Aukin framleiðni í heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar 20. nóvember 2019 16:30 Í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í dag segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra meðal annars að leita verði bestu leiða til þess að auka framleiðni í heilbrigðisþjónustu, og áréttar að aukin framleiðni verði að vera í algjörum forgangi til þess að geta staðið undir auknum kröfum til kerfisins. Sjúkraliðafélag Íslands bendir á að auka megi framleiðni með því að stytta vinnuvikuna. Þegar fjallað er um styttingu vinnuvikunnar sem hluta af hagrænum rekstri er gjarnan dregin upp mynd sem sýnir meðaltal unninna vinnustunda og verga landsframleiðslu (GDP). Framleiðnin lýsir þannig hlutfalli á milli fjölda starfsmanna / vinnustunda og hversu vel vinnuaflið er nýtt til framleiðslu eða þjónustu. Með þessari nálgun er einungis tekið mið af magnbundnum þáttum sem sýnir til dæmis að styttri innlögn á sjúkrahús leiði til aukinnar framleiðni í rekstri. Þessi nálgun segir hins vegar ekki alla söguna þar sem ekki er gert ráð fyrir gæðum þjónustunnar sem er lykilþáttur í mati á framleiðni vinnuafls í heilbrigðisþjónustu. Starfsfólk sem vinnur við hjúkrun eru í raun burðarvirki heilbrigðisþjónustunnar. Sjúkraliðar gegna þar lykilhlutverki, og er um 98% þeirra konur. Þá eru um 90% sjúkraliða sem vinna í vaktavinnu, en rannsóknir sýna að vaktavinna er sérstakur áhættuþáttur varðandi alvarleg veikindi, sem brýnt er að taka tillit til við skipulag á vinnutíma. Auk þess er heilbrigðisstarfsfólk útsettara fyrir veikindum og þá sérstaklega sjúkraliðar sem sinna nærhjúkrun. Þá má geta þess hér að dæmi er um að mjög víða, til dæmis á hjúkrunarheimilum og í heimahjúkrun, stendur sjúkraliðum aðeins til boða að vinna hlutastarf einmitt vegna þess að vinnuveitendur telja að fullt starf í vaktavinnu vera of íþyngjandi. Það er því ekki að ástæðulausu að stytting vinnuvikunnar er helsta baráttumál sjúkraliða, og að vinnuvikan fari í 35 stundir í dagvinnu og að vinnuvika vaktavinnufólks verði 80% af vinnutíma dagvinnufólks, án launaskerðingar. Misjafnt er eftir starfsemi stofnana hvernig best á að útfæra vinnufyrirkomulag sem leiðir til meiri framleiðni. Nokkuð einfalt er að hagræði í rekstri og ná betri framleiðni þar sem vaktafyrirkomulag starfsfólksins er í samræmi við vinnuvélar sem eru nýttar allan sólahringinn. Önnur lögmál gilda hins vegar þar sem vinnustundir miðast við opnunartíma stofnana og markmið starfseminnar eru ekki mæld í krónum, eins og í heilbrigðisþjónustunni. Rannsóknir sýna að langar vaktir og þegar vinnuvika starfsfólks fer yfir ákveðin mörk safnast upp þreyta sem skilar sér í slakari einbeitingu. Þannig aukast líkur á að fólk gerir mistök sem kemur niður á rekstrinum. Auk þess sem starfsálagið brýst fram í verra heilsufari starfsmanna þannig að veikindatíðnin vex og framleiðnin minnkar. Í þessu sambandi er ástæða til að benda sérstaklega á að veikindatíðni sjúkraliða, sem störfuðu á Landspítalanum á árinu 2018 reyndist um 11%, til samanburðar reyndist veikindatíðni annarra starfsstétta spítalans vera að meðaltali um 6%. Sjúkraliðar vilja að kjarasamningur skili þeim og samfélaginu raunverulegum ávinningi, sem fellst í betri starfskjörum og möguleikum um fullt starf án þess að gjalda fyrir það með minnkandi starfsþreki og fjölskyldulífi. Þannig stöndum við betur undir auknum kröfum heilbrigðiskerfisins og bætum framleiðni heilbrigðisþjónustunnar. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sandra B. Franks Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Sjá meira
Í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í dag segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra meðal annars að leita verði bestu leiða til þess að auka framleiðni í heilbrigðisþjónustu, og áréttar að aukin framleiðni verði að vera í algjörum forgangi til þess að geta staðið undir auknum kröfum til kerfisins. Sjúkraliðafélag Íslands bendir á að auka megi framleiðni með því að stytta vinnuvikuna. Þegar fjallað er um styttingu vinnuvikunnar sem hluta af hagrænum rekstri er gjarnan dregin upp mynd sem sýnir meðaltal unninna vinnustunda og verga landsframleiðslu (GDP). Framleiðnin lýsir þannig hlutfalli á milli fjölda starfsmanna / vinnustunda og hversu vel vinnuaflið er nýtt til framleiðslu eða þjónustu. Með þessari nálgun er einungis tekið mið af magnbundnum þáttum sem sýnir til dæmis að styttri innlögn á sjúkrahús leiði til aukinnar framleiðni í rekstri. Þessi nálgun segir hins vegar ekki alla söguna þar sem ekki er gert ráð fyrir gæðum þjónustunnar sem er lykilþáttur í mati á framleiðni vinnuafls í heilbrigðisþjónustu. Starfsfólk sem vinnur við hjúkrun eru í raun burðarvirki heilbrigðisþjónustunnar. Sjúkraliðar gegna þar lykilhlutverki, og er um 98% þeirra konur. Þá eru um 90% sjúkraliða sem vinna í vaktavinnu, en rannsóknir sýna að vaktavinna er sérstakur áhættuþáttur varðandi alvarleg veikindi, sem brýnt er að taka tillit til við skipulag á vinnutíma. Auk þess er heilbrigðisstarfsfólk útsettara fyrir veikindum og þá sérstaklega sjúkraliðar sem sinna nærhjúkrun. Þá má geta þess hér að dæmi er um að mjög víða, til dæmis á hjúkrunarheimilum og í heimahjúkrun, stendur sjúkraliðum aðeins til boða að vinna hlutastarf einmitt vegna þess að vinnuveitendur telja að fullt starf í vaktavinnu vera of íþyngjandi. Það er því ekki að ástæðulausu að stytting vinnuvikunnar er helsta baráttumál sjúkraliða, og að vinnuvikan fari í 35 stundir í dagvinnu og að vinnuvika vaktavinnufólks verði 80% af vinnutíma dagvinnufólks, án launaskerðingar. Misjafnt er eftir starfsemi stofnana hvernig best á að útfæra vinnufyrirkomulag sem leiðir til meiri framleiðni. Nokkuð einfalt er að hagræði í rekstri og ná betri framleiðni þar sem vaktafyrirkomulag starfsfólksins er í samræmi við vinnuvélar sem eru nýttar allan sólahringinn. Önnur lögmál gilda hins vegar þar sem vinnustundir miðast við opnunartíma stofnana og markmið starfseminnar eru ekki mæld í krónum, eins og í heilbrigðisþjónustunni. Rannsóknir sýna að langar vaktir og þegar vinnuvika starfsfólks fer yfir ákveðin mörk safnast upp þreyta sem skilar sér í slakari einbeitingu. Þannig aukast líkur á að fólk gerir mistök sem kemur niður á rekstrinum. Auk þess sem starfsálagið brýst fram í verra heilsufari starfsmanna þannig að veikindatíðnin vex og framleiðnin minnkar. Í þessu sambandi er ástæða til að benda sérstaklega á að veikindatíðni sjúkraliða, sem störfuðu á Landspítalanum á árinu 2018 reyndist um 11%, til samanburðar reyndist veikindatíðni annarra starfsstétta spítalans vera að meðaltali um 6%. Sjúkraliðar vilja að kjarasamningur skili þeim og samfélaginu raunverulegum ávinningi, sem fellst í betri starfskjörum og möguleikum um fullt starf án þess að gjalda fyrir það með minnkandi starfsþreki og fjölskyldulífi. Þannig stöndum við betur undir auknum kröfum heilbrigðiskerfisins og bætum framleiðni heilbrigðisþjónustunnar. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun