Sterkt viðskiptasamband Liam Fox skrifar 30. maí 2019 07:45 Það var mér mikil ánægja að þiggja boð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um að sækja Ísland heim fyrr í þessum mánuði. Heimsóknin veitti mér tækifæri til að styrkja enn frekar þau sterku viðskiptatengsl sem eru á milli Bretlands og Íslands, einn lykilþáttinn í okkar mjög svo mikilvæga sambandi. Ísland hefur verið einn af okkar nánustu samstarfsaðilum í undirbúningnum fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Það hefur komið skýrt fram í samtölum okkar að ríkisstjórnir beggja landa vilja koma auga á og grípa þau tækifæri sem Brexit getur skapað. Þessi sameiginlega jákvæðni og velvilji sannfærir mig um það að þetta frábæra samstarf sem við eigum við Ísland muni halda áfram löngu eftir útgöngu okkar úr Evrópusambandinu. Í hugum flestra Breta snúast viðskipti við Ísland mest um fisk. Breskir „fish and chips“-staðir treysta á íslenskan fisk. Útflutningur á fiski til Bretlands er augljóslega mjög mikilvægur fyrir Ísland, en það á einnig við um þá 5.000 starfsmenn í Norðaustur-Englandi og víðar í Bretlandi, hverra störf eru háð þessum innflutningi. En það sem einnig kom á óvart í heimsókn minni var að sjá allan þann fjölbreytileika sem er í fjárfestingum íslenskra aðila í hátæknigeiranum í Bretlandi. Þetta á sérstaklega við um okkar framsæknu fjármálaþjónustu, framleiðslutækni, tölvuleikja- og gervilimatækni, en fjárfestinga Íslendinga gætir líka á sviðum eins og innviðum og fasteignum. Ég upplifði sjálfur það mikla traust sem íslenskir fjárfestar hafa á Bretlandi og þeirra trú á því að Bretland sé einn af mest aðlaðandi mörkuðum í heiminum. Þetta endurspeglar styrk bresks hagkerfis og hversu auðvelt það er að stunda þar viðskipti. Bretland er í fyrsta sæti yfir staði fyrir beina erlenda fjárfestingu í Evrópu, og var í því þriðja í heiminum í fyrra, næst á eftir Kína og Bandaríkjunum. Bretland laðaði til sín áhættufjárfestingu fyrir 6,3 milljarða sterlingspunda, andvirði tæplega 1.000 milljarða króna, meira en nokkurt annað land í Evrópu. Og það er ekki einungis vöxtur í fjárfestingum í tæknigeiranum. Bein erlend fjárfesting í Bretlandi jókst um 20% árið 2018, á sama tíma og hún minnkaði um 19% á heimsvísu og 73% í Evrópu, samkvæmt mati Alþjóðaviðskiptamiðstöðvarinnar (UNCTAD). Atvinnuleysi í Bretlandi hefur ekki verið jafn lítið í 46 ár. Seðlabankinn breytti nýverið hagvaxtarspá sinni fyrir Bretland í ár úr 1,2% í 1,5%, sem er hærra en á evrusvæðinu og í Þýskalandi. Á síðasta fjárhagsári var sett nýtt met í útflutningi á breskri vöru og þjónustu, eða fyrir 640 milljarða punda, sem samsvarar um 100.000 milljörðum íslenskra króna. Mig langar að sjá fleiri íslensk fyrirtæki nýta sér þau tækifæri sem í boði eru í Bretlandi. Ég sé einnig frekari tækifæri á Íslandi fyrir breska sérþekkingu, og þá sérstaklega í stórum verkefnum í sviði innviða, svo sem stækkun flugvallarins, nýja Landspítalanum, þróun miðborgar Reykjavíkur, húsnæðismálum og fyrirhuguðum endurbótum á þjóðarleikvanginum. Það eru einnig tækifæri fyrir fjármálafyrirtæki, á sviði netöryggis og tækni á sviði heilbrigðisvísinda. Breska sendiráðið í Reykjavík getur aðstoðað við að tengja saman íslensk fyrirtæki og breska þekkingu og breska birgja á heimsmælikvarða. Ég er sannfærður um að sameiginlegur skilningur okkar á mikilvægi þess að stuðla að frjálsum viðskiptum og vaxandi bein tengsl þjóða okkar í gegnum allan þann fjölda af Bretum og Íslendingum sem heimsækja, vinna og stunda nám í löndum hvorra annarra, muni tryggja að tvíhliða samband þjóðanna geti aðeins orðið sterkara á komandi árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Það var mér mikil ánægja að þiggja boð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um að sækja Ísland heim fyrr í þessum mánuði. Heimsóknin veitti mér tækifæri til að styrkja enn frekar þau sterku viðskiptatengsl sem eru á milli Bretlands og Íslands, einn lykilþáttinn í okkar mjög svo mikilvæga sambandi. Ísland hefur verið einn af okkar nánustu samstarfsaðilum í undirbúningnum fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Það hefur komið skýrt fram í samtölum okkar að ríkisstjórnir beggja landa vilja koma auga á og grípa þau tækifæri sem Brexit getur skapað. Þessi sameiginlega jákvæðni og velvilji sannfærir mig um það að þetta frábæra samstarf sem við eigum við Ísland muni halda áfram löngu eftir útgöngu okkar úr Evrópusambandinu. Í hugum flestra Breta snúast viðskipti við Ísland mest um fisk. Breskir „fish and chips“-staðir treysta á íslenskan fisk. Útflutningur á fiski til Bretlands er augljóslega mjög mikilvægur fyrir Ísland, en það á einnig við um þá 5.000 starfsmenn í Norðaustur-Englandi og víðar í Bretlandi, hverra störf eru háð þessum innflutningi. En það sem einnig kom á óvart í heimsókn minni var að sjá allan þann fjölbreytileika sem er í fjárfestingum íslenskra aðila í hátæknigeiranum í Bretlandi. Þetta á sérstaklega við um okkar framsæknu fjármálaþjónustu, framleiðslutækni, tölvuleikja- og gervilimatækni, en fjárfestinga Íslendinga gætir líka á sviðum eins og innviðum og fasteignum. Ég upplifði sjálfur það mikla traust sem íslenskir fjárfestar hafa á Bretlandi og þeirra trú á því að Bretland sé einn af mest aðlaðandi mörkuðum í heiminum. Þetta endurspeglar styrk bresks hagkerfis og hversu auðvelt það er að stunda þar viðskipti. Bretland er í fyrsta sæti yfir staði fyrir beina erlenda fjárfestingu í Evrópu, og var í því þriðja í heiminum í fyrra, næst á eftir Kína og Bandaríkjunum. Bretland laðaði til sín áhættufjárfestingu fyrir 6,3 milljarða sterlingspunda, andvirði tæplega 1.000 milljarða króna, meira en nokkurt annað land í Evrópu. Og það er ekki einungis vöxtur í fjárfestingum í tæknigeiranum. Bein erlend fjárfesting í Bretlandi jókst um 20% árið 2018, á sama tíma og hún minnkaði um 19% á heimsvísu og 73% í Evrópu, samkvæmt mati Alþjóðaviðskiptamiðstöðvarinnar (UNCTAD). Atvinnuleysi í Bretlandi hefur ekki verið jafn lítið í 46 ár. Seðlabankinn breytti nýverið hagvaxtarspá sinni fyrir Bretland í ár úr 1,2% í 1,5%, sem er hærra en á evrusvæðinu og í Þýskalandi. Á síðasta fjárhagsári var sett nýtt met í útflutningi á breskri vöru og þjónustu, eða fyrir 640 milljarða punda, sem samsvarar um 100.000 milljörðum íslenskra króna. Mig langar að sjá fleiri íslensk fyrirtæki nýta sér þau tækifæri sem í boði eru í Bretlandi. Ég sé einnig frekari tækifæri á Íslandi fyrir breska sérþekkingu, og þá sérstaklega í stórum verkefnum í sviði innviða, svo sem stækkun flugvallarins, nýja Landspítalanum, þróun miðborgar Reykjavíkur, húsnæðismálum og fyrirhuguðum endurbótum á þjóðarleikvanginum. Það eru einnig tækifæri fyrir fjármálafyrirtæki, á sviði netöryggis og tækni á sviði heilbrigðisvísinda. Breska sendiráðið í Reykjavík getur aðstoðað við að tengja saman íslensk fyrirtæki og breska þekkingu og breska birgja á heimsmælikvarða. Ég er sannfærður um að sameiginlegur skilningur okkar á mikilvægi þess að stuðla að frjálsum viðskiptum og vaxandi bein tengsl þjóða okkar í gegnum allan þann fjölda af Bretum og Íslendingum sem heimsækja, vinna og stunda nám í löndum hvorra annarra, muni tryggja að tvíhliða samband þjóðanna geti aðeins orðið sterkara á komandi árum.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun