Plast vegur þyngra en fiskar Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 14. október 2019 20:31 Vissir þú að 8,3 milljarðar tonna af plasti hafa verið framleiddir síðan plast var fyrst kynnt til sögunnar um miðja síðustu öld? Rúmlega 90% af því plasti sem er framleitt, er ekki endurunnið og það tekur plast mörg hundruð og jafnvel þúsundir ára að brotna niður. Á hverju ári fara a.m.k. 8 milljónir tonna af plasti í hafið. Það jafngildir því að tæma fullan farm af vörubíl í sjóinn á hverri mínútu. Áætlað er að þettta magn aukist í tvo vörubíla á mínútu árið 2030 og fjögur hlöss á mínútu árið 2050. Ef plastmengun verður ekki stöðvuð, mun plast í hafinu vega meira en allir fiskarnir í sama sjó árið 2050. Íslendingar eiga mikið undir í sjávarútvegi og ferðaþjónustu með ósnortna náttúru í forgrunni og nú ógnar þessi þróun afkomu okkar og velferð. Mikilvægt er að hver þjóð verði sjálfbær með sínu hringrásarhagkerfi og við sem þjóð þurfum að tryggja að þessi mál séu eins og best verður á kosið. Fimmtudaginn 17. október stendur FENÚR – fagráð um endurnýtingu og úrgang - fyrir ráðstefnu þar sem umfjöllunarefnið verður plast. Hver er staðan og hvert stefnum við sem þjóð? Einn helsti sérfræðingur í málefnum plasts, Paul Rendle-Barnes, verður sérstakur gestur á ráðstefnunni en hann þekkir vel til þessara mála. Hann hefur mikla þekkingu á því hvað er að gerast á alþjóðlegum vettvangi og hefur m.a. verið ráðgjafi skosku ríkisstjórnarinnar í þessum málum. Hvað erum við að gera við plastið og hvaða leiðir eru í boði? Stöndum við Íslendingar okkur vel þegar kemur að umhverfis- og úrgangsmálum. Er einhver nýsköpun í gangi? Er urðunarskattur góð hugmynd? Hvað er atvinnulífið að gera, hvað segja stjórnvöld og hvar liggja tækifærin? Þessum spurningum og miklu fleirum ætlum við að reyna að svara á ráðstefnu FENÚR þann 17. október milli kl.13.00 – 17.00 á Hótel Örk í Hveragerði. Skráning á fenur@fenur.is. Vertu með!Höfundur er framkvæmdastjóri FENÚR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Sorpa Umhverfismál Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Vissir þú að 8,3 milljarðar tonna af plasti hafa verið framleiddir síðan plast var fyrst kynnt til sögunnar um miðja síðustu öld? Rúmlega 90% af því plasti sem er framleitt, er ekki endurunnið og það tekur plast mörg hundruð og jafnvel þúsundir ára að brotna niður. Á hverju ári fara a.m.k. 8 milljónir tonna af plasti í hafið. Það jafngildir því að tæma fullan farm af vörubíl í sjóinn á hverri mínútu. Áætlað er að þettta magn aukist í tvo vörubíla á mínútu árið 2030 og fjögur hlöss á mínútu árið 2050. Ef plastmengun verður ekki stöðvuð, mun plast í hafinu vega meira en allir fiskarnir í sama sjó árið 2050. Íslendingar eiga mikið undir í sjávarútvegi og ferðaþjónustu með ósnortna náttúru í forgrunni og nú ógnar þessi þróun afkomu okkar og velferð. Mikilvægt er að hver þjóð verði sjálfbær með sínu hringrásarhagkerfi og við sem þjóð þurfum að tryggja að þessi mál séu eins og best verður á kosið. Fimmtudaginn 17. október stendur FENÚR – fagráð um endurnýtingu og úrgang - fyrir ráðstefnu þar sem umfjöllunarefnið verður plast. Hver er staðan og hvert stefnum við sem þjóð? Einn helsti sérfræðingur í málefnum plasts, Paul Rendle-Barnes, verður sérstakur gestur á ráðstefnunni en hann þekkir vel til þessara mála. Hann hefur mikla þekkingu á því hvað er að gerast á alþjóðlegum vettvangi og hefur m.a. verið ráðgjafi skosku ríkisstjórnarinnar í þessum málum. Hvað erum við að gera við plastið og hvaða leiðir eru í boði? Stöndum við Íslendingar okkur vel þegar kemur að umhverfis- og úrgangsmálum. Er einhver nýsköpun í gangi? Er urðunarskattur góð hugmynd? Hvað er atvinnulífið að gera, hvað segja stjórnvöld og hvar liggja tækifærin? Þessum spurningum og miklu fleirum ætlum við að reyna að svara á ráðstefnu FENÚR þann 17. október milli kl.13.00 – 17.00 á Hótel Örk í Hveragerði. Skráning á fenur@fenur.is. Vertu með!Höfundur er framkvæmdastjóri FENÚR.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar