Jakob Örn Sigurðarson og félagar í Borås eru lentir 3-0 undir gegn Södertålje Kings í úrslitaeinvíginu í sænska körfuboltanum eftir spennuleik í kvöld, 79-76.
Staðan í hálfleik var 35-30 fyrir heimamenn í Södertålje en er sex sekúndur voru eftir var allt jafnt, 76-76. Þriggja stiga karfa á síðustu sekúndunni tryggðu Södertålje sigur.
Jakob reyndi þriggja stiga skot undir lokin sem geigaði en annars átti KR-ingurinn fínan leik. Hann skoraði sjö stig, tók eitt frákast og gaf tvær stoðsendingar.
Dagur Kár Jónsson og félagar í Flyers Wels eru komnir í sumarfrí eftir að hafa dottið 3-0 út gegn Klosterneuburg í átta liða úrslitunum í Austurríki.
Flyers tapaði þriðja leiknum í kvöld 87-73 en Dagur Kár skoraði átta stig, tók fjögur fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Þetta var hans fyrsta tímabil í Austurríki.
Jakob og félagar með bakið upp við vegg
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn


Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn