Er skjátími barna góður eða slæmur? Valgerður Sigurðardóttir skrifar 12. febrúar 2019 12:00 Umræða um skjátíma barna er áberandi í samfélaginu, bæði hérlendis og erlendis. Kennarar tala um að símar steli athygli nemenda í kennslu og foreldrar hafa áhyggjur af skjánotkun heima fyrir. Frakkland og Svíþjóð hafa þegar sett í lög sem banna notkun snjallsíma á skólatíma. Mörg sveitarfélög hér á landi hafa verið að móta stefnu um notkun nemenda á snjallsímum á skólatíma. Það er mikilvægt að stjórnvöld, sveitarfélög og heimili ræði hvernig við vinnum með þessa þróun og áhrif þess á samfélagið okkar. Þar er Reykjavíkurborg ekki undanskilin. Það er mikilvægt að við tökum upplýsta afstöðu til skjátíma barna og horfum til reynslu og ólíkra sjónarmiða. Landssamband sjálfstæðiskvenna stendur fyrir fundi um farsíma- og spjaldtölvunotkun barna og ungmenna í Valhöll klukkan 20:00 í kvöld. Þar munum við ræða gagnsemi og áhættu sem ný tækni hefur á samfélagið okkar. Hvernig er hægt að nýta tækni í skólum og hvernig snýr þetta að félagslegum þáttum í lífi hvers barns. Meðal annars munum við velta velta því fyrir okkur hvenær skjátími er kominn yfir hættumörk?Nauðsynlegt að borgin taki afstöðu Þrír góðir gestir munu flytja erindi til að skoða málin frá ólíkum hliðum. Björn Hjálmarsson, barnalæknir á BUGL, mun ræða um afleiðingar mikillar notkunar og rafræns skjáheilkennis ef netnotkun verður agalaus, sem og mikilvægi þess að jafnvægi sé á skjátíma barna. Þá mun Björn Gunnlaugsson, kennari og fyrrum verkefnisstjóri spjaldtölvuinnleiðingar í Kópavogi tala um gagnsemi nútímatækni fyrir börn og ungmenni og mikilvægi þess að skólastarf taki mið af samfélagsbreytingum til að auka áhuga nemenda á námi. Síðan mun hún Guðrún Katrín Jóhannesdóttir, félagsfræðingur og og ráðgjafi hjá Þitt virði fjalla um viðhorf barna og hlutverk foreldra þegar kemur að skjátíma og tækjanotkun og hvernig foreldrar geta verið fyrirmyndir. Það verður áhugavert að hlusta á þau erindi sem verða flutt á fundinum. Á sama tíma og tæknin hefur auðveldað samskipti og opnað fyrir nýjum tækifærum þá þarf að læra að fara með og nýta rétt. Ég vil taka málið upp í borgarstjórn Reykjavíkur enda nauðsynlegt að borgin taki afstöðu um farsíma og spjaldtölvunotkun barna og ungmenna á skólatímum. Mín afstaða er skýr, við eigum að setja reglur sem takmarka notkun farsíma barna á skólatíma. Bæði til að þau verði síður fyrir truflun á meðan kennslu stendur en líka til að efla félagslegu þættina. Skólastarf verður alltaf undir áhrifum tækniþróunar, sem er gott mál, enda mikilvægt að nýta tækni við kennslu, en það þarf líka að finna jafnvægi á milli skjásins og kennslunnar.Valgerður SigurðardóttirBorgarfulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Umræða um skjátíma barna er áberandi í samfélaginu, bæði hérlendis og erlendis. Kennarar tala um að símar steli athygli nemenda í kennslu og foreldrar hafa áhyggjur af skjánotkun heima fyrir. Frakkland og Svíþjóð hafa þegar sett í lög sem banna notkun snjallsíma á skólatíma. Mörg sveitarfélög hér á landi hafa verið að móta stefnu um notkun nemenda á snjallsímum á skólatíma. Það er mikilvægt að stjórnvöld, sveitarfélög og heimili ræði hvernig við vinnum með þessa þróun og áhrif þess á samfélagið okkar. Þar er Reykjavíkurborg ekki undanskilin. Það er mikilvægt að við tökum upplýsta afstöðu til skjátíma barna og horfum til reynslu og ólíkra sjónarmiða. Landssamband sjálfstæðiskvenna stendur fyrir fundi um farsíma- og spjaldtölvunotkun barna og ungmenna í Valhöll klukkan 20:00 í kvöld. Þar munum við ræða gagnsemi og áhættu sem ný tækni hefur á samfélagið okkar. Hvernig er hægt að nýta tækni í skólum og hvernig snýr þetta að félagslegum þáttum í lífi hvers barns. Meðal annars munum við velta velta því fyrir okkur hvenær skjátími er kominn yfir hættumörk?Nauðsynlegt að borgin taki afstöðu Þrír góðir gestir munu flytja erindi til að skoða málin frá ólíkum hliðum. Björn Hjálmarsson, barnalæknir á BUGL, mun ræða um afleiðingar mikillar notkunar og rafræns skjáheilkennis ef netnotkun verður agalaus, sem og mikilvægi þess að jafnvægi sé á skjátíma barna. Þá mun Björn Gunnlaugsson, kennari og fyrrum verkefnisstjóri spjaldtölvuinnleiðingar í Kópavogi tala um gagnsemi nútímatækni fyrir börn og ungmenni og mikilvægi þess að skólastarf taki mið af samfélagsbreytingum til að auka áhuga nemenda á námi. Síðan mun hún Guðrún Katrín Jóhannesdóttir, félagsfræðingur og og ráðgjafi hjá Þitt virði fjalla um viðhorf barna og hlutverk foreldra þegar kemur að skjátíma og tækjanotkun og hvernig foreldrar geta verið fyrirmyndir. Það verður áhugavert að hlusta á þau erindi sem verða flutt á fundinum. Á sama tíma og tæknin hefur auðveldað samskipti og opnað fyrir nýjum tækifærum þá þarf að læra að fara með og nýta rétt. Ég vil taka málið upp í borgarstjórn Reykjavíkur enda nauðsynlegt að borgin taki afstöðu um farsíma og spjaldtölvunotkun barna og ungmenna á skólatímum. Mín afstaða er skýr, við eigum að setja reglur sem takmarka notkun farsíma barna á skólatíma. Bæði til að þau verði síður fyrir truflun á meðan kennslu stendur en líka til að efla félagslegu þættina. Skólastarf verður alltaf undir áhrifum tækniþróunar, sem er gott mál, enda mikilvægt að nýta tækni við kennslu, en það þarf líka að finna jafnvægi á milli skjásins og kennslunnar.Valgerður SigurðardóttirBorgarfulltrúi
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun