Hvað er næsta Game of Thrones? Björn Berg Gunnarsson skrifar 22. maí 2019 07:00 Reiknað er með að heildarkostnaður við framleiðslu síðustu þáttaraðar Game of Thrones, sem lauk nú á sunnudaginn, hafi numið um 90 milljónum dollara, eða 11 milljörðum króna. Kostnaður hvers þáttar er með því mesta sem sést hefur og í fljótu bragði virðist sem læknaþættirnir ER séu einir um að hafa verið dýrari þegar mest lét. Þó að Game of Thrones hafi nú lokið göngu sinni er framleiðsla rándýrra sjónvarpsþátta rétt að byrja, enda vilja allir eignast sitt eigið Game of Thrones. Þannig er Jeff Bezos, eigandi Amazon, sagður hafa komist að orði í aðdraganda þess að greiddar voru 250 milljónir dollara fyrir framleiðslurétt þáttaraðar sem byggð verður á Hringadróttinssögu. Reiknað er með að framleiðslukostnaður þáttanna nemi um 750 milljónum dollara til viðbótar sem gerir þá tæplega tvöfalt dýrari en Game of Thrones. Disney ætlar sér auk þess stóra sneið af sjónvarpskökunni þegar nýrri streymisveitu fyrirtækisins, Disney+, verður hleypt af stokkunum í haust. Þá verða meðal annars Star Wars þættirnir um manninn frá Mandalore frumsýndir og mun hver hinna tíu þátta kosta 10 milljónir dollara. Með tilkomu Disney+ missir Netflix vinsælt dagskrárefni af veitu sinni en bætir upp fyrir það með því að verja hátt í 2.000 milljörðum króna í kaup á efni í ár. Apple hefur innreið sína á markaðinn með streymisveitu í haust og verður um 250 milljörðum króna varið til efniskaupa. En hvað er næsta Game of Thrones? Líklega er svarið Game of Thrones. Það ætti ekki að koma á óvart að HBO mun áfram veðja á vinsældir hugarheims George R. R. Martin. Nú er kappinn að skrifa nýja þætti og reiknað er með að kostnaður við framleiðslu hvers þeirra verði á við dýrustu þáttaraðir. Star Wars, Game of Thrones og Lord of the Rings. Það er ekki beint verið að finna upp hjólið, en það verður öllum sama um það þegar tekjurnar streyma inn.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Game of Thrones Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Reiknað er með að heildarkostnaður við framleiðslu síðustu þáttaraðar Game of Thrones, sem lauk nú á sunnudaginn, hafi numið um 90 milljónum dollara, eða 11 milljörðum króna. Kostnaður hvers þáttar er með því mesta sem sést hefur og í fljótu bragði virðist sem læknaþættirnir ER séu einir um að hafa verið dýrari þegar mest lét. Þó að Game of Thrones hafi nú lokið göngu sinni er framleiðsla rándýrra sjónvarpsþátta rétt að byrja, enda vilja allir eignast sitt eigið Game of Thrones. Þannig er Jeff Bezos, eigandi Amazon, sagður hafa komist að orði í aðdraganda þess að greiddar voru 250 milljónir dollara fyrir framleiðslurétt þáttaraðar sem byggð verður á Hringadróttinssögu. Reiknað er með að framleiðslukostnaður þáttanna nemi um 750 milljónum dollara til viðbótar sem gerir þá tæplega tvöfalt dýrari en Game of Thrones. Disney ætlar sér auk þess stóra sneið af sjónvarpskökunni þegar nýrri streymisveitu fyrirtækisins, Disney+, verður hleypt af stokkunum í haust. Þá verða meðal annars Star Wars þættirnir um manninn frá Mandalore frumsýndir og mun hver hinna tíu þátta kosta 10 milljónir dollara. Með tilkomu Disney+ missir Netflix vinsælt dagskrárefni af veitu sinni en bætir upp fyrir það með því að verja hátt í 2.000 milljörðum króna í kaup á efni í ár. Apple hefur innreið sína á markaðinn með streymisveitu í haust og verður um 250 milljörðum króna varið til efniskaupa. En hvað er næsta Game of Thrones? Líklega er svarið Game of Thrones. Það ætti ekki að koma á óvart að HBO mun áfram veðja á vinsældir hugarheims George R. R. Martin. Nú er kappinn að skrifa nýja þætti og reiknað er með að kostnaður við framleiðslu hvers þeirra verði á við dýrustu þáttaraðir. Star Wars, Game of Thrones og Lord of the Rings. Það er ekki beint verið að finna upp hjólið, en það verður öllum sama um það þegar tekjurnar streyma inn.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar