Fleiri fyrstu kaup: 250% Lilja Alfreðsdóttir skrifar 14. ágúst 2019 07:00 Fram kom í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs á dögunum að hlutfall fasteignakaupenda sem kaupa sína fyrstu íbúð hefði aldrei mælst hærra en nú. Fyrstu íbúðarkaupum hefur almennt fjölgað meira en annars konar íbúðarkaupum sl. 10 ár en á öðrum ársfjórðungi 2019 var hlutfall fyrstu kaupenda 28% samanborið við tæp 8% árið 2009 en það er 250% hlutfallsaukning. Í skýrslunni kemur einnig fram að hærra hlutfall fyrstu íbúðarkaupenda gefi vísbendingar um að auðveldara sé að safna fyrir íbúð en áður. Stjórnvöld hafa lagt mikla áherslu á að sækja fram í málefnum ungs fólks og barnafjölskyldna. Í lífskjarasamningi aðila vinnumarkaðarins frá því í vor, sem stjórnvöld styðja við með ýmsum hætti, má sjá glögg merki þess að rík áhersla verður lögð á húsnæðismál undir styrkri forystu félags- og barnamálaráðherra. Aðgerðir stjórnvalda auðvelda ungu fólki meðal annars að fjárfesta í fyrstu fasteign með því að heimila notkun á hluta skyldulífeyrissparnaðar til slíkra kaupa en fyrir þeirri leið beitti Framsóknarflokkurinn sér í síðustu kosningum. Hún kemur til viðbótar séreignarsparnaðarleiðinni sem heimilar fólki að nýta viðbótarsparnað sinn í allt að 10 ár til kaupa og afborgana á húsnæði. Eitt helsta markmið lífskjarasamningsins er að tryggja stöðugleika og skapa hagfelld skilyrði til vaxtalækkunar. Ánægjulegt hefur verið að sjá árangur í þá veru en frá því í maí hefur Seðlabanki Íslands tvívegis lækkað stýrivexti sína, samtals um 0,75%. Sú lækkun kemur öllum lántakendum íbúðalána til góða og eykur ráðstöfunartekjur heimilanna. Samhliða þessum aðgerðum og fleiri til verða barnabætur hækkaðar og fæðingarorlof lengt úr níu mánuðum í tólf. Að auki hafa frumvarpsdrög um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna, nýtt námsstyrkja- og lánakerfi, verið kynnt. Í því felst meðal annars að við munum fella niður 30% af höfuðstól námslána að ákveðnum skilyrðum uppfylltum og auka stuðning við fjölskyldur með því að veita styrk til framfærslu barna í stað lána eins og gert er í dag.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Fram kom í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs á dögunum að hlutfall fasteignakaupenda sem kaupa sína fyrstu íbúð hefði aldrei mælst hærra en nú. Fyrstu íbúðarkaupum hefur almennt fjölgað meira en annars konar íbúðarkaupum sl. 10 ár en á öðrum ársfjórðungi 2019 var hlutfall fyrstu kaupenda 28% samanborið við tæp 8% árið 2009 en það er 250% hlutfallsaukning. Í skýrslunni kemur einnig fram að hærra hlutfall fyrstu íbúðarkaupenda gefi vísbendingar um að auðveldara sé að safna fyrir íbúð en áður. Stjórnvöld hafa lagt mikla áherslu á að sækja fram í málefnum ungs fólks og barnafjölskyldna. Í lífskjarasamningi aðila vinnumarkaðarins frá því í vor, sem stjórnvöld styðja við með ýmsum hætti, má sjá glögg merki þess að rík áhersla verður lögð á húsnæðismál undir styrkri forystu félags- og barnamálaráðherra. Aðgerðir stjórnvalda auðvelda ungu fólki meðal annars að fjárfesta í fyrstu fasteign með því að heimila notkun á hluta skyldulífeyrissparnaðar til slíkra kaupa en fyrir þeirri leið beitti Framsóknarflokkurinn sér í síðustu kosningum. Hún kemur til viðbótar séreignarsparnaðarleiðinni sem heimilar fólki að nýta viðbótarsparnað sinn í allt að 10 ár til kaupa og afborgana á húsnæði. Eitt helsta markmið lífskjarasamningsins er að tryggja stöðugleika og skapa hagfelld skilyrði til vaxtalækkunar. Ánægjulegt hefur verið að sjá árangur í þá veru en frá því í maí hefur Seðlabanki Íslands tvívegis lækkað stýrivexti sína, samtals um 0,75%. Sú lækkun kemur öllum lántakendum íbúðalána til góða og eykur ráðstöfunartekjur heimilanna. Samhliða þessum aðgerðum og fleiri til verða barnabætur hækkaðar og fæðingarorlof lengt úr níu mánuðum í tólf. Að auki hafa frumvarpsdrög um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna, nýtt námsstyrkja- og lánakerfi, verið kynnt. Í því felst meðal annars að við munum fella niður 30% af höfuðstól námslána að ákveðnum skilyrðum uppfylltum og auka stuðning við fjölskyldur með því að veita styrk til framfærslu barna í stað lána eins og gert er í dag.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun