Allt í upplausn í Bretlandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. desember 2018 06:30 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mætti fyrir breska þingið í gær og sagðist hafa aflýst atkvæðagreiðslu sem fram átti að fara í dag um samninginn sem náðst hefur við ESB um Brexit. „Það er í raun allt í upplausn í breskum stjórnmálum þegar kemur að Brexit. Það er engin augljós leið fram undan,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, um málið. Hann segir blasa við að May komi samningnum ekki í gegnum þingið og því sé atkvæðagreiðslan dregin til baka. May sagðist meðvituð um að þingmenn hefðu einna helst áhyggjur af „backstop“-áætluninni, varúðarráðstöfun ef Bretum og ESB tekst ekki að komast að niðurstöðu um hvernig skuli hátta tollamálum svo ekki verði þörf á sýnilegum landamærum milli Norður-Írlands og Írlands. Óánægja er með þessa ráðstöfun enda felur hún í sér að Norður-Írar, einir Breta, þyrftu áfram að lúta meginþorra reglna tollabandalagsins. Á næstunni myndi hún leitast við að uppræta þessar áhyggjur. John Bercow, forseti þingsins og samflokksmaður May, gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega og sagði það ókurteisi að kippa málinu einhliða af dagskrá þegar 164 þingmenn hafa tekið þátt í umræðum. Leiðtogar Skoska þjóðarflokksins skoruðu á Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, í gær að leggja fram vantrauststillögu. Ljóst er að staða May er nokkuð veik. Eiríkur segir þó ekki hægt að útiloka að May standi storminn af sér enda hefur hún staðið af sér ótrúlegustu mál í valdatíð sinni. Að sama skapi, segir hann, gæti hún fallið hvenær sem er. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Sögð ætla að fresta atkvæðagreiðslu um Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hyggst fresta atkvæðagreiðslunni í breska þinginu um Brexit-samninginn. 10. desember 2018 12:52 Ólafur telur Breta hafa rétt á að skipta um skoðun Breska þingið á rétt á því að skipta um skoðun samkvæmt ákvæðum um þingræði. Þingið geti skipt um skoðun hvenær sem er og það ætti breska þjóðin líka að geta gert með nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit til að ljúka hinu mikla deilumáli sem hefur einkennt breska þjóðmálaumræðu síðan þjóðin ákvað að ganga úr Evrópusambandinu árið 2016. 9. desember 2018 14:46 May heldur á fund Merkel á morgun May hyggst í vikunni hitta fleiri leiðtoga í Evrópusambandinu til að reyna að ná fram fullvissu í nokkrum álitamálum sem varðar Brexit-samkomulagið til að hughreysta þingmenn sem finnst vegið að hagsmunum Breta með samningnum. 10. desember 2018 23:11 Pundið hríðféll eftir að May tilkynnti um frestun á Brexit-atkvæðagreiðslu Stjórnarandstaðan sakar ríkisstjórnina um að geta ekki stjórnað Bretlandi. 10. desember 2018 18:35 Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Innlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Fleiri fréttir Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mætti fyrir breska þingið í gær og sagðist hafa aflýst atkvæðagreiðslu sem fram átti að fara í dag um samninginn sem náðst hefur við ESB um Brexit. „Það er í raun allt í upplausn í breskum stjórnmálum þegar kemur að Brexit. Það er engin augljós leið fram undan,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, um málið. Hann segir blasa við að May komi samningnum ekki í gegnum þingið og því sé atkvæðagreiðslan dregin til baka. May sagðist meðvituð um að þingmenn hefðu einna helst áhyggjur af „backstop“-áætluninni, varúðarráðstöfun ef Bretum og ESB tekst ekki að komast að niðurstöðu um hvernig skuli hátta tollamálum svo ekki verði þörf á sýnilegum landamærum milli Norður-Írlands og Írlands. Óánægja er með þessa ráðstöfun enda felur hún í sér að Norður-Írar, einir Breta, þyrftu áfram að lúta meginþorra reglna tollabandalagsins. Á næstunni myndi hún leitast við að uppræta þessar áhyggjur. John Bercow, forseti þingsins og samflokksmaður May, gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega og sagði það ókurteisi að kippa málinu einhliða af dagskrá þegar 164 þingmenn hafa tekið þátt í umræðum. Leiðtogar Skoska þjóðarflokksins skoruðu á Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, í gær að leggja fram vantrauststillögu. Ljóst er að staða May er nokkuð veik. Eiríkur segir þó ekki hægt að útiloka að May standi storminn af sér enda hefur hún staðið af sér ótrúlegustu mál í valdatíð sinni. Að sama skapi, segir hann, gæti hún fallið hvenær sem er.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Sögð ætla að fresta atkvæðagreiðslu um Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hyggst fresta atkvæðagreiðslunni í breska þinginu um Brexit-samninginn. 10. desember 2018 12:52 Ólafur telur Breta hafa rétt á að skipta um skoðun Breska þingið á rétt á því að skipta um skoðun samkvæmt ákvæðum um þingræði. Þingið geti skipt um skoðun hvenær sem er og það ætti breska þjóðin líka að geta gert með nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit til að ljúka hinu mikla deilumáli sem hefur einkennt breska þjóðmálaumræðu síðan þjóðin ákvað að ganga úr Evrópusambandinu árið 2016. 9. desember 2018 14:46 May heldur á fund Merkel á morgun May hyggst í vikunni hitta fleiri leiðtoga í Evrópusambandinu til að reyna að ná fram fullvissu í nokkrum álitamálum sem varðar Brexit-samkomulagið til að hughreysta þingmenn sem finnst vegið að hagsmunum Breta með samningnum. 10. desember 2018 23:11 Pundið hríðféll eftir að May tilkynnti um frestun á Brexit-atkvæðagreiðslu Stjórnarandstaðan sakar ríkisstjórnina um að geta ekki stjórnað Bretlandi. 10. desember 2018 18:35 Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Innlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Fleiri fréttir Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Sjá meira
Sögð ætla að fresta atkvæðagreiðslu um Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hyggst fresta atkvæðagreiðslunni í breska þinginu um Brexit-samninginn. 10. desember 2018 12:52
Ólafur telur Breta hafa rétt á að skipta um skoðun Breska þingið á rétt á því að skipta um skoðun samkvæmt ákvæðum um þingræði. Þingið geti skipt um skoðun hvenær sem er og það ætti breska þjóðin líka að geta gert með nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit til að ljúka hinu mikla deilumáli sem hefur einkennt breska þjóðmálaumræðu síðan þjóðin ákvað að ganga úr Evrópusambandinu árið 2016. 9. desember 2018 14:46
May heldur á fund Merkel á morgun May hyggst í vikunni hitta fleiri leiðtoga í Evrópusambandinu til að reyna að ná fram fullvissu í nokkrum álitamálum sem varðar Brexit-samkomulagið til að hughreysta þingmenn sem finnst vegið að hagsmunum Breta með samningnum. 10. desember 2018 23:11
Pundið hríðféll eftir að May tilkynnti um frestun á Brexit-atkvæðagreiðslu Stjórnarandstaðan sakar ríkisstjórnina um að geta ekki stjórnað Bretlandi. 10. desember 2018 18:35