Réttlæti sem sanngirni Bjarni Karlsson skrifar 3. apríl 2019 07:00 Nú standa yfir kjarasamningar. Ég efast um að fólk vilji almennt hærri laun. Það sem misbýður almenningi er öllu heldur misskipting launa. Annars vegar er það „óútskýrður“ launamunur kynja sem öll vita hvaðan stafar. Hins vegar er það vitneskjan um bilið milli ríkra og fátækra. Við höfum það flest fjárhagslega gott en þjóðin er frústreruð vegna langþróaðrar ósanngirni sem blasir við öllum. Innst inni finnum við að það er galið að hafa það þægilegt á kostnað annarra. Hugsið ykkur ef hin efnahagslega yfirstétt í landinu sýndi þann sóma að takmarka laun sín við þrefaldar eða fjórfaldar meðaltekjur hins almenna manns, síðan væri hinum lægst launuðu lyft upp úr sinni efnahagslegu og félagslegu lægingu, jafnlaunavottun gerð að reglu og húsnæðisþörf almennings viðurkennd í verki. Þá yrði bjartara í landinu. Sýnt hefur verið fram á að tíðni glæpa, ólæsis, fangelsana, þorra sjúkdóma, ótímabærra þungana og andláta, ofbeldis o.fl. vandamála að ógleymdum sjálfum vistkerfisvandanum stendur í beinu sambandi við efnahagslegan ójöfnuð. Gott lesefni um þetta má t.d. finna í bókinni Hallamálið sem á frummáli heitir The Spirit Level frá 2010. Þar er einvörðungu stuðst við opinberar tölur í hverju landi og mældur launajöfnuður borinn saman við algengi alls konar vesens og áfalla. Tilfellið er að 1% heimsbúa hagnast á ójöfnuði á meðan hin öll, að vistkerfinu meðtöldu, tapa á ástandinu. Mannkyn hefur orðið að því sem það er vegna getu þess til samvinnu og sátta. Við fæðumst með þessi stóru höfuð vegna þess að sáttaferli eru flókin. Eina bótin á okkar þjóðar-gremju og versnandi ástandi veraldar er aukið réttlæti í formi sanngirni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Nú standa yfir kjarasamningar. Ég efast um að fólk vilji almennt hærri laun. Það sem misbýður almenningi er öllu heldur misskipting launa. Annars vegar er það „óútskýrður“ launamunur kynja sem öll vita hvaðan stafar. Hins vegar er það vitneskjan um bilið milli ríkra og fátækra. Við höfum það flest fjárhagslega gott en þjóðin er frústreruð vegna langþróaðrar ósanngirni sem blasir við öllum. Innst inni finnum við að það er galið að hafa það þægilegt á kostnað annarra. Hugsið ykkur ef hin efnahagslega yfirstétt í landinu sýndi þann sóma að takmarka laun sín við þrefaldar eða fjórfaldar meðaltekjur hins almenna manns, síðan væri hinum lægst launuðu lyft upp úr sinni efnahagslegu og félagslegu lægingu, jafnlaunavottun gerð að reglu og húsnæðisþörf almennings viðurkennd í verki. Þá yrði bjartara í landinu. Sýnt hefur verið fram á að tíðni glæpa, ólæsis, fangelsana, þorra sjúkdóma, ótímabærra þungana og andláta, ofbeldis o.fl. vandamála að ógleymdum sjálfum vistkerfisvandanum stendur í beinu sambandi við efnahagslegan ójöfnuð. Gott lesefni um þetta má t.d. finna í bókinni Hallamálið sem á frummáli heitir The Spirit Level frá 2010. Þar er einvörðungu stuðst við opinberar tölur í hverju landi og mældur launajöfnuður borinn saman við algengi alls konar vesens og áfalla. Tilfellið er að 1% heimsbúa hagnast á ójöfnuði á meðan hin öll, að vistkerfinu meðtöldu, tapa á ástandinu. Mannkyn hefur orðið að því sem það er vegna getu þess til samvinnu og sátta. Við fæðumst með þessi stóru höfuð vegna þess að sáttaferli eru flókin. Eina bótin á okkar þjóðar-gremju og versnandi ástandi veraldar er aukið réttlæti í formi sanngirni.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar