Skipbrot valdhyggjunnar Guðmundur Andri Thorsson skrifar 20. mars 2019 08:00 Það er ekki réttindamál íslensku þjóðarinnar að Sjálfstæðisflokkurinn fái að ráðskast að vild með dómaraembættin í landinu. Það er hins vegar réttindamál alls almennings í landinu að geta treyst því að í landinu séu óvilhallir og óháðir dómarar. Þetta er kjarni málsins í Landsréttarmálinu. Sumir áköfustu talsmenn valdhyggjunnar í íslenskum stjórnmálum hafa reynt að setja dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í það samhengi að um sé að ræða nokkurs konar sjálfstæðisbaráttu gegn erlendri ásælni yfirþjóðlegra stofnana með ískyggilegar skammstafanir, sem hafi óviðurkvæmileg afskipti af innanríkismálum okkar Íslendinga. En mannréttindi eru ekki fyrst og fremst innanríkismál. Og mannréttindi eru umfram allt ekki innanflokksmál. Hinir sömu aðilar hafa leitast við að draga fram minnihlutaálit dómsins og veita því ígildi hins eiginlega og rétta dóms - því hið eiginlega dómsorð sé svo „óvenjulegt“ og „framsækið“. Ekkert er fjær sanni. Dómur er kveðinn upp sem vonandi verður til þess að Sjálfstæðisflokkurinn lætur af þeim sið að telja sig hafa einhvern sérstakan rétt til þess að fara með mannaráðningar sem innanflokksmál. Í íslenskum stjórnmálum takast á hægri og vinstri eftir því hvernig við viljum skipta gæðum og byrðum. Þar togast líka á öfl sem stundum eru kennd við stjórnlyndi og frjálslyndi en mætti líka kenna við umhyggju og sérhyggju. En ekki síst takast á í íslenskum stjórnmálum valdhyggja og samráðshyggja. Samkvæmt valdhyggjunni ræður sá sem nær völdum, hvernig sem umboði frá kjósendum kann að vera háttað; ræður öllu, á boltann, hirðir pottinn: The loser takes it all. Og þegar valdhyggjusinninn er í stjórnarandstöðu hamast hann gegn öllum málum, hversu þörf sem þau kunna að vera og krefst þess að kjörnir fulltrúar „skili lyklunum“. Í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu yfir stjórnarháttum Sjálfstæðisflokksins felst skipbrot valdhyggjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Það er ekki réttindamál íslensku þjóðarinnar að Sjálfstæðisflokkurinn fái að ráðskast að vild með dómaraembættin í landinu. Það er hins vegar réttindamál alls almennings í landinu að geta treyst því að í landinu séu óvilhallir og óháðir dómarar. Þetta er kjarni málsins í Landsréttarmálinu. Sumir áköfustu talsmenn valdhyggjunnar í íslenskum stjórnmálum hafa reynt að setja dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í það samhengi að um sé að ræða nokkurs konar sjálfstæðisbaráttu gegn erlendri ásælni yfirþjóðlegra stofnana með ískyggilegar skammstafanir, sem hafi óviðurkvæmileg afskipti af innanríkismálum okkar Íslendinga. En mannréttindi eru ekki fyrst og fremst innanríkismál. Og mannréttindi eru umfram allt ekki innanflokksmál. Hinir sömu aðilar hafa leitast við að draga fram minnihlutaálit dómsins og veita því ígildi hins eiginlega og rétta dóms - því hið eiginlega dómsorð sé svo „óvenjulegt“ og „framsækið“. Ekkert er fjær sanni. Dómur er kveðinn upp sem vonandi verður til þess að Sjálfstæðisflokkurinn lætur af þeim sið að telja sig hafa einhvern sérstakan rétt til þess að fara með mannaráðningar sem innanflokksmál. Í íslenskum stjórnmálum takast á hægri og vinstri eftir því hvernig við viljum skipta gæðum og byrðum. Þar togast líka á öfl sem stundum eru kennd við stjórnlyndi og frjálslyndi en mætti líka kenna við umhyggju og sérhyggju. En ekki síst takast á í íslenskum stjórnmálum valdhyggja og samráðshyggja. Samkvæmt valdhyggjunni ræður sá sem nær völdum, hvernig sem umboði frá kjósendum kann að vera háttað; ræður öllu, á boltann, hirðir pottinn: The loser takes it all. Og þegar valdhyggjusinninn er í stjórnarandstöðu hamast hann gegn öllum málum, hversu þörf sem þau kunna að vera og krefst þess að kjörnir fulltrúar „skili lyklunum“. Í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu yfir stjórnarháttum Sjálfstæðisflokksins felst skipbrot valdhyggjunnar.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar