig að þeir myndu gagnast sem flestum. Málið snýst ekki eingöngu um að koma Hafnfirðingum, Garðbæingum og Kópavogsbúum auk tveimur milljónum ferðamanna á milli A og B heldur líka, og ekki síður, um fólkið og byggðina í Garðabæ sem nú er klofin í tvennt af stútfullri stofnbraut þar sem umferð gengur allt of, allt of hægt - á hverjum einasta virka degi. Við verðum að fara að hugsa vegalausnir á höfuðborgarsvæðinu í stærra samhengi. Ekki bara í fyrirferðarmiklum gatnamótum heldur vegstokkum og mislægum gatnamótum. Vegatollar eiga líka að koma sterklega til greina. Þetta er risamál sem hefur verið í ólestri alltof lengi. Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti samhljóða ályktun þar sem umrædd samgönguáætlun er gagnrýnd harðlega. Meira fjármagn til nýframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu er nauðsynlegt til að leysa og létta á umferðarþunga. Núverandi ástand er ólíðandi.Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Tveir þriðju hlutar landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu og rúmar tvær milljónir ferðamanna fara í gegnum Hafnarfjörð, Garðabæ og Kópavog að minnsta kosti tvisvar á hverju einasta ári. Þetta virðist algjörlega hafa farið framhjá þeim sem standa að samgönguáætlun sem nú er til umræðu á Alþingi. Stytting vinnuvikunnar er líka talsvert í umræðunni og ekki úr vegi að tengja þetta tvennt saman. Hversu margar vinnustundir fara í súginn á hverjum einasta degi sökum yfirgengilegs umferðarþunga á höfuðborgarsvæðinu? Hversu mikill tími fer í samgöngur til og frá vinnu? Í hvert sinn sem ég skoða samgönguáætlun verð ég æ sannfærðari um að minnka ætti pólitísk áhrif á vegaframkvæmdir. Höfuðborgarsvæðið fengi þá ef til vill meira vægi og fjármunum yrði ráðstafað frekar þannig að þeir myndu gagnast sem flestum. Málið snýst ekki eingöngu um að koma Hafnfirðingum, Garðbæingum og Kópavogsbúum auk tveimur milljónum ferðamanna á milli A og B heldur líka, og ekki síður, um fólkið og byggðina í Garðabæ sem nú er klofin í tvennt af stútfullri stofnbraut þar sem umferð gengur allt of, allt of hægt - á hverjum einasta virka degi. Við verðum að fara að hugsa vegalausnir á höfuðborgarsvæðinu í stærra samhengi. Ekki bara í fyrirferðarmiklum gatnamótum heldur vegstokkum og mislægum gatnamótum. Vegatollar eiga líka að koma sterklega til greina. Þetta er risamál sem hefur verið í ólestri alltof lengi. Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti samhljóða ályktun þar sem umrædd samgönguáætlun er gagnrýnd harðlega. Meira fjármagn til nýframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu er nauðsynlegt til að leysa og létta á umferðarþunga. Núverandi ástand er ólíðandi.Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar